Til hamingju, vinur !

p1010011_1082574.jpg

Samvinna okkar hefur verið afar mikilvæg og gefandi og af því að ég hef fylgst dálítið með gerð myndarinnar um hann, veit ég að hún verður frábær og færir honum endanlega þá viðurkenningu sem hann á skilið sem afburða listamaður, fjölmiðlamaður og einstakur hugsjónamaður. 

"Síðustu dagar heimskautasvæðanna" er án efa ekki aðeins stórmerk mynd fyrir samtíð okkar um mann, sem hefur varpað einstöku ljósi á það mannlíf og dýralíf, sem nú er ógnað af mannavöldum á norðurslóðum. p1010013_1082580.jpg

Hún á eftir að verða enn mikilvægari og merkilegri eftir því sem viðfangsefni hennar verður stærra og dramatískara með hverjum áratug sem líður.

Flugið hefur verið vettvangur okkar og grasrótarflugið er okkur hugleikið, því það er undirstaða alls flugs og forsenda margs af því sem RAX hefur afrekað. 

Læt kannski fylgja með eina eða tvær myndir af því.  Til hamingju, vinur!

P. S. Fann myndir af túninu á Kvískerjum, þar sem hann var í sveit, og litla léttflugvélin hans er gul, til hægri á myndinni. Þarna var hann að fljúga til að taka myndir af Jökulsárlóni og fleiru og er á nærmynd að stilla litlu myndavélina ásamt Halldóri Kolbeins. 


mbl.is RAX frumsýndur á BBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband