17.7.2011 | 12:29
Myndir úr ferðinni í gær.
Ég gat þess í gær að ég myndi skella inn einhverjum ljósmyndum af ferðalagi mínu í gær yfir opnunarathöfnina við Múlakvísl og síðan yfir Kötlu.
Hér koma þær fyrstu, af fögrum sigkatli þar sem lítil tjörn í botninum fer smám saman stækkandi.
Þar fyrir neðan er stórt op í jöklinum skammt frá sigkatlinum.
Tjörnin í honum hefur stækkað smátt og smátt að undanförnu og er líkast til mynduð af leysingavatni.
Aðrar myndir sem ég vonast til að koma inn á síðuna eru af Kötlujökli, jakahrönninni við útfallið og af opnum Múlakvíslarbrúar.
Þar á eftir vonast ég til að koma inn myndum af opnun Múlakvíslarbrúarinnar.
Hún var í áföngum.
Fyrst gengu starfsmenn yfir brúna, því næst ók Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra yfir hana og síðan fóru bílar að streyma yfir.
Það var áfangi útaf fyrir þegar fyrsta rútan fór yfir og ekki verður því neitað umgjörð brúarinnar er
glæsileg í veðri eins og í var í gær.
Fagna nýrri brú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.