Drepa! Drepa !

Drápsfréttir eru tískuorð dagsins. "Ekki að hika við að dæma Mubarak" til dauða er sagt um fyrrverandi forseta Egyptalands og "í samræmi við bandarísk gildi" að drepa hinn vopnlausa Osama bin Laden.

"Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" hljómaði lögmál í fornöld sem enn virðist eiga sér öfluga talsmenn hjá þjóðum sem segjast hafa nútíma mannréttindi í hávegum. 

Ég fylli hóp þeirra manna sem telja, að manndráp sé aldrei réttlætanlegt geti menn komist hjá því. 

Í báðum fyrrnefndum tilfellum, Osama bin Laden og Mubarak, er um að ræða tvo kosti og í hvorugt skiptið dráp nauðsynlegt. Ef menn trúa því að bin Laden hefði getað sprengt sjálfan sig í loft upp um leið og þá sem komu að honum, hefði hann hvort eð er gert það áður en hann var skotinn. 

En líkurnar á því að hann gerði það voru sáralitlar. Menn eins og bin Laden, sem víla ekki fyrir sér að senda aðra í opinn dauðann, eru sjaldnast það hugaðir að fórna lífi sínu. 


mbl.is Gæti verið dæmdur til dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er erfitt siðferðilegt vandamál. Nú hefur Öryggisráð SÞ lýst yfir stuðningi/ánægju sinni með drápið/morðið/aftökuna á Bin Laden. Lögmálið um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn gildir í samskiptum ríkja. Það gildir augljóslega um samskipti hryðjuverkasamtaka og ríkja.Hefði verið mögulegt að halda réttarhöld yfir Bin laden eins og gert var yfir S Hussein? mat BNA er augljóslega að svo hafi ekki verið. Þjóðerniskenndin er efld með drápum. Þegar hryðjuverkamennirnir fóru af stað vissu þeir að dauðinn biði þeirra.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 22:20

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hér heima er verið að hrópa þetta sama í þingsölum.

Drepa niður mótmælaölduna vegna lagleysu endurútreikninga.

Drepa í vonarneista síminnkandi millistéttar

Drepa á frest (lesis LJÚGA) meira og fleiru en nokkru sinni áður.

Drepa er einmitt það sem fólk gerir sjálfu sér þegar helvítis kommafauskurinn hann Nágrímur hefur hert svo að hálsi fólks að það getur ekki dregip andann... hvað þá lífið!

Óskar Guðmundsson, 5.5.2011 kl. 01:39

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

http://www.youtube.com/watch?v=sWS-FoXbjVI

Óskar Þorkelsson, 5.5.2011 kl. 08:16

4 identicon

Eru Bush og Blair þá ekki næstir?

Agnes (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 08:50

5 identicon

Málið er ekki eins einfalt og Ómar setur það upp.

Ef Bin Laden hefði verið tekinn höndum, hafður í varðhaldi, og síðan réttað yfir honum, hefði niðurstaðan orðið sú sama: hann hefði verið tekinn af lífi.  Munurinn er sá að yfir okkur hefði skollið bylgja hryðjuverka sem hefði staðið linnulítið alla þá mánuði sem  réttarhöld stæðu yfir.

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 08:52

6 identicon

Er hægt að drepa trúað fólk... fer fólkið ekki bara heim til geimgaldapabba; Mér skilst það, hef stundum spáð í því af hverju það eru ekki bullandi fagnaðarlæti við hvert mannslát... já já ég veit að trúaðir eru að reyna að covera þetta með því að eftirlifendur séu svo öfundsjúkir út í þann dauða.. þess vegna séu þeir svona fúlir :)

Bin Laden var réttdræpur, löngu búinn að fyrirgera öllum sínum mannréttindum; hreint bull að vera að væla yfir dauða þessa aumingja

doctore (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 10:05

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einn mesti fjöldamorðingi heims var ekki réttdræpur að þínu mati, Ómar.

En hvað um saklaus börn í móðurkviði, álíturðu þau frekar réttdræp?

Jón Valur Jensson, 5.5.2011 kl. 10:15

8 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 11:47

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo var þetta ekki "auga fyrir auga", heldur eitt mannslíf fyrir kannski 10-20.000 mannslíf, aðallega saklausra borgara og (í miklum meirihluta) fólks í Mið-Austurlöndum. Er mælirinn svona seint fullur að þínu mati, Ómar minn?

Er ekki erfitt að vera svona réttlátur á alþjóðavísu og horfa samt framhjá meðferðinni á ófæddum börnum?

Jón Valur Jensson, 5.5.2011 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband