Sumir jafnari en aðrir ?

Nú er komið í ljós að á ári óttans í Kaupþingi, skulfu allir þar á bæ á beinunum en voru látnir halda að með því að hreyfa ekki við hlutabréfum sínum væru þeir að sýna samstöðu til að berjast fyrir vinnustað sinn og í þessari samstöðu berðust einn fyrir alla og allir fyrir einn sem jafningjar.

En ennfremur hefur komið í ljós að sumir voru jafnari en aðrir og ef þeir voru nógu stórir var í góðu lagi að þeir neyttu allra bragða til að skara eld að eigin köku og gæfu skít í alla samstöðu.

Ætlun þeirra var greinilega að geta haldið sínu þótt aðrir yrðu að blæða. 


mbl.is Ár óttans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ísland í hnotskurn.

Sumarliði Einar Daðason, 9.5.2011 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband