27.6.2011 | 11:15
Dýrkeypt tilraun.
Í bók sinni Mein Kampf lýsti Hitler þeirri sýn sinni að Þjóðverjar næðu völdum yfir hinum miklu kornræktarlöndum sem voru á yfirráðaræði Sovétríkjanna í Ukrainu og Rússlandi.
Hið kommúniska skipulag lék landbúnaðinn á þessum svæðum hins vegar svo grátt að síðustu áratugi Sovétríkjanna varð að flytja inn korn til að brauðfæða þjóðina.
Fyrsta tilraunin til að þjóðnýta landbúnaðinn í kommúnisku kerfi var gerð yrir meira en 80 árum. Þegar í upphafi gafst þetta svo illa, að slegið var af með svonefndri NEP-stefnu.
En þegar Stalín hafði hrifsað til sín alræðisvald gekk hann alla leið með þeim afleiðingum að milljónir, jafnvel tugir milljóna manna dóu úr hungri.
Og Maó vílaði ekki fyrir sér í Kína að taka "Stóra stökkið fram á við" með þeim afleiðingum að aftur kostaði þessi dýrkeypta tilraun tugi milljóna manna lífið.
Nú er firrt alræðisstjórn kommúnista í Norður-Kóreu að framkvæma þetta í þriðja sinn með hörmulegum afleiðingum.
Svo er að sjá að ofsatrúarmenn varðandi óheftan kommúnsima eða kapítalisma geti ekki sætt sig við þá lærdóma, sem af kreppum þessara kerfa má draga, heldur þurfi að gera sömu misheppnuðu tilraunirnar aftur og aftur áratugum og hugsanlega öldum saman, ef svo ber undir.
Hungur sverfur að Norður-Kóreumönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mig minnir að uppskeran árið 2010 hafi verið sú besta í Norður-Kóreu í áratugi.
Mig grunar að þeir séu bara að hamstra matvælum til að réttlæta tilvonandi valdatöku sonar Kim Jong Ils, því þá opna þeir bara geymslurnar og tala um hvernig maðurinn gat á einni viku snarbreytt ástandinu.
Arngrímur Stefánsson, 27.6.2011 kl. 12:15
Það var oft ágætis uppskera í gamla Sovét, en mikið skemmdist út af systeminu. Þeir voru stífir með vinnutímann, þannig að uppskera fór forgörðum vegna þessa (rigndi í heyið hjá þeim á meðan mannskapurinn var í fríi, ekki þreskt milli kl. A & B o.s.frv.), og svo var oft vesen á þeim með flutninga og geymslur.
Ætli það sé ekki bara svona hjá hinum kommunum líka.....
Jón Logi (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.