26.5.2011 | 17:58
Samband manns og náttúru eru mannréttindi.
Ég hef oft orðað það svo að við Íslendingar höfum landið að láni frá afkomendum okkar og séum með það í vörslu fyrir mannkynið allt eins og safnverðir, sem sjá um varðveislu dýrgripa.
Með ákvæðinu um náttúruauðlindir Íslands er tekið á því að við höfum landið að láni frá afkomendum okkar og með því að segja að þær séu ævarandi eign þjóðarinnar og nýtingin í samræmi við sjálfbæra þróun er jafnréttis kynslóðanna tryggt og sameiginleg eign þeirra á auðlindunum.
Hvað varðar þá hugsun að náttúran sé þrátt fyrir þetta ekki beinlínis eign okkar heldur séum við vörslumenn þeirra fyrir mannkynið allt, þá lít ég á tillögurnar um ævarandi "eign" okkar á þeim sem praktiska útfærslu á því.
Spurningin um meðferð okkar á yfirráðasvæði Íslands og nýtingu þess snýst í raun um fólkið og rétt þess frekar en náttúruna sjálfa.
Í stjórnarskrám annarra landa er víða fjallað um þetta í tengslum við mannréttindi og það var jú mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna sem gerði athugasemd við íslenska kvótakerfið.
Ævarandi eign þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eitt er það sem ég hegg eftir, og það er það, að hvergi sé ég skilgreiningu á því hvað náttúruauðlindirnar eru í raun. Fiskimið? Uppsprettur. Allt virkjanlegt til orku (og þarna verður málið flókið). Ræktarland? Afréttir?
Gildir þetta kannski einfaldlega með framsalsmöguleika gagnvart erlendum kaupendum?
Jón Logi (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 18:27
Það virðist við fyrstu sýn ætla að verða þannig að "nýja stjórnarskráin" verði líkari merkingarlausri 17. júní ræðu en nothæfu verkfæri. Hátíðlegt orðalag án raunverulegrar merkingar er notað þar sem þörf hefði verið á smásmugulegri nákvæmni. Óskilgreind hugtök sem hver leggur sína merkingu í og önnur sem ná yfir mikið víðara svið en höfundar gera sér grein fyrir. Jafnvel einhverskonar útópískir draumórar þar sem ekki má mismuna og allir eru jafnir en útkoman verður að 10 ára geta fengið bílpróf og barnaperrum má ekki mismuna við ráðningar á leikskóla. Útlitið ætlar að hafa vinninginn og árangurinn verður gagnslaust skrúðmælgis rusl.
sigkja (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 21:14
Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna gerði athugasemd við það að Ný Sjálenska ríkið yfirtók veiðirétt frumbyggja Nýja Sjálands, sem þangað fluttu um árið 1000.Ekki er annað vitað en þau sem skipuð voru í stjórnlagaráðið hafi þá stefnu að Íslenska ríkið svipti afkomendur frumbyggja Íslands veiðiréttinum sem er við íslenska sjávarströnd og færi hann til ríkisins.Þá hentar ekki stjórnlagaráðsmanninum Ómari Ragnarssyni að tala um Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna.Og Mannréttindanefndin ályktaði um mannréttindabrot á íslenskum sjómönnum, sem voru í raun útgerðarmenn í skilningi íslenskra laga.Og engin samtök íslenskra sjómanna hafatalið að um mannréttindabrot hafi verið að ræða.Og að auki þá hefur Mannréttindadómstóll Evrópu, sem er bindandi dómstóll fyrir ísland, vísað frá sambærilegu máli sem fór fyrir mannréttindanefndina.
Sigurgeir Jónsson, 26.5.2011 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.