5.6.2011 | 23:51
Einstakt fólk.
Fólkið, sem búið hefur á Kvískerjum í Öræfum í meira en hálfa öld hefur verið alveg óviðjafnanlegt fyrir fræða- og vísindastörf. Ég var svo lánsamur að kynnast því fyrst fyrir 54 árum þegar við bræðurnir, Edvard og ég, heimsóttum Jón bróður okkar sem var í tíu sumur í sumardvöld að Hofsnesi.
Ég gat ekki annað en minnst á Hálfdan Björnsson í umræðum hjá Stjórnlagaráði í vikunni um ákvæði í stjórnarskrá um frelsi fræða og vísinda.
Í upprunalegri tillögu að þessu var talað um æðri vísindi en sem betur fer var orðinu "æðri" kippt út, enda afar erfitt að draga línu á milli "æðri" og "óæðri" vísinda.
Stór hluti menningararfs okkar Íslendinga er fólgin í fræðastörfum, sem oft á tíðum hafa verið unnin af tiltölulega lítið skólamenntuðu fólki en því betur sjálfmenntuðu.
Hálfdan og verk hans eru mikils metin meðað náttúruvísindamanna og meðal annars má nefna, að ákveðin tegund af húsflugu, sem hann fann í Esjufjöllum hér á árum áður, var gefið alþjóðlegt nafn þar sem nafn Hálfdans er hluti nafnsins.
Einn afrakstur starfa bræðranna birtist vafalítið í verkum Ragnars Axelssonar, RAX, sem nam sem ungur maður visku þeirra og lífssýn.
Bræðurnir voru vísindamenn fram í fingurgóma og má sem dæmi nefna, að þegar ég tók við þá viðtal er þeir höfðu fundið og mælt næst hæsta foss landsins, spurði ég þá hvað hann væri hár.
Sigurður færðist undan og taldi mælinguna ekki nógu vísindalega nákvæma.
"Með hverju mælduð þið?" spurði ég.
"Með bandi, sem ekki var hægt að hafa alveg lóðrétt og því er óvíst að mælingin sé nógu nákvæm", svaraði hann. "
"Getur gefið mér einhverja grófa ágiskunartölu um hæð hans?" spurði ég.
Sigurður hikaði en svaraði svo: "Hann mældist svona sirka 134,5 metrar".
Hálfdán fékk Bláklukkuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.