21.5.2011 | 11:42
Ábyrgðarhluti.
Það er búið að spá svo oft heimsendi að enn ein heimsendaspáin ætti að hljóma eins og kallið í sögunni: "Úlfur! Úlfur! Samt er það mikill ábyrgðarhluti þegar einhver nær því að hrella þúsundir manna um allan heim með svona spá.
Því að það virðist sama hve augljós villa þetta er, alltaf mun finnast nógu margt trúgjarnt fólk sem lætur þetta hræða næstum úr sér líftóruna.
Predikarinn, sem kom þessu af stað, hefur hins vegar ekki aðeins uppskorið þetta umrót, heldur fær birtar af sér myndir í fjölmiðlum um allan heim. Er hugsanlegt að það sé undirrót þessa uppátækis?
Þetta minnir mig á SMS- og tölvupóstinn sem reglulega er sendur út til fjölda fólks með tilkynningu um það að viðkomandi hafi dottið í lukkupottinn og fengið risavinning og þurfi að gefa upp nokkrar upplýsingar um sig til þess að móttaka herlegheitin.
Því miður er það alltaf svo að það verða einhverjir sem láta blekkjast, og með því að vera nógu iðnir við kolann og senda nógu mörgum nógu oft svona skeyti geta þessir skúrkar féflett grandalaust fólk.
Nóg er ógnin af tilvist kjarnorkuvopnanna þótt ekki sé verið að bæta ofan á það með gersamlega fráleitum spádómum, því að með því er verið að bægja athyglinni frá því sem raunverulega þarf að takak á til þess að eiga öruggari tilvist á þessari jörð.
Heimsendapartý haldin víða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er líka ábyrgðarhluti að hrópa "úlfur!úlfur!" varðandi umhverfismál.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.5.2011 kl. 02:01
En hvað ef það er úlfur?
Og hvað með að stinga þá hausnum í sandinn?
Jón Logi (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 06:54
Í "Úlfur"Úlfur!", er enginn úlfur fyrr en í lokin. Svo þegar úlfurinn kemur, þá er það um seinan. Engin trúði ofnotuðu upphrópunarorðunum. Út á það gengur dæmisagan
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.5.2011 kl. 10:07
Ég veit það. En þetta er bara ekki rétt dæmisaga.
Jón Logi (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.