Ólíklegt að þetta breyti neinu.

Staðbundnar aðstæður á ströndinni suður af Grundartanga valda því að hlutfall norðaustanáttar er þar óvenju hát. Þess vegna mátti gera ráð fyrir því fyrirfram að mengað loft frá verksmiðjunum legði í bæina á ströndinni.

Ég hef áður bloggað um það hvernig horft er í gegnum fingur sér varðandi reyk frá járnblendiverksmiðjunni og mér skilst að verksmiðjurnar sjálfar þarna sjái um mælingar á útblæstri. 

Hér hefur verið landlægt að sjá í gegnum fingur sé við ýmsa starfsemi sem veldur mengun.

Er Funamálið í Skutulsfirði gott dæmi um það og ólíklegt verður að telja að hagsmunir tiltölulegra fárra, sem búa í nágrenni við jafn stórar verksmiðjur og eru á Grundartanga verði taldir skipta nokkru máli, jafnvel þótt mengun muni reynast mun meir en reglur sögðu til um. 

Í Hvalfirði hafa verið stofnuð samtök sem nefnast Umhverfisvaktin og eiga þau mikinn rétt á sér. En félagsfólk úr röðum þeirra hafa kvartað í mín eyru yfir þöggun og tómlæti hvað varðar það þegar pottur er brotinn í ýmsum efnum á verksmikjusvæðinu. 

Það rímar við það sem ég margbloggaði um í vetur um það hvernig skipstjórar á risaskipum, sem þurfa að losa sig við úrgangsefni af skipunum eru í sjöunda himni yfir því að fá að haga sér að vild hér við land, eitt allra landa, vegna algers tómlætis Íslendinga. 

Þess vegnar er ólíklegt að nokkur dauð hross verði til að hagga við neinu þegar STÓR-iðjan er annars vegar. 


mbl.is Telur flúormengun orsök veikinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband