9.7.2011 | 18:57
Já, hún þjófstartaði !
'I bloggpistli í gær gantaðist ég með þá spá, að Katla myndi ekki leyfa Heklu að stela sjóinu heldur þjófstarta og verða fyrri til.
Hið ótrúlegasta gerðist að það gekk eftir, og þetta reyndist vera sambærilegt við þjófstart að því leyti að hlaup í kjölfar þjófstarts endar snubbótt og klárast ekki.
Kannski eru þær Hekla og Katla búnar að skipta um hegðun, hvor á sinn hátt.
Hekla gýs ekki lengur stórgosum á um hálfrar til heillar aldar fresti, heldur smærri gosum á tíu ára fresti.
Katla gaus að öllum líkindum smáu gosi 1955 þegar Múlakvísl hljóp líkt og nú gerðist, þótt hlaupið væri stærra nú.
Ég var uppi á Brúaröræfum í nótt og lagði af stað akandi suður frá Egilsstöðum um sjöleytið en frétti þá af tiltæki Kötlu.
Þarna sýndist ég í fyrstu vera öfugu megin við atburðina en í ljós kom að við, sem vinnum fyrir fréttastofu Sjónvarpsins gátum "umkringt" Kötlu fyrir bragðið.
Ég ók sem snarast suður Austfirði og kom við og tók myndir og viðtöl frá Skaftafelli um Fjallabaksleið nyrðri sem notaðar verða í kvöld.
Í þessum hamagangi var enginn tími til að blogga fyrr en nú.
Myndir af sigkötlunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.