Kóngur vill sigla, en...

"Kóngur vill sigla en byr verður að ráða."  Einhvern veginn svona hljóðar gamalt máltæki og það á við um Landeyjahöfn að vetri til.

Og þá er bara að taka því. Höfnin gerir geysilegt gagn að sumarlagi þegar umferð fólks á Suðurlandi er margfalt meiri en að vetrarlagi og fari svo að hún nýtist aðeins á þeim árstíma tel ég að það sé þó nægilega mikið framfaraspor í samgöngum til þess að hægt sé að réttlæta gerð hafnarinnar.

Að þessu leyti samsvarar hún þá fjallvegum fyrri tíma og nokkrum fjallvegum nútímans eins og Hrafnseyrarheiði, Hellisheiði eystri og Öxi.

Varla mun nokkrum manni detta í hug að þessir vegir séu, þrátt fyrir þennan mikla annmarka, réttlætanlegir.

Veðurlag, sjólag, straumar og sandflutningar eru gerólíkir yfir háveturinn eða um hásumar.

Mig hefur allan tímann grunað að menn hafi vanmetið sandburðinn, straumana og öldurótið að vetrarlagi, og að ekki verði mikið lengur hægt að kenna gosinu í Eyjafjallajökli um það að höfninni sé ekki hægt að halda opinni að vetrarlagi.

Við Vík í Mýrdal og við ár um allt land eru reistir grjótgarðar til að safna að sér sandi til að byggja upp strönd eða bakka og garðarnir, sem standa út frá Landeyjahöfn sýnast líklegir til að gera það sama í langvarandi og hörðum austan og suðaustanáttum eða vestan- og suðvestanátt..

 


mbl.is Hættuleg höfn að vetri til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Það er nú ekki eins og þetta sé eini ,,þjóðvegur" landsins, sem lokast á veturna. Þannig er þjóðvegur Nr. 1 um Breiðdalsheiði lokaður mánuðum saman, en umferð beint um firðina í staðinn, sem er lengri og seinfarnari leið.

Börkur Hrólfsson, 15.7.2011 kl. 21:27

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, já, ég taldi heldur ekki upp Þorskafjarðarheiði, Dynjandisheiði, veginn út í Árneshrepp, Lágheiði, veginn um Hólasand o. s. frv.

Ómar Ragnarsson, 15.7.2011 kl. 21:31

3 identicon

Já, einmitt. Vegurinn um Breiðdalsheiði, Þorskafjarðarheiði, Dynjandisheiði og Hólasand, sem og út í í Árneshrepp og Lágheiði, staðfestir það að Landeyjahöfn verður okkar glæsta mannvirki fyrr og síðar.

Nei, Mörlandinn lætur ekki að sér hæða.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 21:59

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ómar, mig langar að benda Berki á þá staðreynd að þjóðvegur okkar landsmanna liggur um Herjólf, og við höfum engan annan veg til að aka, þess vagna skiptir þetta svo miklu máli, þeir verða að viðurkenna hvað er í gangi.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 17.7.2011 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband