"Ævintýri enn gerast..."

Í tímahraki fyrir rúmum 40 árum hraðsauð ég textann "Ævintýri" fyrir samnefnda hljómsveit og fyrir tilviljun varð lagið nokkurs konar einkennislag fyrir ákveðin kynslóðaskipti í dægurtónlistinni.

Ég var hins vegar alla tíð hálf óánægður með textann og vegna þess hve mörgum lögum þurfti að sleppa á ferilsplötu minni fyrir síðustu jól var Ævintýri á dauðalistanum. 

En í ljós kom að öðru þyrfti frekar að sleppa. 

Tilstandið í kringum kóngafólkið í Bretlandi virkar á marga eins og hræðileg tímaskekkja á tímum frelsis og jafnréttis en þetta er nú samt ekki alveg svona einfalt. 

Enginn skyldi nefnilega vanmeta gildi ævintýrisins, að geta látið sig dreyma. Tveir milljarðar manna hefðu varla verið að fylgjast með þessu ef þeir hefðu ekki talið það þess virði. 

Ekkert virðist geta drepið ævintýrið og það að gera sér dagamun og láta sig dreyma. 

Tilstandið er réttlætt með því að Bretar eigi engan einn þjóðhátíðardag eins og flestar aðrar þjóðir og megi því vel gera sér dagamun einstaka sinnum af verulegum myndarskap. 

Og er kannski svo mikill munur á því að sitja fyrir framan sjónvarp og horfa á konunglegt og ævintýralegt brúðkaup eða að sitja og horfa á "ævintýramanninn" Messi eða aðra rígfullorðna karlmenn eltast við leðurtuðru? 


mbl.is Yfirgáfu konungshöllina í þyrlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér datt það sama í hug í gær þegar ég heyrði meðal annars vissa þáttastjórnendur lýsa óánægju sinni hversu margir íslendingar sýndu þessu áhuga. Aftur á móti hef ég oft heyrt sömu þáttastjórnendur fjalla um ensku fótboltaliðin og ekki hef ég gaman af fótbolta yfir höfuð, en læt það nú samt vera að vera með leiðindi í garð þeirra sem gaman hafa af...og eru ekki fótboltafréttir á hverju kvöldi?

Þetta var bara verulega fallegur viðburður og nauðsynlegur á svona erfiðum tímum. Ég bjó sjálf í London og samgladdist ég þeim vinum og kunningjum sem nutu fagnaðarhaldanna í gær. Smá vonarglæta er alltaf af hinu góða :)

Júlíana Björnsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband