Grímsvatnagosið bætist við.

Það er ekki aðeins að askan frá Eyjafjallajökli hafi haft áhrif á viðkvæma afrétti og hálendi.

Fyrst eftir Grímsvatnagosið var litadýrðin mikla að Fjallabaki horfin undir öskulag sem máði út skerpu litanna. Snjór var öskugrár.

Í flugi frá Hvolsvelli í dag um Landmannaafrétt til Veiðivatna og aftur til baka yfir Torfajökul og vestari hluta Syðri Fjallabaksleiðar kom í ljós að askan hefur fokið mikið til og rigningar þvegið talsvert af öskulaginu sem máði út skörp litbrigði þessa svæðis.

En snjóskaflar eru áfram öskugráir.

Það er þekkt fyrirbæri að land á láglendi er fljótara að taka við sér og verða gróið en á hálendi.

Þannig er áberandi hvað hraun eru fljót að fyllast af blöndu af sandi og gróðri á láglendi en halda sér hins vegar miklu betur þar sem hærra dregur.


mbl.is Áhrif gossins koma í ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar

Það er líka stórmerkilegt við þessa frétt að Landgræðslan minnist ekki á eina mestu gróðureyðinguna sem orðið hefur í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli, en það er landbrot á Markarfljótsaurum þar sem fljótið brýst sífellt lengra til norðurs og er komið upp undir túngarð á bæjunum Fljótsdal og Barkarstöðum. Lauslegt mat er að einhverjir ferkílómetrar séu orðnir að gróðurvana farvegum sem fýkur úr í minnsta þurrki.

Einhver kattarþvottur er þar í gangi til að  verja þjóðveginn en land sem greri upp eingöngu með því að vera friðað fyrir vötnum er víst ekki mikils metið hjá Landgræðslunni. Landeigendur hafa barist fyrir því að endurgera varnargarð við Þórólfsfell þannig að hann haldi fljótinu nær Eyjafjöllum en sú leið er ekki álitin vænleg hjá Landgræðslu og Vegagerð og hafna landeigendur þeirra rökum.

Ef þú átt leið hjá okkur þá viljum við gjarnan sýna þér  hvað hefur skeð og hvað stefnir í ef ekki er gripið til alvöru aðgerða sem fyrst.

Með bestu kveðju,

Anna Runólfsdóttir Fljótsdal

Anna Runólfsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband