Verður að vinna úr ástandinu.

Til eru þeir sem segja að gerð Landeyjahafnar hafi verið dýrkeypt mistök eins og næstum fjögurra mánaða siglingastopp sýni. Ofan á fyrirsjáanleg vandræði vegna aðstæðna hefði bæst að ferjan væri of djúprist.

Héðan af er til lítils að fjasa um þetta. Það er búið að gera þessa höfn og verður bara að spila eins vel úr aðstæðunum þarna og hægt er. 

Höfnin er sérstaklega mikilvæg á ferðamannatímanum á sumrin til þess að gefa kost á fjölbreyttari ferðum á þessu svæði og efla ferðamannaþjónustu í Eyjum. 

Full reynsla á höfnina verður ekki komin fyrr en eftir eitt til tvö ár þegar ekki verður lengur hægt að kenna gosinu í Eyjafjallajökli og tilheyrandi flóðum í Markarfljóti um að sandur berist inn í höfnina og loki henni fyrir siglingum. 

Á meðan verður bar að reyna að þrauka og vinna úr ástandinu. 


mbl.is Herjólfur til Landeyjahafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sæll Ómar

Mikið vildi ég að fleiri sem eru að tjá sig um þetta mál sýndu þessa yfirvegun í umfjöllun sinni um málefni hafnarinnar sem að þú gerir. Þessi höfn, þó svo að aðeins verði opið um 6 mánaða skeið á ári, verður ferðamannabransanum hér gríðarlega mikilvæg. Ég hef stundum sagt að það muni myndast lítið hagkerfi ofan við Strandveg/höfnina ef þetta gengur upp. Hagkerfið sem ekki verður aðeins bundið af því sem upp úr sjó kemur og það verða vðibrigði í þessu samfélagi.

Bið að heilsa í stjórnlagaráðsvinnuna - þið eigið eftir að skila góðu verki.

Bestu kveðjur - Gilli Hjartar (3612)

Gísli Foster Hjartarson, 3.5.2011 kl. 22:13

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll já því miður er kúkurinn komin í buxurnar og við vonum auðvitað að það takist að verka hann með einhverjum ráðum.

Sigurður Haraldsson, 3.5.2011 kl. 22:31

3 identicon

Sandburðurinn er og verður vandamál, og það var vitað. Eitt gos ofaná bætti ekki um. En hrakspár um það að grjótgarðarnir myndu ekki halda neitt, þær hafa ekki ræst. Það er lítið minnst á það.

Það er bara tvennt sem maður sér svona til að athuga.

1: Það má dæla sandi áður en að höfnin stíflast, t.d. frameftir sumri.

2: Það er þessi spurning með aðlegu fyrir minni skip og báta, því að þarna er nokk um liðið síðan flest grunnristara en Herjólfur hefði komist inn.

Nú vonar maður bara að gangi vel í sumar og það verði blómlegt í Eyjum. Þyrfti að efla flugið líka!

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband