Sigurvegarar í sætu.

Jimmy Carter þáverandi Bandaríkjaforseti var illa leikinn í lok ferils síns þegar hann gaf grænt ljós á fræga sneypuför á vegum bandarísksa hersins og CIA til að frelsa gísla í Teheran.

Grunsamlegt þótti að það var ekki fyrr en Reagan var búinn að komast til valda að gíslarnir voru látnir lausir. Síðan var Reagan þakkaður sigur Bandaríkjanna í Kalda stríðinu og hann því tvöfaldur sigurvegari í sögunni á sama tíma og Carter var maður ósigursins. 

Gorbatsjof var við völd í Sovétríkjunum þegar veldi þeirra hrundi og verður seint tekinn í dýrlingatölu í Rússlandi.

Nafn Churchills er baðað í ljóma sigurs Bandamanna yfir Öxulveldunum.

Nafn Jóns Sigurðssonar í ljóma þess að Ísland varð sjálfstætt ríki löngu eftir hans dag.

Það hefur verið sagt að mannkynssagan sé skrifuð af sigurvegurum og beri keim af því. 

Ljóminn sem Obama baðar sig í er eitt dæmi þess. 


mbl.is Obama vinsæll sem aldrei fyrr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll þú finnur fyrir efasemdum um að þetta sé allt saman heilagur sannleikur!

Sigurður Haraldsson, 3.5.2011 kl. 08:58

2 identicon

Efasemdir? Ég myndi ganga svo langt að segja að þetta sé upphaf af lokum veldis Bandaríkjanna.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband