6.7.2011 | 14:00
Alger sérstaða Vestfjarða.
Vestfirðir eru sá hluti landsins sem verst er settur í samgöngumálum, sem eru langmikilvægasti málaflokkurinn varðandi það að halda uppi nútímalegu samfélagi með þeirri þjónustu og aðstöðu sem það krefst.
Vestfirðir eru eini landshlutinn sem ekki er með flugvöll, sem hægt er að fljúga til í myrkri. Þetta er sérstaklega bagalegt í svartasta skammdeginu og í raun algerlega óviðunandi.
Ofan á þetta bætist að á veturna er ófært landleiðina á milli tveggja helstu kjarna landshlutarins nema að aka upp undir 700 kílómetra langa leið á milli þeirra í stað þess að fjarlægðin er innan við 200 kílómetrar ef fært væri á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.
Það er því svo sannarlega tímabært að innanríkisráðherra kynni sér samgöngumálin í þessum afskipta landshluta.
Ögmundur kynnir sér vestfirska vegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lansbyggðapólitík vs. hagkvæmni.
Hversu margir þurfa að búa á a-o stað til þess að farið sé í jargöng og læti?
Væri ekki hagkvæmara að flytja alla íbúa í burt og koma fyrir annarsstaðar?
Sameining er uppáhaldsorð Helferðastjórnarinnar en aðilar þeirrar ríkisstjórna (sem ekki kunna að reikna) gera sér enga grein fyrir tað til að réttlæta sameiningu .þarf að verða sparnaður.
Sama er með byggðir landsins.
Hver kílómetri af gögnum kostar um 3-4 milljarða eða svipaða upphæð og að byggja hús fyrir hvern og einn í 100-150 manna bæjarfélagi. Það þarf því 200-250 manns til að réttlæta hvern kílómetra af göngum og þá falla í raun flest plön milli byggða á vestfjörðum.
Það hefði því verið hægt að flytja 85% af öllum íbúum vestfjarða á einn stað og byggja þar handa þeim hús fyrir peningana sem fóru t.d. í Hörpuna.
Ögmundur ætti kannski frekar að vera að kynna sér elliheimilin á landinu enda llíklegra að hann endi á einu slíku áður en göng og malbik verða komin í hverja byggð á vestfjörðum.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 14:40
Óskar, Til að byrja með þá kosta göng ekki 3-4 miljarða per km heldur um 1
Þar fyrir utan óskar, er þetta hjá þér "dauðadæmt" fyrir fram og það sægirðu ef þú myndir stoppa eitt andartak og hugsa. Það yrði lengra á miðin með tilheyrandiaukakosnaði. Heldur þú til dæmis að ferðamenn komi eingöngu til að skoða reykjarvík? Hvernig er td með rafmagn? eða reka orkustöðvar sig bara sjálfar?Eða af draugum? Tröllum jafnvel? Það er engan veginn tæmandi talning en dugir.
Óskar við númer eitt, það var um 280.000 þegar hvalfjarðargöngin voru byggð, 300.000 þegar héðinsfjarðargöng voru byggð og 305.000 þegar óshlíðin var boruð þannig að svarið við þessari spurningu er fjöldi Íslendinga á hverju sinni, um 318.000 síðast þegar ég athugaði.
Við tvö, Kannski í ýminduðum heimi, þínum jafnvel og gæti gengið utan raunveruleikans, en ef þú ert að tala um af fullri alvöru þá er svarið Nei og rök komu efst.
En sem viðbót við eitt, þá sparar gangnagerð peninga, og það í stórum stíl. Það minkar snjómokstur sem getur verið stórkoslegur á vestfjörðum td, styttir vegakerfið, minkar viðhald og rekstur vegakerfisins, bætir samgöngur, sparar mannslíf og fleira í þessum dúr. Vegir eru gerðir fyrir fólkið í landinu, bæði Íslendinga og útlendinga. Landsbyggðarfólk og höfuðborgarbúa.
Þar fyrir utan hafa flestir sem búa út á landi ekki áhuga á því að búa í Reykjarvík, af skrifum þínum að dæma hefur þú aldrei komið út á land og skilur því ekki hvers vegna
Brynjar Þór Guðmundsson, 6.7.2011 kl. 17:10
Ég held að það mætti nú bara flytja marga af mölinni út á land. Þar er nú einu sinni útflutningsframleðslan mestöll, og segi ég það fyrir mig sjálfan sunnlendinginn, að fyrr flytti ég vestur en til Reykjavíkur.
Það örlar á uppgangi á Vestfjörðum skilst manni, á meðan draugahverfi standa í Reykjavík. Minnir á samsæriskenninguna í "Dauðarósum" eftir Arnald Indriðason.
Jón Logi (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 20:34
Vestfirðir eru náttúruperla sem ferðamenn vilja gjarnan sjá og er ekki til annarstaðar- því halda sumir að það að halda uppi samgöngum se bara fyrir einhverja LANDSBYGGÐARDURGA sem virðist vera skammaryrði ferlegt !
Erla Magna Alexandersdóttir, 6.7.2011 kl. 20:48
Af skatttekjum ríkisins, skila sér eingöngu helmingur aftur út á land. Reykjavík er ekki sjálfbær, hún þarf á að halda að peningar af landsbyggðinni skili sér þangað til að halda uppi atvinnustiginu. Ég myndi gjarnan vilja að sveitarfélögin tæku að sér skattheimtu og þau ákveddu hvaða þjónusta er keypt af ríkinu. Þá gætum við ráðið því hvað stór hluti þessa fjár yrði eftir í héraði.
Ef leggja á niður byggð, er það á vissan hátt eðlilegra að sú ákvörðun sé tekin af til þess kjörnum fulltrúum, ekki kvótagreifum eins og staðan er í dag. Ef ríkið vill kaupa húsið mitt og leggja niður þessa byggð, þá yrði það að vera pólutísk ákvörðun. Ég hinsvegar reikna með því að taka við aurunum og hypja mig úr landi. Ef ég fæ ekki að búa á þessu svæði, hef ég ekkert á Íslandi að gera.
Það er með ólíkindum að vegamál á Vestfjörðum sé áratugum á eftir öðrum landssvæðum. Hvergi á landinu annarsstaðar, er enn notast við vegi sem lagðir voru á árunum á milli stríða. Lokið var við að leggja veginn um Hrafnseyrarheiði árið 1949, en það verk tók líklega um 15 ár. Vegurinn var fyrstu árin lagður með hestakerrum og handverkfærum, en þau síðustu, var notast við jarðýtu. Vegurinn um Hrafnseyrarheiði er í raun stórmerkileg heimild og ætti að friða. Því ríkari er nauðsynin að leysa veginn af með nútíma hætti, þe. jarðgöngum.
Sigurður Jón Hreinsson, 6.7.2011 kl. 23:13
Sem Sunnlendingur varð ég hissa hversu góðir vegirnir voru á Vestfjörðum árið 1980.
Altso, miðað við umferð, og svo var þetta að sumarlagi.
Ég held að Vestfirðingar hafi nú ekki farið illa úti í þjóðvegaframkvæmdum pr. mann miðað við marga aðra síðustu 15 ár eða svo.
En....góðar samgöngur um Vestfirði eru óneitanlega þjóðarbót eins og stendur. Það verður þó aðeins að sýna gát, að ekki sé bara borað og brúað á einum kjálka...
Jón Logi (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 23:31
Það er ekki róið frá byggðarlagi þar sem enginn býr. Þegar íbúarnir eru þar ekki lengur þarf ekki að moka snjó eða byggja göng og ekkert er flutt þangað né þaðan.
Ferðamen og aðrir komast yfirleitt ekki til vestfjarð, né vilja það yfir veturinn og yfirleitt þarf lítinn snjó að moka á sumrin.
Annað er að olíukostnaður og vegaslit við að flytja framleiðsluna fyrst til útnára (gámur undir fisk t.d.) og síðan þaðan aftur til að fara í útflutning frá Reykjavík eða Reyðarfirði (ekki er flutt mikið frá öðrum höfnum alla jafna) er gríðarlegur og munurinn þar á myndi í flestum tilfellum borga sig að sigla meginpartinum annað (Hvammstangi, Grundarfjörður, jafnvel Reykjavík)
Sköpun útflutningsverðmæta er lítið mál að flytja eins og hvað annað.... enda ættu þeir að vita það sem selt hafa kvóta úr byggð sinni.
Óskar Guðmundsson, 7.7.2011 kl. 08:13
Óskar Guðmundsson og Óskar Guðmundsson, ég geri ráð fyrir því að um sé að ræða einn og sama manninn.
Óskar, óttalega er þetta þunnt hjá þér. Flestir færu frekar út en að flytja til Reykjarvíkur og á það við bæði um fólk og fyrirtæki þannig um er að ræða hreint tapí á fólki, skatttekjum og gjaldeiri þannig að þetta er ekki hugsað til enda hjá þér. Annað, Landsbyggðingreiðir meira í ríkiskassan en kemur til baka þannig að nota sjómokstur og vegagerð sem átillu er galllaust.
http://vifill.vesturland.is/Vifill RSP 1 2005.pdf
Hér er skýrsla um þetta ákveðna málefni. Síða 12. "Reykjarvík skaffar 42% af ráðstöfunartekjum ríkissjóðs en fær 75%" Áttu eitthvað svar við þessu?
Þar fyrir utan, Óskar þá svarar þú ekki spurningum og fullyrðingum margra. Þar fyrir utan þá væri alveg í lagi ef þú tækir upp á því og kæmir með eitthvað sem hald er í en ekki bara eithvað bull.
Brynjar Þór Guðmundsson, 7.7.2011 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.