15.7.2011 | 21:28
Blóm í hnappagat Vegagerðarinnar.
Öll spjót stóðu á Vegagerðinni þegar brúin yfir Múlakvísl sópaðist í burtu og allt ætlaði vitlaust að verða þegar því var lýst yfir að minnst 2-3 vikur tæki að koma á vegasambandi að nýju.
Enn frekar jókst svartsýnin þegar með fylgdi að nú væri sumarleyfistíminn og erfitt að smala saman mannskap.
Nú hefur komið í ljós að betra var að fara varlega í að gefa áhættusöm bjartsýnissvör en láta heldur verkin tala.
Og það hefur svo sannarlega verið gert.
Opnun brúarinnar fyrir umferð á morgun er rós í hnappagatið fyrir Vegagerðina.
Það er ekki á hverjum degi sem reist er brú, sem er tvöfalt lengri en Ölfusárbrú á aðeins einni viku, jafnvel þótt um bráðabirgðabrú sé að ræða.
Vegagerðin, bravó! Bravó! Bravissimó!
Opnað fyrir umferð á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2011 kl. 22:01
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2011 kl. 22:02
Rós frá mér, takk fyrir !
Dexter Morgan, 16.7.2011 kl. 00:17
Ómar. Sammála þessu. Þökkum fyrir vel unnið verk, á mettíma.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.7.2011 kl. 00:22
eina ríkistofnunin á íslandi sem stendur undir nafni
Óskar Þorkelsson, 16.7.2011 kl. 00:56
Þarf ekki að athuga hvað yfirlýsing Vegagerðarinnar kistaði þjóðfélagið.Og er einhver ástæða til þess að hrósa Vegagerðinni fyrir að gera það sem hún á að gera.Það var ekki unnið allan sólahringinn þótt nóg sé af mannskap í landinu sem er atvinnulaus, verktakar sem vanir eru mannvirkjagerð.Og það var ekki byrjað á neinu fyrr en að sólahring liðnum frá því brúin fór.En björgunarsveitirnar eiga hrós skilið og ekki í fyrsta skiptið.Það var fyrir þrýsting ferðaþjónustunnar sem verkið var unnið á styttri tíma en ráð var fyrir gert.
Sigurgeir Jónsson, 16.7.2011 kl. 09:50
Sammála Sigurgeiri. Við ættum að hrósa björgunarsveitunum fyrst og fremst. Vegagerðin er að fá greitt margfalt fyrir þetta verkefni meðan björgunarsveitirnar eru þarna í sjálfboðavinnu.
Það kom aldrei til greina að hringvegurinn um Ísland yrði lokaður í 3 vikur. Sú yfirlýsing vegagerðarinnar var til algjörrar skammar og sýnir augljóslega þann seinagang og dund sem yfirleitt er á þeim bæ. Mikill þrýstingur var settur á vegagerðinna og þeir gerðu það sem þeim bar að gera miðað við þær aðsæður sem upp voru komnar í landinu.
Svo er það náttúrulega alltaf spurning um hvort brúinn hefði átt að fara við hlaupið. Vonandi vekur þetta hlaup vegagerðina af værum svefni og fær þá til að skoða aðstæður í kring um fleiri jökulár. Ef að framburður er að koma í veg fyrir að brýr standist jökulhlaup sem þær voru upprunnalega gerðar fyrir að þola - þá er það hverra að kippa því í lag?
Vonandi sest vegagerðin líka yfir teikningar af varnargörðum og vegum í kjölfar þessa. Verkfræðilega séð á brú að vera það síðasta sem fer þegar stórflóð koma í jökulár. Vegir og varnargarðar eru yfirleitt hannaðir þannig að þeir gefi sig löngu áður en reynir á brúnna. Því var hinsvegar ekki að heilsa í þessu tilfelli.
Number Seven, 16.7.2011 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.