16.6.2011 | 10:32
Valdasókn framkvæmdavaldsins.
Bandaríkjamenn glíma við svipaðan vanda og flest önnur lýðræðisríki, það að framkvæmdavaldið seilist sífellt lengra í því að taka til sín vald, sem það ýmist hefur ekki eða mjög vafasamt er að það hafi.
Að því leyti sýnist mér það hið ágætasta mál að Obama Bandaríkjaforseti geti ekki bara rétt si svona ákveðið án góðs samráðs við þingið að fara út í hernaðaraðgerðir sem í raun hlíta eðli stríðs, þótt ekki sé um landhernað að ræða.
Sjálfsagt er að dómstólar fjalli um þetta mál, hvernig sem málinu lýkur.
Enda þótt Bandaríkjamenn kjósi oddvita framkvæmdavaldsins beint, gagnstætt því sem Íslendingar gera, hafa Kanarnir í lögum sínum ákvæði sem eiga að hamla gegn því að einn hinna þriggja valdþátta verði ekki of valdamikill.
Þess heldur er það slæmt þegar framkvæmdavaldið hér á landi fer offari gagnvart löggjafarvaldinu, eins og gert var í sambandi við innrásina í Írak 2003.
Í þeirri stjórnarskrá, sem Stjórnlagaráð vinnur nú að, er reynt að setja um þetta skýrari ákvæði en verið hafa og sömuleiðis að auka verkefni löggjafarvaldsins og efla stöðu þess gagnvart framkvæmdavaldinu.
Obama kærður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
LýðræðistillagaÉg undirritaður legg til að settar verði lýðræðislegar reglur um starfsemi allra félaga sem almenningur er skuldbundin til að vera í bæði beint og óbeint. Þá á ég við að reglur um kosningar til stjórna í slíkum félögum verði öllum félags-mönnum opnar svo jafnræði ríki. Dæmi um slík félög eru t.d. stéttarfélög bæði atvinnurekenda og launamanna. Þótt menn séu bundnir formlegri þátttöku eru þeir gerðir skyldir til að greiða í þessi félög reglubundin gjöld. Það er algengt að ekki er kosið í stjórnir stéttar-félaga á aðalfundum. Hafðar eru verulegar hindranir á því að menn geti boðið sig fram til trúnaðarstarfaAnnað dæmi um slík félög eru lífeyrissjóðir. Sjóðfélagar hafa enga aðkomu að kjöri stjórnarmanna í stjórnum lífeyrissjóða. Þá er þekkt að menn sem ekki eru félagar í lífeyrissjóðunum eru kjörnir af stéttarfélögum. Það er einnig yfirgengi-legt að ekki sé kosið í stjórnir á aðalfundu þessara sjóða. Heldur er handvalið bak við tjöldinn í þessar stjórnir. Þetta er því alvarlegra, að launamenn greiða í sjóðina heil 12% af þeim verðmætum sem laun og launatendur hluti er sem fer í sjóðina. Allar þessar greiðslur mynda ekki eign í sjóðnum heldur svo nefndan rétt. Þetta gerist þrátt fyrir að sjóðfélagar hafa enga formlega aðkomu að stjórnum þessara sjóða.
Þetta eru að sjálfsögðu ekki einu félögin, en ég á við öll félög sem þú verður að vera félagi í, án þess að þú hafir raunhæfan kost á því að standa utan við þessi félög.
Þessi tillaga var send stjórnlagaráðiKveðja Kristbjörn Árnason -081145 3429Kristnibraut 69, Reykjavík. Sími 5885750
kristarn@mi.is
Kristbjörn Árnason, 16.6.2011 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.