14.7.2011 | 10:38
Þjóðarharmleikur.
Íslensk saga geymir mörg dæmi um það að í þessu fámenna landi var oft ekki unnt að innlent dómskerfi gæti komist að nógu yfirvegaðri og ótruflaðri niðurstöðu.
Í mörgum tilfellum kom danskur hæstiréttur í veg fyrir að hér yrðu framin dómsmorð og á okkar dögum má finna dæmi á borð við það, þegar mannréttindadómstóllinn í Strassborg dæmdi í máli hjólreiðamanns á Akureyri, sem andmælti því að sami aðili rannsakaði, ákærði og dæmdi í máli hans.
Fram að því höfðu Íslendingar unað réttarkerfi af þessari tegund, en neyddust til að breyta því í samræmi við dóminn.
Aðdragandi Guðmundar- og Geirfinnsmálanna var slíkur að í raun var ómögulegt að hægt yrði að komast að nógu yfirvegaðri sanngjarnri niðurstöðu vegna einstæðs þrýstings samfélagsins á dómstólana.
Áður en þessi mál komu upp höfðu nokkrir menn horfið, sem annað hvort fundust ekki eða fundust ekki fyrr en seint og um síðir.
Í augum þjóðarinnar voru síðustu mannshvörfin dropinn sem fyllti mælinn og þess var krafist að þessi mál yrðu upplýst, morðingjar fundnir og þeir dæmdir.
Ofan á þetta bættist að við rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálanna myndaðist ástand æsinga og hysteríu sem á sér enga hliðstæðu í sögu landsins hinar síðustu aldir.
Stjórnmál og sakamál blönduðust auk þess saman á einstakan hátt og í þjóðfélaginu myndaðist sífellt háværari krafa um að fá "niðurstöðu" í þessum málum.
Þegar lokadómur var kveðinn upp lýsti þáverandi dómsmálaráðherra yfir því að "þungu fargi væri létt af þjóðinni".
Þessi orð segja betur en flest annað í hverju málið var í raun fólgið og lýstu því hugarfari, sem lá að baki og má jafna við nornaveiðar.
Þegar bornir eru saman tveir dómar í "morðmálum" frá þessum árum, sýknudómur vegna morðsins á Gunnari Tryggvasyni og hins vegar sektardómur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, blasir við hrópandi ósamræmi sem sést best með því að bera saman nokkur atriði:
Gunnarsmálið: Fyrir hendi var lík, stolið morðvopn í vörslu sakbornings og hugsanleg ástæða.
Guðm- og Geirfinnsmálið: Ekkert lík, ekkert morðvopn, engin hugsanleg ástæða.
Ofan á þetta bætist að í Gunnarsmálinu var sakborningur ekki beittur neinum þvingunum við yfirheyrslur eða í gæsluvarðhaldi, en sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu voru sannanlega beittir miklu harðræði, sem jafna má við pyntingar auk þess sem spunnar voru upp nýjar og nýjar játningar sem þeir skyldu gera.
Saklausir menn voru settir í löng gæsluvarðhöld og það gert á þann hátt að þeir bíða þess aldrei bætur.
Báðir þeirra lýstu því þannig að á tímabili hefðu þeir verið komnir á fremsta hlunn með að játa á sig sakargiftir til þess að sleppa út, því að hið sanna um sakleysi þeirra hlyti að koma í ljós.
Annar þeirra sagðist á tímabili hafa verið orðinn svo andlega þjakaður að hann hefði verið farinn að trúa því að hann hlyti að hafa drýgt ódæðið sem hann var sakaður um, annars væri hann ekki búinn að vera í gæsluvarðhaldi svona langan tíma!
Það eitt að halda fyrir mönnum vöku, eins og reynt var, er nú viðurkennd sem einhver árangursríkasta pyntingaraðferð, sem völ er á, og sú allra lúmskasta. Um það get ég sjálfur vitnað eftir að hafa vegna ofsakláða af völdum lifrarbrests og stíflugulu verið rændur svefni í þrjá mánuði.
Þetta er aðferðin sem notuð er í Guantanamo og öðrum hliðstæðum fangelsum.
Eftir þá lífsreynslu fann ég til mikillar samkenndar með sakborningunum í Geirfinnsmálinu.
Ég get ekki varist þeirri hugsun, að niðurstaðan í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dómsmorð, sem íslenska þjóðin bar í raun ábyrgð á en getur því miður ekki horfst í augu við enn í dag.
Þeim þjóðarharmleik lýkur ekki fyrr en löngu tímabært uppgjör fer fram.
Ég ætla að vona að sá dagur þessa endanlega uppgjörs komi, en því miður virðist það svo, að meðan ég og aðrir eru á lífi, sem voru uppi á tímum Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, sé þjóðinni fyrirmunað að stíga þetta nauðsynlega skref.
Sævar Ciesielski látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki alltaf sammála þér en það er ég núna Ómar. Vel skrifað og mjög svo satt.
óli (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 10:48
Sammála þér um þetta, Ómar, eins og stundum endranær (alls ekki alltaf!). Var sjálfur í fréttamennsku þegar Geirfinnur hvarf og hef enn á tilfinningunni að ekki hafi þar allt verið skoðað sem skyldi og ekki enn í dag; enda sumir þeir þræðir sem þá hefði mátt rekja horfnir nú. Ég hef alltaf trúað staðhæfingu Sævars um sakleysi sitt í þessu efni.
Sigurður Hreiðar, 14.7.2011 kl. 10:55
Ómar. Takk fyrir þennan góða pistil, og sammála öllu.
Þjóðinni skal takast það réttláta uppgjör, áður en við sem munum þetta erum farin. Það er enn margt fólk þarna úti sem á eftir að fá upptöku á sínum svikadómum, og það verður að gerast áður en öll vitni eru farin. Öðruvísi breytist dómskerfið á Íslandi ekki.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.7.2011 kl. 11:00
Thetta mal var natturulega kludur allt saman.
Eg heyrdi einn sakborninga i malinu lysa thvi skommu eftir ad hann losnadi ut, hvernig hann sjalfur, Saevar o.fl., baru lik Gudmundur ut i hraun og kveiktu i thvi. Likid var vafid inn i teppi og thegar logad hafdi i dalitla stund, reis likid skyndilega upp vid dogg thegar vodvarnir herptust saman i brunanum. Saevari og felogum bra svo mikid ad thad var naestum lidid yfir tha.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.7.2011 kl. 11:45
"Vegna einstæðs þrýstings samfélagsins á dómsstóla"?
Eiga ekki dómarar og dómsstólar að vera sjálfstæðir. Dómarar, lögmenn og starfsmenn rannsóknarvalds, eiga starfs síns vegna að vita meira um alþjóðlega sáttmála Sameinuðu þjóðanna en almenningur. Sakadómur og Hæstiréttur brugðust fyrst og fremst í þessu máli og bera ábyrgð á þeirri niðurlægingu sem Guðmundar og Geirsfinnsmálin eru. Yfirborð ísjakans, um einn tíundi er aðeins sjáanlegt og svo verður áfram.
Enn í dag erum við að sjá meinbaugi á gölluðu kerfi. Ríkisstjórnin þarf ekki að bera neina ábyrgð á að framfylgja ákvæðum Hæstaréttar né úrskurðum dómsstólsins í Strássborg og kemst upp með það. Ráðning dómara er heldur ekki í samræmi við nútíma réttarvitund.
Saga Jóns Hreggviðssonar frá Rein er líka þjóðarharmleikur og alveg eins gott að hún sé í skáldsöguformi. "Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti". Öxarárdómur kom Reinarbónda á Brimarhólm. Æfiganga Sævars endaði í Kaupinhöfn. Hann hafði alla tilburði til að ná sér á strik en gæfan var honum ekki hliðholl.
Sigurður Antonsson, 14.7.2011 kl. 13:42
Ég hef aldrei getað skilið hvers vegna ekki mátti taka mál Sævars upp að nýju. Hvers vegna var beiðni hans ítrekað hafnað? Ég hef alltaf talið að saklausir hafi verið dæmdir á sínum tíma.
Ágúst H Bjarnason, 14.7.2011 kl. 14:32
Gunnar Th. Gunnarsson, var maðurinn sem lýsti brennunni á Guðmundi ekki í vímu, eða er Ómar í vímu?
Málið var klúður, alveg sammála þér! Að segja að málið sé þjóðarharmleikur er víst einum og langt gengið. Það er harmleikur fyrir þá sem telja sig ranglæti beitta. En hvar eru Geirfinnur og Guðmundur? Hvarf þeirra er víst einhverjum harmleikur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.7.2011 kl. 21:27
Ju Vilhjalmur, hann var orugglega i vimu.
Thad var ekkert motiv fyrir mordinu a Gudmundi, frekar en svo morgum odrum svipudum malum sem gerast i kringum mikla oreglumenn. Einhver atok urdu og Gudmundur vard fyrir hoggi og do.
Med Geirfinnsmalid gegnir odru mali. Thad er miklu meiri dulud yfir thvi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.7.2011 kl. 21:37
Þetta mál er þjóðarskömm, sorglega fáránlegt. Við vorum eins og hillbillar á þessum tíma, amk lögrelgan og dómstólar
DoctorE (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 21:43
Gunnar, "varð fyrir höggi og dó". Með öðrum orðum, þá var hann myrtur, og þennan vitnisburð um líkbrennu út í hrauni heyrðir þú eftir að maður sem tók þátt í henni kom út úr prísundinni. Trúði hann þessi sjálfur, eða ruglaði hann bara í vímu? Veistu til þess að aðrir hafi heyrt þessa sögu?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.7.2011 kl. 22:10
Ég er sammála að málið hafi verið klúður síns tíma, það er amk mín tilfinning. Löggæslu og réttarkerfið hafi kannski ekki haft burði, reynslu og tækni til að vinna úr svona erfiðu og flóknu máli. Enginn virtist vera tilbúinn til að segja sannleikann eða reyna að greiða eða aðstoða við að leysa úr málinu.
Það er einnig sorglegt og í raun hræðilegt fyrir ættingja Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einnarssonar að vita ekki hvað varð um þá. Hvað varð um mannvistarleifar þeirra ?
Þeir sem hrópa að þetta mál hafi verið þjóðarskömm allt saman. Eru þeir þá að segja að saklausir menn hafi verið dæmdir í fangelsi í allan þennan tíma ? Er þá ekki verið að segja á sama tíma að hinir seku séu hugsanlega enn þarna úti...
Ég styð endurupptöku á þessu máli og það ætti að vera í höndum hæfra og reyndra einstaklinga sem kunna að vinna með svona mál. En ætli það kosti ekki peninga...peninga sem við eigum ekki til....en hver veit !!!
Gestur (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 23:01
Thad heyrdu thetta fjoldi manns og thetta var altalad i "undirheimunum" a thessum tima (kringum 1981-83)
Eg var ad keyra leigubil a Steindori a thessum arum og keyrdi stundum thessa kalla... asamt fleirum af svipadri tegund.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.7.2011 kl. 23:03
Eg hafdi minar efasemdir eins og fleiri a thessum arum, vardandi vinnuadferdir logreglunnar, en samkvaemt oformlegri konnun sem eg gerdi i undirheimum Reykjavikurborgar, i thann mund og skommu eftir ad sakborningarnir losnudu ur fangelsi, tha voru flestir sannfaerdir um sekt theirra i Gudmundarmalinu. Odru mali gengdi um Geirfinnsmalid.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.7.2011 kl. 23:18
Þjóðarharmleikur - það er rétt. Dómstólar okkar hafa brugðist og mikið er að þegar sömu aðilar rannsaka, ákæra og dæma. Þjóðarharmleikur líka vegna þess að samfélagið allt dæmdi Sævar á sínum tíma, það var hryllingur að lifa blaðamennsku þessa máls og fá yfir sig alls konar sögusagnir og mistæka úrvinnslu mála. Þjóðarharmleikur af því samfélagið studdi ekki við ungmenni og fjölskyldur í vanda, Breiðuvík bætti ekkert úr skák. Þjóðarharmleikur að sjá ekki sóma sinn í að taka málið upp aftur og viðurkenna mistök og afglöp í dómskerfinu.
Sævar leið fyrir það alla tíð að vera ranglega dæmdur. Látum baráttuvilja hans vera hvatningu til að fá mannorð hans hreinsað. Það var allt sem hann vildi.
Guðný María Hreiðarsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 23:21
Hvað er með ykkur afturhaldsseggina, hvort heldur um ræðir hálfan útrekinn Gyðing í Danmörku, eða leigubílstjóra á Reyðarfirði?
Hvaða þvættingur er þetta?
Bjáninn Gunnar "heyrði" eitt og annað. Á sama tíma var Sævari haldið í einangrun, yfir meira en eitt ár!
Það, eitt og sér, er sama og pyntingar!
Þvílíkur gorgeir hjá þessum vesalingum.
Hvíl í friði, Sævar.
Jóhann (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 02:43
Leigubílstjórabjáninn á Reyðarfirði segir glaðhalkkalegur: en samkvaemt oformlegri konnun sem eg gerdi i undirheimum Reykjavikurborgar, i thann mund og skommu eftir ad sakborningarnir losnudu ur fangelsi, tha voru flestir sannfaerdir um sekt theirra i Gudmundarmalinu. Odru mali gengdi um Geirfinnsmalid.
Heyr á endemi!
samkvaemt oformlegri konnun sem eg gerdi i undirheimum
Þú ert hlægilegur, Gunnar.
Jóhann (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 02:49
Enn einn auminginn sem ekki thorir ad skrifa undir nafni
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.7.2011 kl. 04:31
Ég tek hjartanlega undir með þér Ómar. Ég er sjálfur sannfærður um að þetta fólk, Sævar og hin sem voru dæmd, hafi ekkert haft með hvarf Geirfinns að gera. Það er allavega ljóst að þetta var eitt stórt klúður. Ég get ekki skilið hvers vegna ekki mátti taka mál Sævars upp að nýju. Eða réttara sagt, ég skil auðvitað hvers vegna, en mér finnst að það hefði átt að rannskaka þetta og einmitt finna út hverjir báru ábyrgð á þessu fáránlega rugli.
Theódór Gunnarsson, 15.7.2011 kl. 07:15
Það er lítill manndómur fólginn í því Ómar minn að klæmast á ótímabæru fráfalli Sævars. Ógæfufólki verður víst flest til ógæfu, en það er ekki þar með sagt að það þurfi að kalla ógæfu þess 'þjóðarharmleik'.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 14:22
Muni ég rétt gerðu þeir ca 6 játningar hvor, og það eina sem hafði samræmi var dauðsfall Guðmundar. Var það ekki Kristján Viðar sem sparkaði í höfuð hans?
Það eitt dygði. + hvarf á líki. Geirfinnur...kannski býrhann í Köben....
Jón Logi (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 15:50
Kristjan Vidar var ofbeldisfyllstur af theim. Er hann lifandi enntha?
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.7.2011 kl. 17:25
Einkennilegt finnst mér mat Hilmars Þórs á bloggpistli mínum að ég sé að "klæmast á ótímabæru fráfalli Sævars" þegar ég reyni að rétta hlut hans gagnvart því að setja hann efst á lista yfir mestu glæpamenn á Íslandi hinar síðustu aldir fyrir ósannaðar sakir.
Hann afgreiðir síðan örlög hans léttilega með því að segja að "ógæfufólki verður víst flest til ógæfu".
Ég veit ekki hvort Hilmar Þór man eftir fárviðrinu, sem geysaði stanslaust í fjölmiðlum og þjóðfélaginu öllu misserum saman út af þessu máli.
Þjóðin var á öðrum endanum og því engin leið að afgreiða þetta mál öðruvísi en þjóðarharmleik.
Ómar Ragnarsson, 15.7.2011 kl. 17:26
Ómar Ragnarsson, 15.7.2011 kl. 17:26: Jú Ómar, ég man mætavel eftir allri þeirri bleksvertu sem fór í þetta bleksvarta mál.
Sjálfskipaðir afréttarar ógæfumanna eru einungis að þjóna eigin duttlungum og misskilinni aumingjagæsku.
Bendi þér einnig vinsamlegast á að það er gróf rangtúlkun hjá þér að ég sé að 'afgreiða örlög Sævars 'léttilega'.
Ég held mig einungis við staðreyndir en ekki orðagjálfur Ómar.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 17:40
"Ég held mig einungis við staðreyndir en ekki orðagjálfur Ómar."
Þvættingur, og fullur af gildishlöðnu mati meints góðborgara, sem gottar sér uppá samúð meðborgara með klámfengnum hætti.
Jóhann (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 20:25
Mikill domari, thessi Johann.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.7.2011 kl. 21:00
Eg er alinn upp i "Hverfinu" sem "Grettisgotugengid tok sin bernskuspor. I thessu gengi voru allir hofudpaurar GG-malanna. Eg thekkti til thessara manna baedi beint og obeint.
Svo kemur einhver Johann......
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.7.2011 kl. 21:03
Ég þekkti til þessara stráka; Palla svarta, Palla hvíta, Munda, Hreiðars, Kritjáns Viðars og fleiri.
Ég sá þá slást í Klúbbnum og Sigtúni.
Allt urðu þetta ógæfumenn, yfirleitt vegna þess að uppeldinu var ábótavant, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Táningar á testósteróni án leiðsagnar.
Sævar lenti í mulningsvél pólítískrétttrúnaðar, þeim sama og leigubílstjórinn boðar.
Dómsmálið sjálft er ekkert annað en áfellisdómur yfir Íslendingum.
Það getur hver sæmilega greindur maður áttað sig á.
Vonandi...
Þess vegna er rétt að nota fyrirsögnina: Þjóðarharmur.
Jóhann (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 21:18
Ég man vel hvernig mér leið þegar ég heyrði að dómur hefði fallið og hver hann var. Ég fann svo vel að enginn vissi í rauninni hvað hafði gerst, og að það var bara verið að dæma þetta fólk á líkum. Ég fann mjög til með þeim, vegna þess að ég gat engan vegin séð að það hefði tekist að sýna fram á að þetta fólk bæri ábyrgð á hvarfi Geirfinns. Ég var harmi sleginn þá, og finn þennan harm þegar ég hugsa um þetta mál. Þannig held ég að mörgum Íslendingum líði, sérstaklega því fólki sem komið var til vits og ára þegar þessir atburðir gerðust. Þar af leiðandi finnst mér rétt að kalla þetta þjóðarharmleik þó svo að hér hafi ekki verið um neina broddborgara að ræða. Það er eitt að vera dálítið á skjön við samfélagið og annað að vera álitinn morðingi.
Theódór Gunnarsson, 15.7.2011 kl. 22:04
Þjóðarharmleikurinn er í því fólginn að þjóðin lét sér sæma að dæma saklausan mann af lífi.
Og réðst þá á garðinn þar sem hann var lægstur.
Þar þekki ég minnar þjóðar þúsund ár.
Rudolph (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 22:41
Hér er mikil dramatík í gangi af afar litlu tilefni. Ég veit ekki betur en að umræddur Sævar hafi 'tekið út sína refsingu' samkvæmt dómi og á því heimtingu á að menn líti á hann sem slíkan.
Ef það er einhver þjóðarharmur kveðinn þá er rétt að líta sér nær í tíma og skoða Hrunið. Þar eru gerendurnir þekktir og glæpurinn gagnvart þjóðinn ljós. Margir hafa tekið sitt eigið líf og fjölskyldur flosnað upp.
Gerendurnir ganga um frjálsir menn í dag Ómar. Það er sannkallaður þjóðarharmur.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 23:00
"Ég veit ekki betur en að umræddur Sævar hafi 'tekið út sína refsingu' samkvæmt dómi og á því heimtingu á að menn líti á hann sem slíkan."
Hvaða þvættingur er þetta!
Að Sævar eigi heimtingu á að menn líti á hann í ljósi dómsins?
Þetta var réttarmorð!
Rúmlega tvítugur strákur, vissulega á villigötum, er settur í ríflega eitt ár í einangrun!
EITT ÁR Í EINANGRUN!
Það, eitt og sér er pynting, enda löngu ólöglegt að beita viðlíka aðferðum.
Hrunið getur þú rætt á öðrum vettvangi, Hilmar.
Jóhann (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 23:15
Jóhann (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 23:15: Sparaðu yfirlýsingarnar karlinn. Þú segir mér ekkert um hvað ég get 'rætt á öðrum vettvangi'.
Þú hefur flengriðið hér um síðuna í yfirdrifinni dramatík, upphrópunum og skítkasti. Það er dónaskapur væni.
Ef til vill þekkir þú 'Palla svarta, Palla hvíta, Munda, Hreiðars, Kritjáns Viðars og fleiri lífsins ógæfumenn betur en þig sjálfan grunar.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 23:30
1996.
,,Einangrun óráðleg lengur en 3-4 vikur.
NIÐURSTÖÐUR nýrra rannsókna leiða í ljós að einangrun fanga lengur en þrjár til fjórar vikur er óráðleg vegna hættu á heilsuvanda og í mörgum tilfellum, verulegum geðrænum erfiðleikum. Ólafur Ólafsson landlæknir kynnti niðurstöðurnar á fundi náðunarnefndar í dómsmálaráðuneytinu fyrir skömmu."
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=254748
Að málið er, að einangrun er ekkert eðlilegt tæki sko. það er alþekkt núna að með einangrun er hægt að fá fólk til að segja nánast hvað sem er. Skiptir líka máli hvernig einangrunarvistin er framkvæmd. Að við erum að tala um nokkra gluggalausa fermetra, ljós látið loga alltaf, suðandi vifta, fótjárn í einhverjar vikur, óformlegar yfirheyrslur o.s.frv. o.s.frv - viku eftir viku. Algjört sambandsleysi við umheiminn. Mánuð eftir mánuð etc. Eg held að erfitt sé að gera sér grein fyrir hvernig þetta er - nema menn hugsi þeim mun meir útí það.
þetta er bara eins og gvantanamo.
Auk þess voru lyf notuð. Fangarnir voru hafðir á lyfjum. Við erum að tala um 20 ára gamalt fólk. Lyfin voru yfirleitt mulin. Td. þunglyndis og vöðvaslakandi lyf.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.7.2011 kl. 23:50
Einmitt Ómar, gvantanamó á Íslandi fyrir mörgum áratugum.
Hilmar er ekki svaraverður.
Jóhann (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 00:05
Sævar kallinn var í ruglinu og lenti svo í þessu. Hann var enginn engill fyrir þessi mannshvörf, en kannski bara smáglæpon.
Hann sat 10 ár muni ég rétt, en grjótið var ekki al-lokað, hann var t.a.m. bekkjarfélagi minn í FSU árið 1982. Þá var föngunum bara skutlað á Selfoss og svo sóttir eftir skóla.
Þetta var alger veimiltíta, og ég get varla ímyndað mér að hann hefði nokkurn séns í að bana manni í átökum. Annað var með Kristján víst. Það síðasta sem ég heyrði af honum var bara að hann væri í rugli, og svo fór víst eeinnig með Sævar þegar hann var kominn út. (selst ekki dýrara en keypt)
Þetta var nú meira málið. Gaman væri að vita hvað raunverulega gerðist.
Jón Logi (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 17:57
Thad er sama hvad verdur farid fram og til baka um umraedunni herna. Vid vitum ekki hvad skedi og thjodin a rett a ad thad se reynt ad sanna hvad skedi i raun og veru. Ekki ma gleyma ad badir thessir menn Gudmundur og Geirfinnur attu fjolskyldur sem eflaust thotti vaent um tha og hafa thurft ad lifa i ovissu um hvad kom fyrir tha. Thessar fjolskyldur eiga rett a ad geta kvatt astvini sina. Eins er med fjolskyldur theirra sem voru akaerdir thau velkjast lika i efa..........eg er sammala ymsu herna ad ofan tho eg aetli ekki ad deila thvi herna. Hvada skodun hver og einn hefur skiptir ekki mali. Thad tharf ad leidretta thetta mal, fa sannleikann i ljos hver svo sem hann her.
I USA var mal mikid umraedu thar sem madur var sakadur um ad hafa naudgad og sidan drepid magkonu sina. Thessi madur var fundin sekur og daemdur til liflats. Thetta var framkvaemt og margir kolludu thetta "rettarmord". Sidan kom DNA og lik thessarra einstaklinga voru grafin upp og syni tekin ur their. Og viti menn madurinn var sekur.
Ekki ad eg se ad segja ad thessir krakkar eru sekir eda saklausir. Thad var brotid a theim og thau voru ad minu mati heilathvegin.
Endurupptaka a badum thessum malum er naudsynleg fyrir fjolskyldur theirra sem ad standa ad theim monnum sem hurfu, theirra sem asakadir eru og lika til ad their sem vinna vid Islenska rettarkerfid laeri ad vanda sig betur.
Drifa Jonsdottir Foster (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.