Vetur og sumar bresta á

Í október í fyrra brast veturinn á á nokkrum dögum einmitt á þeim tíma sem í almanakinu stendur að vetur sé að ganga í garð. Þar á undan hafði verið einmuna hlýindatíð og hitatölurnar með tveimur tölustöfum. 

Svipað gerist nú, nema að þetta bar ekki alveg upp á sumardaginn fyrsta.

Fyrir nokkrum dögum var miðbærinn alveg steindauður þegar farið var um hann en í fyrradag iðaði allt af lífi. 

Þegar ég var í Yellowstone í Klettafjöllunum í lok september 2008 las maður úr veðurupplýsingum að veturinn kæmi þar á einni til tveimur vikum á sama tíma á hverju hausti. 

Það gekk eftir.  

Nú er það ekki aðeins sumarið sem brestur hér á með meginlandssvip, eins og Einar Sveinbjörnsson bendir á, heldur brast veturinn á í fyrrahaust á svipaðan hátt.  


mbl.is Man ekki önnur eins umskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Veður er að breytast um heim allan og það er mannskepnunni að kenna að stórum hluta!

Sigurður Haraldsson, 8.5.2011 kl. 23:55

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

E.t.v. er þetta að breytast meðhlýnandi loftslagi. Guð blessi gróðurhúsaáhrifin!

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.5.2011 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband