14.5.2011 | 13:08
Hver var í kjól frá hverjum?
Ég bloggaði í gærkvöldi um það risastökk í menningarmálum, sem Harpa er, lítið minna en Þjóðleikhúsið fyrir 61 ári. Hélt að aðalatriðið í umræðunni væri frábær opnunarhátíðin og einstakir liðir hennar.
Harpa er tónlistarhús en engu að síður virðist það aðalfrétt dagsins og kvöldsins í gær hver hafi verið í flottustu fötum hjá "elítunni" eins og hún er kölluð í frétt um þetta á mbl.is, þar sem vísað er í 22 ljósmyndir af herlegheitunum.
Þetta minnir mig á magnaða ræðu sem Bubbi Morthens hélt þegar menningarverðlaun DV voru afhent í eitt skiptið á níunda áratug síðustu aldar.
Bubbi fékk ein verðlaunanna og þegar hann tók við styttunni hélt hann tilfinningaþrunginn reiðilestur, enda uppreisnargjarn ungur maður.
"Sjá þetta lið, sem er hér saman komið!" hrópaði Bubbi. "Þegar maður lítur yfir salinn og fylgist með fólkinu er auðséð að menningin er algert aukaatriði! Það er aðallega fylgst af gaumgæfni með því hvernig liðið á næstu borðum er klætt, í hvernig kjólum konurnar eru, hve dýrir þeir séu og hvar keyptir. Að ekki sé nú talað um skartgripina! Hvað skyldi það hafa tekið langan tíma að kaupa þetta og máta það og búa sig upp fyrir fata- og snobbkeppnina sem hér ríkir?! Menningarverðlaun? Nei, fatasamkeppni! Hvílík hræsni!"
Ég minnist þess hve flatt þetta kom upp á gestina, sem sátu sem þrumu lostnir.
Sjálfur gat ég þó ekki annað en brosað í kampinn. Sá, sem flutti þessa mergjuðu ræðu var nefnilega hugsanlega sá í salnum, sem hafði eytt hvað mestum tíma í að velja, kaupa og máta allt "outfittið" sem hann var í til að geta talist alvöru pönkari, húðflúrið, hanakambinn, gleraugun, hringina og allt það sem tilheyrði ekta pönkarafötum.
Þessir voru í Hörpunni í gærkvöldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Veit ekki með kjólana Ómar, en Jón Gnarr var víst í fötum frá Dressman Fashion House..
hilmar jónsson, 14.5.2011 kl. 13:18
Var það ekki McCartney sem sagði einhvern tíma á tónleikum sínum þegar hann var orðinn nógu fínn og frægur: "þeir klappi sem vilja - hinir mega hrista skartgripina sína"?
Kolbrún Hilmars, 14.5.2011 kl. 13:57
Nei það var Lennon, Kolbrún..
hilmar jónsson, 14.5.2011 kl. 14:26
Paul var sá prúði. Hann hefði aldrei látið svona út úr sér.
hilmar jónsson, 14.5.2011 kl. 14:30
Ég skil ekki færsluna þó ég hafi brosað yfir "innherjasögunni" af Bubba.
Ef þetta var menningar viðburður koma þá fjölmiðlarnir ekki til með að gera honum skil í einhverjum af sínum fjölmörgu menningarpistlum?
Ef þetta var kjólasýning, langar mig til að vita hver bar ábyrgð á kjólavali sjónvarpskynna RÚV.
Agla (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 14:33
Sæll Ómar, mér er svo sem alveg sama hvernig snobbið klæðir sig, en ég tek undir með honum Sigurjóni að það hefði verið vel til fundið að láta söfnunarbauk ganga. Þeir gera það í baptista kirkjunum hér vestra.
http://sigurjonth.blog.is/blog/sigurjonth/entry/1166627/
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 14:41
Takk Hilmar, ég var búin að gleyma hvor þeirra sagði þetta. En saga Ómars af Bubba minnti mig á þetta atvik.
Annars er ég sammála Ómari, aðalatriðið fellur í skuggann af hégómanum.
Kolbrún Hilmars, 14.5.2011 kl. 14:45
Merkilegt nokk þá hittirðu bara naglan beint á kollin Ómar.
Þetta er birtingarmynd "styrkjaelítunnar" sem ræður öllu núna á Íslandi og þú því miður hefur stutt með ráðum og dáð að því manni sýnist.
Liðið sem lítur niður á ærlega vinnu. Hún mengar nefnilega segja þeir menningarvitarnir.
jonasgeir (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 15:03
Er virkilega ástæða til að nöldra yfir því að e-r kjaftakiminn í Mogganum sér ástæðu til að minnast á þessa hlið mála? Það er óhjákvæmilegur fylgifiskur svona atburða.
Mér finnst það virðingarvottur við tilefnið og gagnvart samborgurunum að pússa sig upp.
Sigurbjörn Sveinsson, 14.5.2011 kl. 15:10
Ég sé ekki að Ómar sé að nöldra yfir einu né neinu, Sigurbjörn. Hann er bara að segja gamansögu sem bítur.
Óli minn, 14.5.2011 kl. 16:26
Er ekki adalatridid ad njóta hússins medan haegt er? Eftir 5 - 10 ár verdur thetta ordinn einn rydhaugur ad utan og sér ekki lengur út um saltétid glerid. Thad má vel vera ad thetta sé merkileg bygging, en tímasetningin á opnun hennar er einhven veginn í svo hróplegu ósamraemi vid ástandid í landinu, hvad svo sem menningar og styrkjaelítunni finnst nú um thad.
Halldór Egill Guðnason, 14.5.2011 kl. 16:40
Ég notaði ekki orðið "elíta" heldur vitnaði í orðalag fréttarinnar á mbl.is sem sagði frá þessari hlið opnunarhátíðar Hörpu.
Mikið er um það að dregið sé í dilka á milli þeirra sem vinna "ærlega vinnu" og "liðsins sem lítur niður á slíka vinnu".
Sjálfur byrjaði ég að vinna líkamleg störf í sveit og í borg um leið og það var mögulegt, en á þeim tíma var hægt að byrja á slíku í sveit um tíu ára aldur og í verkamannavinnu í Reykjavík um fermingu með því hugarfari að öll vinna væri göfug í anda þess sem mér var kennt: "Vinnan göfgar manninn.!
Það er leiðinlegt þegar stillt er upp sem andstæðum annars vegar "vinnandi stéttum" sem vinna "ærleg störf" og hins vegar einhverju letiliði sem liggir eins og ómagar á þjóðinni.
Nýlega kom fram að svonefnd "skapandi störf" en innan þess geira eru störf að listum og menningu, skapi tugi milljarða króna í tekjur fyrir samfélagið.
Össur, Marel og CCP eru góð dæmi um slíkt. Þau nútímaþjóðfélög sem ekki geta örvað og
Ómar Ragnarsson, 14.5.2011 kl. 18:09
þú gleymdir álverunum, vinnan göfgar líka þá sem vinna þar og skapar menningu og peninga fyrir samfélagið.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 19:42
Orðtakið gamla um grjótkastið og glerhúsin fellur aldrei úr gildi.
Sigurður Hreiðar, 14.5.2011 kl. 20:00
Sigurður Heiðar. Er þarna er komið hið margfræga glerhús sem þú ert að vitna í?
Benedikt V. Warén, 15.5.2011 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.