Hvað mega eftirhermur þá segja ?

Eftirhermur lifa fyrst og fremst og nærast á því að herma eftir fólki, sem er áberandi í þjóðfélaginu og allir þekkja. Líf þessa fólks og það, að það sé áfram áberandi, er því mikið hagsmunamál fyrir eftirhermur og skemmtikrafta. 

Eitt sinn, þegar Hannibal Valdimarsson sat í sminkherbergi í sjónvarpinu fór ég að gantast með þetta og sagði að kannski kæmi að því að ég og fleiri keyptum okkur líf- og gengistryggingu fyrir helstu persónurnar, sem við lifðum og nærðumst á. 

Ég man að Hannbal fannst þetta ekki fyndið og ég sá strax af hverju - hann hafði nýlega orðið aldursforseti Alþingis. 

Stundum hverfa persónur það mikið úr umræðunni að það hið hefur ekki sama gildi að herma eftir því og áður var. 

Þegar Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra varð það mikill happafengur fyrir mig að geta "grafið hana upp" ef svo má að orði komast, dustað af henni rykið, sem sest hafði á hana frá því fyrir 15 árum, og gera mér mat úr því að hún hafði þeyst fremst fram á orrustuvöll stjórnmálanna. 

Sér þessa stað á tónlistarspilaranum hér til vinstri á bloggsíðunni. 

Ég hitti Jóhannes Kristjánsson eftirhermu fyrir skömmu og hann ljómaði yfir því að Ari Teitsson var orðinn varaformaður Stjórnlagaráðs og Þorvaldur Gylfason áberandi. 

En frægðin er fallvölt og því verða eftirhermur að sæta því að taka við áföllum af því tagi, að þeir, sem helst er hermt eftir, eigi sér blómaskeið umtals, sem geta stundum orðið endasleppt. 

Hugmyndin um að tryggja sig fyrir slíku gengur ekki upp og varla heldur sú ætlan Nicolette Sheridan að fá bætur fyrir að handritshöfunar skrifuðu konuna, sem hún lék, út úr þáttunum með því að láta hana deyja. 

Flosi heitinn Ólafsson sá húmorinn í því að hann var æ ofan í æ látinn leika menn, sem voru drepnir, og fann það góða út úr því þegar þessar persónur voru drepnar snemma í leikritunum því að þá var hann fyrr laus úr vinnunni, - það er að segja ef hann þurfti ekki að koma fram í framkallinu í lokin. 


mbl.is Vill endurlífga Edie Britt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband