Færa leikinn til Raufarhafnar?

Á sama tíma og jörð er hvít í Reykjavík og hálka á fjallvegum á vestanverðu landinu er 15 stiga hiti og heiðskírt veður á norðaustanverðu landinu, til dæmis á Raufarhöfn.

Þetta er Ísland. Og ef það er brúklegur knattspyrnuvöllur á Raufarhöfn mætti færa fyrsta leik Íslandsmótsins í knattspyrnu þangað. 

Þetta eru hins vegar bara látalæti hjá mér. 

Snjófölin á grasinu syðra er blaut og ekkert frost á ferðum, þessvegna ígildi rigningar, sem hingað til hefur ekki stöðvað knattspyrnuleiki. 


mbl.is Víkingsvöllur snævi þakinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband