6.6.2011 | 22:53
Og hvað með það?
Ryan Giggs hélt við mágkonu sína. Og hvað með það? Kemur mér það eitthvað við? Nákvæmlega ekki neitt. Skiptir þetta einhverju máli fyrir fólkið hér uppi á klakanum í 2000 kílómetra fjarlægð? Það get ég ekki ímyndað mér.
Hefur þessi aukageta Giggs einhver áhrif á getu hans á knattspyrnuvellinum og þar með á gengi liðs hans? Ekki er finnst nokkur vottur um það.
Samt er þetta mest lesna fréttin í dag og voðaverk í Írak, kvótafrumvarpið og fleiri alvöru stórmál á heimsvísu og landsvísu fallaí skuggann.
Ryan Giggs hélt við mágkonu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru svona "Heffner" brögð í þessu. Fréttasnáparnir eru sjálfir á kafi í alls konar svalli og rugli, og eru með þessu að skíta út alla sem þeir geta komið auga á. Sérstaklega ef þeir eru stórir og vel metnir, til að afsaka eigin syndir. Svona eins og Hugh Heffner gerði á sínum tíma. Nú er það vinsælt að svína út menn sem hafa verið í gröfinni á áratugi, eins og Elvis Presley og mömmu hans, sem dæmi um ósmekklegheitin. Eða konunginn af Svíþjóð, og Silvíu drottningu hans ...
Tími til kominn að breita um fréttasnápa ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 08:40
Rétt er það. En kemur þér þetta við?:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/06/07/46_skolar_innheimta_skolagjold/
Hver stjórnar lánasjóðnum? Væri gott að fá helstu nöfnin birt.
Almenningur (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 11:01
Vinsamleg ábending:
Hef lengi talið Ómar Ragnarsson einn okkar einlægsta og fremsta unnenda lands okkar og náttúru. Finnst þessvegna ekki við hæfi að hann fylli flokk þeirra kjána, sem uppnefna landið okkar góða "Klaka"!!
Högni V.G. (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 11:31
ÍSJAKI, væri nær lagi þessa dagana
Hrúturinn (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 16:18
Landið heitir Ís-land. Samspil íss og elds gerir það einstætt í heiminum. Fyrir matvælaframleiðsluland er ís-nafnið dásamlegt því að það hefur skírskotun til ísskápsins sem varðveitir ferskleika matvöru.
Við erum Ís-lendingar. Klaki er annað orð yfir ís og að mínu viti ekkert niðrandi við það.
Það hefur léttari blæ en orðið ís og ekki veitir af á þessum síðustu tímum að geta litið með smá humor á sjálfan sig og þjóðina sem byggir Ís-land.
Gref kannski í gamni upp ljóðið "Ísland, ísinn og landið" sem er óður til íssins sem er helmingurinn af því orði sem táknar þjóðerni okkar.
En ljóðið byrjar svona og enginn hefur í mín eyru talið það vera niðrandi fyrir landið:
Ísland, landið sem kennt er við ísinn og klakann
og okkur finnst stundum svo myrkvað og stirðnað og kalt
að góðskáldin forðast að yrkja um garrann og rakann...
...þá vill okkur gleymast að ísinn er auðlindin mesta
sem úthlutað var okkur, smæstum í þjóðanna hjörð....
Ómar Ragnarsson, 7.6.2011 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.