Ofan við miðju.

Söngvakeppni Sjónvarpsstöðva Evrópu hefur þanist út með árunum og þess vegna er 20. sætið hjá íslensku þátttakendunum í rúmlegu meðallagi miðað við keppnina síðustu 25 árin.

Það setur leiðinlegan svip á stigagjöfina að þjóðir mynda með sér augljósar blokkir og það voru mörg tilfelli í kvöld þar sem þjóð gaf efstu stigin til þeirra landa sem áttu landamæri með henni. 

Einkum var þetta áberandi í syðri og eystri hluta álfunnar en líka of áberandi hjá Norðurlandaþjóðunum, þar sem Íslendingar tók þó á sig rögg og gáfu stig til einnar af þeim þjóðum sem lengst er frá Íslandi. 

Til að milda aðeins það, sem sagt er um blokkamyndun þjóða verður þó að geta þess að  menningarheimar ráða miklu eins og til dæmis menningarheimur Norðurlanda. 

Þannig var lagið "Eitt lag enn" undir augljósum sænskum áhrifum og er besta "Geirmundarlagið" sem hann hefur ekki samið sjálfur, heldur einn af hljóðfæraleikurunum sem lék í hljómsveit hans, Hörður Ólafsson.

Á þeim tíma sem Eitt lag enn var við toppinn þurftu þjóðir að flytja lög á eigin tungumáli og auðvitað háði það Íslendingum alveg sérstaklega vegna þess að aðeins 0,005% Evrópubúa skilja íslensku. 

Ef lagið hefði verið sungið á ensku er hugsanlegt að það hefði sigrað. 

Mér fannst vænt um það nú að lög sem ekki hafa verið talin "Eurovisionlög" komust sum hver vel áfram eins og til dæmis ítalska lagið, sem féll mér auðvitað afar vel í geð. 

Ástæðan er vonandi sú að of mikil einsleitni og stöðlun á því hvað sé gott Eurovisionlag geti valdið offramboði af líkum lögum, sem skemma fyrir hvert öðru. 

Íslenska lagið var öðruvísi en diskókennda tónlistin sem er svo áberandi á okkar tímum og hefur sennilega grætt á því þegar upp var staðið. 

 

 


mbl.is Ísland endaði í 20. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Okkar framlag fékk hljómgrunn og stig ásamt öðrum og við getum vel við unað sem þjóð á meðal þjóða.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.5.2011 kl. 02:03

2 identicon

Stigagjöf Íslands til sálarlausrar iðnaðarframleiðslu Dana og Svía í þetta skipti er til skammar. Við ættum að losa okkur út úr þessum Norðurlanda-Evróvison klúbbi strax og láta slag standa þó það minnki eitthvað af stigum hjá okkur. Það fylgir því ónotakennd að fá stig á þeim grundvelli. Vera heiðarleg!

Sverrir (IP-tala skráð) 15.5.2011 kl. 07:06

3 identicon

Það sem menn þurfa að sjá, er að við hér í Evrópu getum ekki einu sinni komið okkur saman um músík.  Íslendingar eru ekkert skárri, ævinlega talað um "frændurna" og skammast út í þá, ef þeir gefa ekki stig.

Þjóðir Evrópu eru of margar, og þegar maður getur ekki einu sinni sameinast um hljómlist, þá eru engar líkur á að maður geti sameinast um aðra hluti.  Evrópa fellur ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.5.2011 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband