Mesta váin því hún er lúmsk.

Kjarnorkuváin í heimin er ekki aðeins enn til staðar eins og það er orðað í frétt mbl., hún er meiri en nokkru sinni fyrr. 1983 munaði minnstu að eyðingarstríð brytist út vegna bilunar í kerfinu og mistaka en ekki vegna þess að það væri eitthvað sérstaklega ófriðlegt um þær mundir.

Af því að það hentar ekki hverju og einu kjarnorkuveldi er liggur þetta í þagnargildi. 

Stórfellt slys sem eyðir öllu lífi á jörðinni af mannavöldum vofir yfir því að lögmál Murphys lætur ekki að sér hæða. 

Ógnarjafnvægið svonefnda er nefnt með skammstöfuninni MAD, Mutual Assured Destruction. 

Á íslensku:  GAGA,  Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra.

Grundvöllur svonefnds fælingarmáttar þessara vopna felst í þeirri forsendu, að gagnaðilinn geti treyst því að viðkomandi kjarnorkuveldi muni beita vopnunum ef í harðbakkann slær. 

Að þetta sé látið viðgangast er svívirðilegt athæfi núlifandi kynslóðar á jörðinni, algerlega GAGA! 


mbl.is Kjarnorkuváin enn til staðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband