Næstum búinn að drekkja aflakóngnum.

Atvikið á Hvammtanga í dag er ekki einsdæmi á sjómannadagshátíð.  Í svipinn man ég ekki föðurnafn Markúsar sem fann upp björgunarnetið "Markúsarnetið", en hann var ötull við að kynna það hvar sem því varð við komið.

Á sjómannadaginn í Ólafsvík varð ég þess var þegar ég kom þangað til að skemmta eftir að hafa skemmt á Grundarfirði og datt inn í miðja skemmtidagskrá í samkomuhúsinu, að fólk var æst yfir atviki sem hafði gerst fyrr um daginn. 

Markús hafði sem sé næstum því drekkt aflakónginum í höfninni í netinu, sem átti að bjarga honum. 

Hann flutti stutt ávarp á skemmtuninni og þá var hrópað framan úr salnum: "Þú varst nú næstum búinn að drekkja aflakónginum okkar í dag!" 

En Markús færðist bara í aukana við að fá þessa ádrepu og kallaði á móti: "Þetta sem gerðist í dag var afar mikilvæg sönnun fyrir því sem ég hef alltaf haldið fram að sé eitt það helsta sem gefur kenningum mínum gildi :  Það er DAUÐAHALDIÐ! DAUÐAHALDIÐ! sem sást svo vel í dag hvaða gildi hefur!" 

Síðan færðist Markús enn í aukana og bauð nú af ákafa svonefnd "fjölskyldunet" þeim sem kaupa vildu.

Stóðu þá nokkrir upp aftarlega í salnum og gengu út en Markús boðaði fagnaðarerindi sitt af enn meiri krafti en nokkru sinni fyrr. 


mbl.is Gleymdust í sjó í klukkutíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband