Óhjákvæmlegt.

Olíuframleiðsla heimsins hefur þegar náð hámarki og það er ekki spurning um hvort heldur hvenær hrun hennar verður. 

Meðan verð á eldsneyti var mun lægra hér á landi brugðust landsmenn við því með því að koma sér upp bílaflota sem er hinn eyðslufrekasti í Evrópu.  

Dæmi um svona lagað má finna í nokkrum ríkjum utan Evrópu og eru Bandaríkin eitt besta dæmið um það.

 Afleiðingarnar blasa við hvað þau varðar: Íbúar þeirra, sem eru 5% af mannfjölda jarðarinnar, nota 25% af orkunni. 

Eldsneytisverð er álíka hátt hér á landi og í öðrum löndum Evrópu og það er að mínum dómi óskhyggja að vilja að farið sé niður fyrir einhver "þolmörk" sem urðu tll í óeðlilegu og óheppilegu ástandi, sem nú bitnar á okkur í formi bílaflota, sem er með allt of marga stóra að eyðslufreka bíla.

Enginn skattagning er gallalaus en skattlagning, sem kemur beint á eldsneytisverð, er sú skásta, því að henni fylgja minnstu skattsvikin og fæstu undankomuleiðirnar til að fara fram hjá skattlagningunni.

Hún kemst næst því að "sá greiðir sem notar".

Íslendingum er bráðnauðsynlegt að draga það ekki að búa sig undir olíukreppuna, sem við blasir á næstu áratugum og mun fara miklu lengra fram úr þeim "þolmörkum" sem nú er rætt um.

Fáar þjóðir eiga eins góða möguleika á því og Íslendingar að færa sig yfir í aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. 

Þess vegna sýnist mér það ekki af hinu góða að vera að sveigja orkunotkun okkar til baka yfir í það bruðl með eldsneyti sem lægra eldsneytisverð veldur.

Það mun bara tefja þá óhjákvæmlegu og nauðsynlegu þróun í orkunotkun, sem framundan er, fyrr eða síðar. 


mbl.is Þolmörkum náð fyrir löngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hárrétt hjá þér Ómar. Fyrir utan það eru bílastæði á útsöluverði í Reykjavík meðan verið er að draga úr almenningssamgöngum.

Í stað þess að huga að alvöru atvinnu- og verðmætasköpun eru hugmyndirnar að lána ennþá meira fé og búa til og breikka vegi til að enn fleirri bílar geti keyrt á þeim.

Það er verið að grenja úr sér augun yfir háu olíu/bensínverði. En í raun er verið að selja ódýrasta bensín Evrópu ef miðað er við það að verið er að niðurgreiða gjaldeyri til að flytja það inn. Aflandsgengi íslensku krónunnar er um 250-260 Íkr per € og um 33 Íkr á Nkr og í Norgi þar sem ég þekki til er bensínlíterinn seldur á milli 14-15 krónur líterinn og það gerir á aflandsgengi (sem er nær raungengi en Seðlabankagengið) kostar þá lítirinn af bensíni næstum 500 íkr.

Olíu- og bensínverð mun margfaldast á næstunni og þeir sem grenja hæst núna munu minnast þess tíma þegar bensínslíterinn kostaði minna en 250 íkr.

Hvaða verðmætasköpun verður til í því að fólk keyrir austur fyrir fjall og kaupir pulsur og kók í næstu sjoppu?

Gunnr (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 14:03

2 identicon

Núverandi álagning ríkisins á eldsneyti er ekkert annað en dónaskapur og fjárhagslegt einelti við bíleigendur.  Meira segja svæsnustu metan og rafbílaperrar hljóta að sjá það, að þegar að þú borgar 234 krónur á dælu þá fara 130 krónur í skattkassann til þess að bera uppi sjúkt og lamað almannatryggingakerfi, ráðuneyti og hugsanlega flísalögn í einhverju sendiráðinu.

Ef að skatturinn af eldsneyti færi í vegagerð og uppbygginu því tengdu þá væri fólk að öllum líkindun ekki sívælandi yfir þessu bensínverði en afþví að þessir krypplingar geta ekki tvöfaldað Suðurlandsveginn nema frá Lögbergi og uppí Svínahraun nema að viðra einhverjar Stazi ættaðar vegtollahugmyndir þá hefur fólk fullan rétt til þess að tala um okur-álagningu á eldsneyti.

Stebbi (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 18:07

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Sjúkt og lamað almannatryggingakerfi." Þú heldur sem sé, Stebbi, að það verði öflugra með því að minnka það fé, sem hægt er að fá til þess að reka það?

Ómar Ragnarsson, 21.6.2011 kl. 19:14

4 identicon

Minnihluti bílatengdra álagninga enda í vegakerfinu.

Að mínu mati á að binda það í lög að allar bílatengdar álagningar fari beint í vegakerfið. Fasta krónutölu á líterinn sem er endurskoðuð árlega.

Vilja menn í alvöru að þetta endi þannig að líterinn verði á 500 kr meðal annars vegna þess að ríkið taki 250? Það virðist vera þróunin.

Ég er alveg tilbúinn að sætta mig við það að heimsmarkaðsverð fari hækkandi, en það er óþarfi að bæta heimatilbúnum öfgum ofan á það. Ef það þarf að hækka skatta þá á að dreifa því sem mest í stað þess að níðast alltaf á sömu hópunum aftur og aftur.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 20:45

5 identicon

Ég er sammála því sem 'Stebbi' sagði. Hann var bara að benda á að skattpeningarnir af bensíniu fara ekki í það sem þeir ættu að fara (sem ætti auðvitað að vera vegakerfið og ekkert annað) heldur fara þeir í það sem hann myntist á og sitthvað fleira bull. Ef þessir skattpeningar hefðu farið í vegakerfið frá upphafi þá væru vegir landsins eflaust betri. Auðvitað er ekkert kerfi fullkomið og slíkt en ef þessi breyting yrði gerð þá myndi ég sætta mig við þessa álagningu og fólk almennt held ég.

Þórarinn (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband