Upplegg fyrir næsta hrun.

"Nýta tækifærin!"  "Meiri sókndirfsku!" "Meiri áhættusækni!"  Mér finnst eins og ég hafi heyrt þetta áður. 

Það var á árunum fyrir Hrunið.  Nú glymja þau aftur og falla í góðan jarðveg af því að í raun hefur hugarfarið ekkert breyst. 

Skyldi þessi prófessor í viðskiptafræðum hafa kynnt sér eðli jarðvarmans hér?  Veit hann að nú þegar er gengið hraðar á auðlindina en svo að hún geti endurnýjað sig?  Veit hann að á Nesjavalla-Hengilssvæðinu er þegar um rányrkju að ræða og að öll viðbót við vinnslu það þýðir meiri rányrkju?

Ég efast um það vegna þess að frá Íslendingum hefur hann aðeins heyrt stanslausan söng í mörg ár um það að stunduð sé sjálfbær þróun með endurnýjanlega og hreina orkulind.

En það er dýrleg tónlist í eyrum stóriðju- og virkjanafíklanna að heyra "virtan" erlendan fræðimann ráðleggja okkur Íslendingum á þennan veg.

Því að jarðvarmahrunið, sem óhjákvæmilega mun fylgja því ef pumpað verður 3-4 sinnum meiri orku úr jarðvarmasvæðunum en þau standa undir til lengri tíma kemur ekki alveg strax og á meðan eigum við að baða okkur ljóma þessarar orkuvinnslu og gefa skít í það, hvernig á að bregðast við orkuhruninu, sem verður eftir 40-60 ár.

Í ofanálag auglýsir Landsvirkjun tvöföldun orkuvinnslu á næstu 10-15 árum. Áður hafði hún verið ríflega tvöfölduð á fáum árum þannig að í raun er verið að tala um fjórföldun.

Bandaríski prófessorinn hefur áreiðanlega ekki hugmynd um þau náttúruverðmæti sem fórna á fyrir þessa loftkastala sem taka eiga við af hrundum bankahöllum.

Það hefur ekkert breyst við Hrunið.  Upplegg fyrir það næsta er í fullum gangi.  


mbl.is Íslendingar of varkárir í jarðvarmamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Ég tel að þessi prófessor sé ekkert annað en blaðurs-böggull. Ef ég væri í ábyrgðarstöðu, þá tæki ég ekki mark á einu einasta orði frá þessum manni, og því síður færi ég eftir einhverju af hans ráðleggingum.

Það eina sem á að gera til viðbótar í orkuöflun er það, að virkja fyrir nýtt álver við Húsavík. Síðan ekki fleiri álver á Íslandi, og engin fleiri fyrirtæki sem krefjast mikillar orku, - punktur. Helguvíkur-æfintýrið á af slá af.

Skruminu frá Landsvirkjun (í annari frétt), um einhvern framtíðar "ofsa-gróða" á að fleygja á haugana.

Tryggvi Helgason, 28.6.2011 kl. 21:44

2 identicon

Spyrillinn í Kastljósi var eitthvað utan gátta og ekki starfi sínu samboðin.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 23:20

3 identicon

"Sérfræðingur/ar segja."

Þessi upphafssetning segir mér að nú eigi að fara að ljúga

að mér.

Skuggi (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 23:23

4 Smámynd: Dexter Morgan

Nákvæmlega. Þetta var akkúrat hugsun mín þegar ég heyrði í þessum gaur. Og þar við bætist, eins og Tryggvi Helgason #1 benti á, þá fannst mér þessi "frétt" frá LV algjörlega óboðleg. Menn geta alltaf reiknað sig í einhvern ofsagróða með einhverjum forsemdum sem aldrei verða að veruleika.

Nú ríður á við VIÐ; eigendur þessara dýrmætu orku, pössum hana vel fyrir svona "erlendum sérfræðingum" !

Dexter Morgan, 28.6.2011 kl. 23:38

5 identicon

Kastljós kvöldsins var afar óþægilegt 2007 Déjà vu: "sérfræðingur" að veifa framan í okkur ríkidæmi og frægð ef við bara kokgleypum bullið á stundinni - og steinsofandi þáttastjórnandi.

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 23:48

6 identicon

Ísland ætti hins vegar að beita sér mun meira fyrir því að gera út sérfræðiþekkingu sína í þessum málum. Það er þegar byrjað en ekki í svo miklum mæli að senda íslenska sérfræðinga til dæmis til Indlands. En með alla þessa þekkingu á nýtingu og tækni í þessum geira þá gætum við orðið leiðandi í því að væða heiminn í jarðvarmanýtingu.

Og að sjálfsögðu þarf að hafa hemil á uppdælingu því annars tæmist varmaforðinn og virkjanirnar eru þá tilgangslausar.

Jón (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 01:52

7 identicon

Til viðbótar við ofanritað: Það er banki í eigu erlendra vogunarsjóða, sem eru að græða gríðarlega á kröfunum, sem þeir keyptu fyrir smápeninga, sem er að standa fyrir þessum "jarðhitaklasa" eða hvern fjárann þeir kalla það. Þeir ætla sumsé að komast yfir jarðhitalindir hér, tæma þær og græða á þeim og fara svo. Þegar við göngum í Evrópusambandið verða svo ríkið og sveitarfélög að selja orkufyrirtæki og veitur, því það er óheimilt skv. reglum ESB að ríki og sveitarfélög eigi og reki slík fyrirtæki á því sem þar er kallað samkeppnismarkaður. Hver kaupir t.d. Landsvirkjun og Orkuveituna?

Bensi (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 06:27

8 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Sennilega ætti að setja það inn í hina nýju stjórnarskrá að banna að auðlindir landsins séu nýttar og þjóðin megi als ekki hafa arð af þeim,því það gæti mynnt á árin fyrir hrun.

Ragnar Gunnlaugsson, 29.6.2011 kl. 08:38

9 identicon

Sæll Ómar

Ég var að ljúka við Bs ritgerð um endurnýtanlega orkugjafa og rakst á umfjöllun um "grænustu" þjóðir heimsins.

Samkvæmt þessum upplýsingum þá var ca 98.5% af orku Íslands umhverfisvæn orka og annað sætið var ca 40-50% (ég man ekki hvaða land það var því þessar upplýsingar nýttust mér eigi).

Þú hefur sem persóna 100% virðingu mína (ég hrífst mjög af heiðarlegum baráttumönnum)en ég geng ekki í takt við þínar skoðanir á umhverfismálum.

Ég tel að 90% þeirra sem urruðu hæst yfir Kárahnjúkum var fólk sem heyrði nafnið í fyrsta skiptið sama daginn og þeir ákváðu að mótmæla framkvæmdum þar.

Ef við tökum mengunarvandamálið á alheimsvísu, er betra að mynda rafmagn með kolum, olíu eða gasi fremur en fallvatni ?

Orkuna þurfum við og þá hlýtur að vera "greater good" að gera það á umhverfisvænan hátt.

Um fjármálahlið virkjana Íslands vil ég ekki fjalla um en ég tel að þar sé illa gefið og verr unnið úr gjöfinni.

runar (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband