"Spurðu hann, hann var sé eini sem var alltaf edrú."

Minnisleysi fer eftir ýmsu og þarf víst ekki eiturlyfjaneyslu til. Að minnsta kosti finnst mér á allra síðustu árum oft óþægilegt hvernig ýmis mannanöfn detta úr kollinum á mér og ekki hefur eiturlyfjaneyslunni verið fyrir að fara eins og hjá Ozzy Osbourne. 

Fyrir um 15 árum var gefin út ævisaga eins af ástsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar og brá svo við á meðan á ritun hennar stóð, að söguritarinn var sífellt að hringja í mig, stundum daglega, til þess að spyrja mig um ýmis atriði sögunnar. 

Þegar ég spurði hann loks af hverju hann spyrði ekki söguhetjuna sjálfa um þetta svaraði ritarinn: "Hann segir alltaf við mig: "Spurðu Ómar, - hann var sá eini sem var alltaf edrú!" 

Fleira en eiturlyfjaneysla getur skemmt minnisheimildir heilans. Afar misjafnt er hvernig barsmíðar hafa áhrif á hnefaleikara og hafa margir þeirra sem voru barðir mest og lengst orðið bæði langlífir og verið langminnugir á sama tíma og aðrir hafa skaðast. 

Floyd Patterson var heimsmeistari 1956-62 og eftir að hann dró sig í hlé tók hann að sér trúnaðarstörf fyrir íþróttahreyfinguna og stóð sig vel. 

Fyrir nokkrum árum kom þó að því að hann sagði sig úr stjórn samtakanna, sem hann sat í. 

Það gerðist þegar hann mundi ekki lengur hvern hann hafði sigrað þegar hann varð heimsmeistari 1956. 

Sá, sem hann sigraði, Archie Moore, varð hins vegar hálfníræður og barðist á fjórða, fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum allt frá tíma Joe Louis til Muhammads Ali. 

Hann bar með  sóma viðurnefnið "Old Mongoose". Moore barðist oftar og var barinn meira en nokkur annar, alls 220 atvinnumannabardaga, sem er svona fjórum sinnum meira en gerist mest hjá öðrum. 

Hann vann 185 sinnum og tapaði 23 sinnum og lauk 131 bardaga með "knock-out" sem er langtum, langtum meira en nokkur annar afrekaði. 

Og hann mundi nógu mikið af því sem hann hafði reynt að bestu hnefaleikarar heims þótti eftirsókn í því að hafa hann í horninu hjá sér til að gefa góð ráð þegar mikið lá við. 

Victor Borge var að sem skemmtikraftur allt til níræðs og ekki virtist minnisleysi há honum. 

Þó gantaðist hann með það þegar hann sagði: "Núna, þegar ég er orðinn svona gamall, er minnisleysið orðið mjög pirrandi og það er einkum þrennt sem ég á langerfiðast að muna. 1. Nöfn. 2. Tölur. 3. Eh, þetta þriðja!" 


mbl.is Þjáist af minnisleysi vegna eiturlyfjaneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi nú segja að það væri minst minnisleysið sem þjáir Ozzie, hann lítur skömminni skárr út en Keith Richards úr Rolling Stones.  En hvernig þessir menn tala og bera sig, ætti að vera æfilangt varúðarmerki fyrir alla.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband