7.5.2011 | 20:36
"...ástir, slagsmál og vín!"..."
Ef einhverjir halda að það sé einsdæmi að lofa fíkniefni í söngvum og tónlist eins og dæma á menn fyrir í Mexíkó, hefur sá hinn sami ekki kynnt sér mörg af þeim dægurlögum, sem vinsæl hafa verið á Íslandi.
Tilvitnanirnar geta orðið ótal margar, allt frá "...látum því, vinir, vínið andann hressa..." hjá Jónasi Hallgrímssyni í Vísum Íslendinga.
Hægt er að bæta nokkum við: "Það var karl sem að kunni að / kyssa, drekka og slást!"
"Enda sagði´hann það oft: Það er ánægjan mín / ástir, slagsmál og vín."
Skipstjóravalsinn er gott dæmi:
"Oft er vandi að verjast grandi / ef víðsjál reynist dröfn.
Þá fæ ég mér snabba ef karlarnir kvabba / og keyri sem hraðast í höfn.
Þar fæst dans og glens og gaman,
gleðin hýr úr augum skín.
Við dönsum og syngjum þar saman
við seiðandi meyjar og vín."
Svo held ég aftur á hafið,
í hættunni búinn til alls.
Við rattið þá í rokinu stend ég
og raula minn Skipstjóravals."
Lýsingin er opinská. Draugfullur skipstjóri lætur kvabb skipverjanna engin áhrif hafa á sig, heldur stýrir skipinu rallhálfur til hafnar, lendir þar á kvennafari og fylleríi og fer jafn brattur út aftur í hættulega siglingu.
Prófið þið að setja flugstjóra í staðinn fyrir skipstjóra og þotu í stað skips í þessum texta og þá sjáið þið hvað ég meina.
Bannað að syngja um dóp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála, Ómar. En einhverra hluta vegna er áfenginu sýnt meira umburðarlyndi en öðru dópi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2011 kl. 20:59
Legg til að þegar um þetta er fjallað, séu sett skörp skil milli tjáningarfrelsis annarsvegar og uppdópaðra valdhafa hinsvegar. Það er löngu tímabært að um þeirra þátt sé fjallað. Það má aldrei framar vera uppdópuðum valdhafa í sjáfsvald sett hvenær víkja beri - hvorki af fíkn, né vegna "heilaskurðar".
Ómar: Þar sem þú ert í lykilaðstöðu, bið ég þig að koma eftirfarandi á framfæri hvar sem færi gefst: Það er lágmarkskrafa að þau sem ásælast opinbera stjórnartauma, standist kröfur til að stjórna ökutæki og pissi í glas til að sanna sakleysi sitt svipað og ætlast er til af afreksfólki í íþróttum. Kveðja Keli
Þorkell Guðnason, 8.5.2011 kl. 01:03
Pabbi var stækur UMF bindindismaður amk. fyrstu 65 árin og raulaði mikið, hann söng:
"Þá skyldi ég sigla um eilífan aldur ef öldurnsr breyttust í humm".
Kristján Sigurður Kristjánsson, 8.5.2011 kl. 02:01
Obb obb obb, - og ég sem skvetti í mig á bekkjarmóti í gær. Jæja, það er forbí, og þynnka. Þunnudagur í dag, ojjj.
Annars er til slatti af góðum bröndurum með uppáhalds-miði Bakkusar sem miðpunkt. Læt einn flakka hér:
2 Ástralskir skipbrotsmenn (það er svona þegar skipperinn er rallhálfur, - þá steyta menn á skeri) voru í kyrrstöðu á Kyrrahafinu í sínum björgunarbáti og að farast úr þorsta.
Nema hvað, að þeir sjá flösku fljótandi stutt frá, og tekst að veiða hana um borð.
Tappinn er tekinn úr, og viti menn, út kemur þessi líka ANDI.
Andinn segir: "hér hef ég mátt dúsa í 100 ár og fyrir frelsið skal ég gefa ykkur eina ósk"
Annar Ástralinn grípur þetta á augabragði og pantar það að sjórinn breytist í bjór.
PAMM! Sjórinn breyttist í bjór, og ekki stóð á þeim félögum að margreyna það með austurstroginu.
Eftir drykklanga stund (hehe) lítur Ástralinn sem ekki tók óskina á hinn, alvarlegur í bragði, og segir:
"Snillingur ertu. Sjórinn er bara bjór. Og nú verðum við að míga í bátinn"
hehe
Jón Logi (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 10:31
Þegar varðskip er í höfn, og vikapiltur sendur af stað í langferð frá bolungarvík til ísafjarðar, til að kaupa vín. Daginn eftir, þegar skipun kemur um að fara úr höfn, þá er skipherran fullur, fyrsti og annar stýrimaður, og líka sjálfur vélstjórinn sá hinn sami vélstjóri og skeit í vaskinn og sagðin síðann "þetta leysist" af sjálfum sér, og að skipinu er siglt úr höfn af bátsmanninum. Þá held ég að sé ærin ástæða til að hætta að básúna áhrif vínandanns og annar vímugjafa ... eða hætta að básúna þeim mönnum sem syngja þessari smán lof og lofsyrði. Börnin læra eins og fyrir þeim er haft ... það þarf ekki að kenna þeim, þessa smán ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 17:50
Var nú sjálfur svona pínu smá á sjó, og þrátt fyrir stækan orðróm þess efnis að drykkja væri mikil í flotanum, þá var svo alls ekki farið. Mjög stífar reglur (algert bindindi) og hörð viðurlög.
Sami orðrómur var um Hvanneyrarskóla. Ég fór þangað, og það vara sama tóbakið. Var reyndar víst bara svo í einhver ár, en að sjálfsögðu akkúrat þegar ég var þar. Mennfengu brottvísun fyrir að geyma flösku í bíl úti á plani!
En...fleiri Ástralir. Ekkert persónulegt, en þeim finnst Foster's bara svo góður, og eru meir að segja með "drive-in liquor-stores"!!!!!
2 Ástralskir skipbrotsmenn (það er svona þegar skipperinn er rallhálfur, - þá steyta menn á skeri) voru í kyrrstöðu á Kyrrahafinu í sínum björgunarbáti og að farast úr þorsta.
Nema hvað, að þeir sjá flösku fljótandi stutt frá, og tekst að veiða hana um borð.
Tappinn er tekinn úr, og viti menn, út kemur þessi líka ANDI.
Andinn segir: "hér hef ég mátt dúsa í 200 ár og fyrir frelsið skal ég gefa ykkur eina ósk hvorum"
Ástrali #1: "Láttu mig hafa krús af ísköldum öllara, og skal krúsin vera gædd þeim eiginleika að aldrei tæmist hún sama hve mikið drukkið er"
PING, og viti menn, þessi fína ölkrús með freyðandi Foster's, og Ástrali#1 tekur þambsyrpu mikla undir eins.
Eftir ógurlegan svelg hættir hann, og sér það til óblandinnar gleði, að krúsin er ennþá full.
Andinn snýr sér nú að #2 og spyr: "Og hver er þín ósk?"
Ástrali #2: "Ég vil fá aðra svona krús"
Jón Logi (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 18:49
Ég var líka pínu smá á sjó, og vitni að þessu ... frændi minn, og nafni, fékk kníf í kviðinn og dó af því ... ég fékk bara æfilangt mein fyrir. Láttu mig vita hversu mikið af því er bara orðstýr væni.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 19:45
Einn skipsfélagi minn hafði líka fengið kuta í belg en lifði. Það var aftur á móti í landi.
Endurtek, á þeim skipum sem ég var á var bindindi algert, enda það skrautlegt lið að ekkert annað hefði gengið.
Sama var hins vegar ekki uppi á teningunum í landvinnslu :)
Jón Logi (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.