Fornbílar fyrir sunnan, flugvélar fyrir norðan.

Jónsmessuhelgin er mér erfið ár eftir ár því að þessa helgi eru haldnar samtímis tvær hátíðir sem ég þarf að velja á milli, - annars vegar Landsmót Fornbílaklúbbs Íslands og hins vegar Flugdagur á Akureyri. 

Ofan á þetta bætist í ár, að ég þarf að nota helgina til að koma ökufærum bíl upp á Sauðárflugvöll norðan við Brúarjökul og byrja á að snyrta völlinn og fara burt með bíl sem er bilaður þar. 

Ég hef starfað í Flugklúbbi Íslands, Akureyri, meira og minna í  meira en þrjátíu ár og verið starfsmaður á Flughátíðinni árlega um langt árabil. 

Fyrir bragðið verður valið ævinlega það sama, - fornbílaáhuginn líður fyrir flugáhugann. 

Eina smá huggunin er að til starfa á Flughátíðinni á fornbíl, Subaru ´81, sem ég notað í snatt á Akureyri og kvikmyndagerð á Norðausturlandi og dugar vel. Góða helgi!


mbl.is Landsmót Fornbílaklúbbsins hafið á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Það er ekki skrýtið, að þú eigir í erfiðleikum með að velja á milli þinna ofurhæfileika. 

Þú ert nú bara 100% snillingur sem íslendingar eru svo heppnir að eiga allir pínulítið í, hvort sem er á bílaáhuga-sviði þínu, flugáhuga eða öðrum sviðum.

Gleymum ekki Stikluþáttunum þínum, sem eru ó-verðmetanlegar heimildir, þegar fram líða stundir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.6.2011 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband