Sjúkt ástand.

Ástandið í Írak fyri 2003 var sjúkt. Grimmur einvaldur hélt öllu þjóðfélaginu í heljargreipum og skirrðist einskis til að halda völdunum. Hann sæti þar líkast til enn að völdum ef hann hefði ekki farið út af þeirri braut sem Bandaríkjamenn ætluðu honum að feta með því vera mótvægi við Írani og þyggja fyrir vopn og stuðning.

Raunar fór Saddam ekki út af sporinu hvað það varðaði að hann væri að koma sér upp gereyðingarvopnum, því engin slík fundust í landinu eftir innrásina í það. 

Hefði hann verið "þægur" að öllu leyti hefðu Bandaríkjamönnum verið slétt sama um ógnarstjórn hans, - aðalatriðið að olían streymdi frá landinu öruggt og jafnt. 

Innrásin í Írak var gerð á þeim forsendum að "koma á frelsi og friði" og stöðva illvirki Saddams Husseins. 

En mannfórnirnar, sem þetta hefur kostað, eru vafalítið miklu meiri en orðið hefðu ef Saddam hefði ríkt áfram.  Þær taka engan endi enda er það sjúkt ástand að erlendur her sitji þar til eilífðarnóns.

Bandaríkjamönnum sjálfum myndi ekki þykja það eðlilegt ástand ef nokkurra milljón manna arabískt herlið hersæti landið og ráðskaðist með hvaðeina sem því þóknaðist. 


mbl.is Mannskæð fangauppreisn í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband