"Víglína" íslenskrar byggðar er í Leifsstöð.

Lungann af síðustu öld og fram á okkar daga hefur byggðaþróun landsins verið eitt af helstu áhyggjuefnum stjórnmálamanna á Íslandi.

Siðustu árin hefur línan milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins legið við Hvítá í Borgarfirði og Þjórsá, því að svæðið þarna á milli er eitt atvinnusvæði og þar búa meira en 70% þjóðarinnar.

Svo mjög hefur áherslan verið á að verja þessar víglínur í baráttunni gegn flutningum fólks yfir þær til höfuðborgarsvæðisins að alveg hefur gleymst að að aðal víglínan liggur ekki umhverfis höfuðborgarsvæðið, heldur er hún á einu hliði á leiðinni út úr landinu, í Leifsstöð.

Ofan á þetta bætist að vegna lágra launa hér á landi liggur straumur fólks úr landi, sem vegna góðrar menntunar á auðvelt með að fá miklu betur launuð störf í nágrannalöndunum við sitt hæfi.

Viðleitni til að jafna laun hér á landi er baráttumál margra en því miður er landið ekki eitt á báti, heldur hluti af ríkjasamfélagi Vesturlanda þar sem engin leið er að taka eitt land út úr varðandi þetta, jafnvel þótt eyland sé norður í höfum.

Af þessum sökum eru takmörk fyrir því hve mikið er hægt að halda launum vel menntaðs fólks í skefjum því að ef langt er farið í þeim efnum.

Þekkt var á sínum tíma hvernig Austur-Þjóðverjar streymdu til Vestur-Þýskalands vegna hærri launa þar og betri kjara. Var talað um að þetta fólk væri að "kjósa með fótunum".

Á hliðstæðan hátt má segja að heilbrigðisstarfsfólkið, sem streymir með sjöföldum hraða tl Noregs, sé að "kjósa með vængjunum", þ. e. að fara í gegnum Leifsstöð til að fljúga til betur launaðra starfa handan hafsins.


mbl.is Flykkjast til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Síðastur landi slökkvi ljósin.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2011 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband