20.6.2011 | 21:44
Áhrif í báðar áttir.
Enn ein vísindaleg könnunin leiðir í ljós það sem flestum hefði átt að vera ljóst fyrirfram: Að hegðun foreldra hefðu mikil áhrif á áfengisneyslu unglinga sem og það hve oft og lengi þeir eru í samfélagi við aðra unglinga um slíkt.
Könnunin leiðir aðallega í ljós að neysla foreldra geti haft örvandi áhrif á neyslu unglinga en hitt er líka til í dæminu, að unglingarnir ákveði að lenda ekki í sömu vandræðum og foreldrarnir.
Foreldrarnir hafa áhrif á neyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar löng lífsreynsla er að baki og litið er yfir veginn til baka-þá stendur uppúr, félagahópurinn á unglingsárunum og skemmtanatískan. Ákveðinn hluti féll rækilega fyrir vímunni og fór illa. Langmestur meirihluti var í lagi. Ekki fannst mér þau heimili sem liðið kom frá skipta sköpum í hvora áttina afkvæmið leitaði til. Ég held að ofurnæmni fyrir áhrifum vímunnar á suma hafi ráðið. Það veit enginn fyrr en á reynir-og þá of seint.
Sævar Helgason, 20.6.2011 kl. 22:55
Hvað er "vísindalegt" í þessu samhengi? Þetta kallast kerlingaþvaður ... hvernig átt þú að geta gert "vísindalega" rannsókn á þessu? Hefur verið planteraðir tölvukubbar í heilabúið á foreldrunum og börnunum, og fylgst með þeim í nokkrar kynslóðir til að staðfesta þetta?
Þetta eru engin vísindi, og það ætti að vera hverju smábarni ljóst. Að börnin hafi eins og fyrir þeim sé haft, gengur of langt í þessu tilviki. Að tala um "börn" þegar þau eru orðin fullorðin, er alveg fráleitt. Börnin þín eru engin heimsk og hugsunarlaus dýr ... og að börnin skulu ganga um, og klaga foreldra sína í sí og æ, til að ná athygli. Segir meir um barnið, en foreldrið ...
Við ættum kanski að fara að ræða um "genið" í börnunum ... það eru kanski gegnin í ykkur foreldrunum, sem gerir það að verkum að börnin eru hjálparlausir aular, sem ekki ráða sér sjálfir. Ekki getað myndað eigin skoðanir, eða fetað í eigin fótspor ...
Ekki? Þá eru þetta engin vísindi ... heldur skoðanir.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.