Váboðar. "Látum sem ekkert C"

Váboðar efnahags stórveldanna sitt hvorum megin Atlantshafsins birtast nú einn af öðrum.  Samt virðist kjörorð ráðamanna vera í anda nafnsins á plötu bræðranna Halla og Ladda: "Látum sem ekkert C".

Matsfyrirtækjum hefur að vísu verið mislagðar hendur undanfarin ár og er kvartað yfir því þegar þau færa lánshæfi einstakra ríkja niður.

Hið nýjasta þess efnis hjá Moody´s varðandi lánshæfi Bandaríkjanna hlýtur að sæta nokkrum tíðindum vegna þess að um er að ræða mesta efnahagsveldi heimsins og eina risaveldið.

Við Íslendingar kvörtuðum yfir því á sínum tíma fyrir Hrun þegar fyrirtækin fóru að færa lánshæfismat okkar niður og litum alveg fram hjá váboðunum sem við blöstu.

Eftir á að hyggja sést hins vegar að matsfyrirtækin létu á undan þessu blekkjast af "íslenska efnahagsundrinu" þegar þau höfðu gefið Íslandi ágætiseinkunn á sama tíma sem landið stefndi í raun rakleiðis í hrun.

Nú er um að ræða þúsund sinnum stærri þjóð og í þetta sinn er fyrirtækið Moody´s aðeins sendiboði válegra tíðinda, sem verða því miður helsta einkenni heimsfréttanna að minnsta kosti langt fram eftir þessari öld hruns olíualdarinnar.

 

 

 

 

 


mbl.is Lánshæfiseinkun Bandaríkjanna hugsanlega lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Trilljóna skuldasúpa BNA hefði átt að fella lánshæfismat fyrir löngu ef lánshæfisfyrirtæki stæðu undir hæfi í það minnsta.

Stundum er sagt að hægt sé að "lesa" mikið úr líkamstjáningu fólks;  í fréttum í kvöld, mátti aðeins lesa þjáningu og stress út úr tjáningu Obama forseta.  

Það eru skjálftar undir "hvíta húsinu" það fer ekki á milli mála.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 14.7.2011 kl. 03:55

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Matsfyrirtæki heimsins eru bara kúgunarstjórntæki heimsmafíunnar, sem stjórnar þjóðum í gjaldþrot eftir því sem þeim dettur í hug að passi inn í sjúka heims-stýringuna. Það ætti ekki nokkur þjóð að fara eftir því sem þessi matsfyrirtæki segja, því ekkert er satt né raunverulegt sem kemur frá þeim. 

Ég velti því fyrir mér hvenær þessir fársjúku heims-stjórnarmenn átti sig á, að það verða ekki innheimtir peningar af þjóðum/fólki sem ekki hafa nokkurn tíma verið til, nema í höfðinu á þeim sem stjórna hjá matsfyrirtækjunum, og bankaræningja-stofnunum þeirra? Raunveruleikafirringin er algjör hjá þessum geimverum. 

En það hlýtur að koma að því að það kvikni á perunni hjá þeim, þessum fáu glæpamönnum, um að þeir komast ekki af, nema viðurkenna eðlilegan tilverurétt annarra en þeirra sjálfra á þessari jörð?

Eða ætli þeir séu svona spenntir fyrir því að tortíma stórum hluta af heimsbyggðinni? Þeir láta alla vega eins og ekkert C, svo mikið er víst!

Mér finnst gott til áminningar öðru hvoru, að kíkja á síðu Jóhannesar Björns: vald.org

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.7.2011 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband