Risaeðlur bílanna.

Á árunum 1955-1970 var blómatími kraftakagganna, aflmikilla, stórra amerískra bíla. Fyrsti bíllinn, sem nota má þetta heii um, var Chrysler 300, en síðan tók hver við af öðrum allt fram yfir 1970, þegar mengunin frá hinum stóru bílvélum var orðin svo mikil, að taka varð í taumana.

Síðan kom olíukreppan fyrri 1973 og aftur enn verri olíukreppa 1979 og tími taumlausrar kraftakeppni var  liðinni í bili.

Það er í góðu lagi þótt varðveittir séu nokkur hundruð svona bílar hér á landi. Þeim er aðeins ekið á hátíðarstundum og eyðsla þeirra eins og dropi í eyðsluhaf næstum 200 þúsund bíla, sem eru hér á landi.

Þeir voru eins og risaeðlurnar í sögu jarðarinnar, - áttu blómaskeið sem byggðist á utanaðkomandi aðstæðum og endaði vegna utanaðkomandi aðstæðna. 

Í framtíðinni verða þeir enn magnaðra tákn en nú um skammsýnt bruðl þeirrar jarðarbúa, sem lifðu á hinni skammvinnu olíuöld en líka heillandi á sína vísu, alveg eins og það væri, ef haldin væri sýning á lifandi risaeðlum. 


mbl.is Kraftalegir kaggar á rúntinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árið 1964 eignaðist ég einn af þessum bílum sem þú skrifar um.   Um helgina sátum við nokkrir félagar og rifjuðum upp gamla daga, og eins og svo oft áður barst talið að umræddum bíl (Dodge Royal '56).  Það rann upp fyrir okkur að engum hafði nokkurn tíma dottið í hug að mæla eyðslu bílsins, eða hafa áhyggjur af henni yfirleitt.

Kannski lýsandi fyrir tíðarandann?

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 09:49

2 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Sæll Ómar: Það er ágætt að rifja þetta upp með bandaríska bílaframleiðsu. Vandinn er bara sá að flokkssystkin þin halda að svona sé þetta enn þann dag í dag. Buick er löngu hættur að gata frambrettin.

Þegar EES samningurinn var staðfestur, þá var íslenska tollskráin tekin til rækilegrar endurskoðunar og allar bandarískar og kanadískar iðnaðarvörur settar í sérstaka 15 - 90% tollflokka.

Snæfríður í umhverfisráðuneytinu bætti svo einum snúningi á í vetur með endurnýjun neyslustýringarinnar í nafni umhverfisverndar. Sama daginn var skattur á metangasi hækkaður um nokkur prósent.

Það skiptir engu máli hvort þú keyrir í Fiat 600 eða Cadillac Fleetwood. Aurarnir verða samt teknir því ríkissjóður þarf sitt. Hann hefur engan áhuga á umhverfisvernd og hún hefur aldrei skipt neinu máli í meðförum ríkisins á tekjustofnum. Tal um slíkt er hreinn fyrirsláttur, blaður, nákvæmlega eins og þegar Halldór E. hækkaði brennivínið hér um árið.

Guðmundur Kjartansson 

Guðmundur Kjartansson, 9.5.2011 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband