Ágætis gata.

Við bjuggum í tvö og hálft ár í kjallara í Sörlaskjóli 86.  Það voru góð ár.  Þegar vil fluttum þangað voru Jónína og Ragnar fædd, og Þorfinnur var þar fyrsta árið sitt.

Það var stutt að fara niður að sjó og börnin nutu þess. Eitt sinn datt þó Þorfinnur í sjóinn en var bjargað. 

Hið eina sem ég hafði við staðinn að athuga var kaldur norðanvindurinn sem leikur oft um Vesturbæinn þegar lyngt er og hlýrra í Austurbænum.

Þótt ég væri og sé enn gegnumblár Framari truflaði það mig ekkert að eiga heima í miðju KR-svæðisins. 

17. júní 1966 er mér enn minnisstæður.  Dagana á undan og sjálfan þjóðhátíðardaginn var einmuna veðurblíða, svo mikil, að ég tók málmblæjuna, sem var á nýja Bronkónum mínum, af honum og ók honum opnum þesssa daga.

Nóg var að gera 17. júní og flugið notað til að komast á milli staða, meðal annars flogið upp á Akranes og lent á Langasandi. 

Frábært var síðan að renna yfir miðborgina í bakaleiðinni og horfa í góðviðrinu yfir mannfjöldann. 

"Those were the days" var lag þessara ára, eða "Ó þessi ár!" eins og ég þýddi það og setti í fyrrahaust inn á ferilsdiskinn. 


mbl.is Sörlaskjól er gata Ellerts B. Schram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband