Annað Öskubuskuævintýri, hið fyrra var KA.

Í kringum miðjan sjöunda áratuginn var lið ÍBA besta liðið á Íslandi. En það vorar yfirleitt talsvert síðar á Norðurlandi en fyrir sunnan og því töpuðu Akureyringar yfirleitt í upphafi mótsins og urðu því aldrei Íslandsmeistarar. 

Enginn átti von á því að KA eða Þór gætu hampað bikarnum úr því að sameinað lið gat það ekki.

En síðan kom Guðjón Þórðarson til skjalanna og sannaði það, að stundum dugar ekki venjuleg samlagning til að finna út hve gott lið eða hópur er.

Stundum verður útkoman stærri en samtala einstaklingsgetu hvers og eins og KA varð Íslandsmeistari. 

Góð dæmi eru bestu kvartettar Íslands, svo sem MA-kvartettinn, þar sem gæðin urðu samtals meiri en nam samtölu getu einstaklinganna.

Á hinn bóginn var Einsöngvarakvartettinn skipaður fjórum af bestu einsöngvurum landsins og hefði því átt að verða langbesti kvartett Íslandssögunnar en varð það því miður ekki, því að það var svo augljóst að það voru fjórir einsöngvarar að syngja í einu en ekki mjúk og samstæð heild. 

Á sínum tíma komu knattspyrnumennirnir í Víði í Garði á óvart og nú eru það knattspyrnumenn úr aðeins 970 manna vestfirsku samfélagi sem er yst á jaðri byggðar á norðvesturhorni landsins.

Þetta er sannkallað Öskubuskuævintýri og ástæða til að óska þjálfara, leikmönnum og Bolvíkingum til hamingju með hinn ótrúlega sigur. 


mbl.is Erum frekar hátt uppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Guðjón er galdramaður

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.6.2011 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband