Minnir á slysið við Hólsselskíl.

Þegar nú á að afgreiða óhappið í Múlakvísl með því að færa alla ábyrgðina á einn mann, minnir það á, hvernig farið var með bílstjórann á rútunni sem lenti á handriði mjórrar brúar yfir Hólselskíl á Hólsfjöllum hér um árið.

Ég fjallaði um þetta mál á sínum tíma fyrir sjónvarpið og tók myndir, sem sýndu, að brúarstöplarnir voru þannig málaðir, að brúin sýndist vera upp undir heilum metra breiðari en hún var.

Ekkert tillit var tekið til þessa þegar öll ábyrgð af slysinu var sett á bílstjórann einan.

 


mbl.is Bílstjórinn ekki rekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Að kenna einum manni um þegar svona skeður, eru óvönduð og ólíðandi vinnubrögð hjá Ríkisútvarpinu, og reyndar hvaða fjölmiðli sem er. Ef þetta er virkilega hið mikilvæga öryggishlutverk fréttastofu RÚV í dag, þá þarf breytingar hjá þeirri stofnun. Það á að vera hægt að treysta Ríkisútvarpinu. 

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.7.2011 kl. 15:00

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það var reyndar slys að sá maður hafi fengið aukin ökuréttindi.

Hann hafði sjálfur látið vita á meiraprófsnámskeiðinu

að hann væri ekki með fulla sjón á öðru auga. 

Því hafði skert fjarlægðarskyn hans áhrif á aksturinn að brúnni.   

Viggó Jörgensson, 13.7.2011 kl. 15:22

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það meiddist enginn, þökk sé fumlausum vinnubrögðum allra hlutaðeigandi. Óhöpp geta orðið hvenær sem er þegar ekið er yfir straumharðar jökulár. Það eina sem er furðulegt við þetta mál er fjölmiðlahysterían.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2011 kl. 15:23

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

okkur bílstjórunum er alltaf kennt um.. þannig er það bara..

Óskar Þorkelsson, 13.7.2011 kl. 17:26

5 identicon

JÁ Ómar ég man eftir því slysi.......... enda var nílega sjálfur búinn að fara þarna yfir kílinn. Ég ásamt nokkrum öðrum vorum búnir að hryngja í Vegagerðina á Húsavík og kvarta undan djúpum holum við brúna.En ekkert var gert í því. Veit ég það fyrir víst að ef þeir hefðu hryngt í Grímstað bóndan Þá hefði hann farið á sínum vörubíl og fylgt í holurnar. Þarna er ein enn handvömin hjá Vegagerðinni og sökinni skellt á bílstjóran. Hann missir próf ævinlangt og dæmdur fyrir manndráp af gáleisi.Og eins gamla tuggan hjá vegagerðinni "ók of hratt miðað við aðstæður"Það er með ólíkindum hvað þeir geta skílt sér bak við svoleiðis......... ÆTLI ég sem bílstjóri trukksinns verði ekki dæmdur fyrir þetta slys fyrir "of hraðan akstur miðað við aðstæður" kæmi mér ekkert á óvart.

Björn Grétar Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband