Gæti hafa verið "bilun" í skrifræði.

Skrifræðið, sem smám saman hefur verið innleitt í viðhaldi flugvéla, er þess eðlis, að í viðhaldi lítilla flugvéla eins og TF-FRÚ fara tveir þriðju hlutar viðhaldsvinnunnar í að útfylla pappíra og liggja yfir smáatriðum í skrifræði.

Það þýðir, að hjá litlu fyrirtæki á stærð við Mýflug, þar sem áður nægði að hafa tvo flugvirkja í vinnu, þarf nú sex, og taka þá fjórir þeirra aldrei upp verkfæri, heldur vinna í fullri vinnu við að halda þannig skriffinnskunni til haga að ekki uppgötvist "bilun" í henni. 

Mér þætti fróðlegt að vita hvers konar "bilun" það var sem eftirlitsmenn uppgötvuðu í Iceland Express vélinni við það að fara um borð. 

Ég vona bar að það hafi verið raunveruleg bilun en ekki bilun, sem fólst í því að einhverjir pappírar eða áletranir hafi verið "bilaðar". 

Ég skal nefna nýlegt dæmi: Ég hef nú verið án flugvélar minnar í bráðum fjóra mánuði að mestu vegna þess skrifræðis, sem leggst eins og dauð hönd yfir viðhald flugvéla með innleiðingu hinna nýju siða. 

Fyrsta mánuðinn var flugvélinn óflughæf vegna þess að ljós kom, að lítið merkisspjald á hreyfli hennar var ekki með réttri áletrun. 

Gerð hafði verið sú breyting á hreyflinum, að þjappa hans hafði verið aukin úr 7,5 í 8,6 og þar með urðu hestöflin 160 í stað 150 sem var auðvitað til bóta. 

Sami snúningshraðAð öðru leyti var engin breyting á hreyflinum.  i, allt eins og áður var. 

Þess má geta í þessu sambandi að í bráðum 13 ár hefur enginn flogið þessari flugvél nema ég. 

Vegna þess að afl hreyfilsins hafði aukist var gerð krafa um að það sæist í áletrun á réttu spjaldi,  hið gamla dygði ekki. Einnig var um það talað að skipta þyrfti um flugtímateljara, en eins og áður sagði, er snúingshraði hreyfilsins er nákvæmlega sá sami og fyrr og engin breyting þar að lútandi. 

Það reyndist ekki hlaupið að því að fá hið rétta upplýsingaspjald í Bandaríkjunum og þess vegna varð flugvélin óflughæf. 

Raunar er upplýsingaspjaldið fest á mótorinn inni undir vélarhlífinni, hefur ekki minnstu áhrif á fluggetu vélarinnar eða hreyfilinn sjálfar, og til þess að sjá, hvort rétt spjald sé þar, þarf mikla fyrirhöfn, sem venjulegur flugmaður myndi aldrei fara út í.

Ég hafði til dæmis aldrei í þessi 13 ár tekið eftir þessu spjaldi og engin krafa gerð um það að ég skoðaði það enda engin þörf á því.

Látum vera, ef afl hreyfilsins hefði verið minnkað, og að það væri talið öryggis vegna gott að á þessum óaðgengilega stað væri að finna áletrun um það, ef flugmaður, sem ókunnugt væri um minna afl, flygi vélinni. 

En það er þveröfugt. Aflið hefur aukist og þar með geta og öryggi vélarinnar. Sjálfur pungaði ég út á sinum tíma hátt í tveimur milljónum króna til þessarar breytingar og ætti því að vita hvaða getu hreyfillinn hefur. 

Nei, formsatriðin blíva, því að nú á dögum er komið svipað ástand og ríkti í skrifræði Danaveldis á tímum Jóns Hreggviðssonar og speglaðist í orðum Nóbelskáldsins: "Hefðurðu bréf upp á það? Þú verður að hafa bréf upp á það." 

Dæmin um skrifræðishugsunina hrannast upp. Fyrr í sumar starfaði ég við það í tvo daga að fljúga TF-TAL með sérsmíðuð mælitæki fram og til baka um svæðið frá Selfossi og Reykjanesskaga allt til Ísafjarðar til þess að hægt væri að prenta út "bréf upp á það" að nær engin aska væri í loftinu. 

Ef ekki barst til London "bréf upp á það" að loftið væri laust við ösku, hefði öllum flugvöllum á þessu svæði verið lokað. 

Auðvitað hefði verið hægt að senda ljósmyndir af 150 kílómetra skyggni í hreinu lofti, eða þó ekki væri annað en að lofa möppudýrunum í London að sjá í gegnum farsíma heiðríkjuna á Íslandi. 

Nei, það varð að senda "bréf upp á það." 

Ef ekki hefði komið til hugvit og dugnaður tveggja manna, Jónasar Elíassonar og Sverris Þóroddssonar og aðstoðarmanna þeirra, þar sem ekki var aðeins þeir leystu málið með fyrirhöfn, heldur urðu að yfirvinna alls konar hindranir í formi formsatriða, vottana og prófana, hefðu  flugsamgöngur á Íslandi og til og frá landinu legið niðri í einn og hálfan sólarhring af því að ekki rétt "bréf upp á það" fyrir hendi til þess að sanna það sem 200 þúsund manns voru vitni að, að hvergi var að sjá öskukorn í lofti. 

Yfirgengilegt skrifræði skapar að vísu fjölda fólks atvinnu. En tjónið af völdum þess er allt of mikið. 


mbl.is Á heimleið eftir langa bið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau náði ekki SAFA inspection.

Jói (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 09:01

2 identicon

Þetta er að verða eins og skrifræðiði í sovét gömlu, en ég heyrði sögur frá því í gamla daga um skip sem biðu á ytri höfninni dögum saman í einhverri sovéskri hafnarborg eftir því að komast að bryggju í bliðskaparveðri vegna þess að nokkrum dögum áður hafði verið óveður og ekki þótti óhætt að sigla að bryggju. Yfirvöld voru ekki búin að gefa út á löggildum pappírum yfirlýsingu yfir það að óveðrið væri gengið niður.

Ég gætti höggvið fyrir þig í lítið álspjald áletrunina sem þarf að vera, en ég á til í fórum mínum lítið stafasett sem væri upplagt í þetta.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 09:31

3 identicon

Hvað veldur því að þessar drasl-vélar sem Icelandic Express notar fá að lenda og fara í loftið  í KEF, en ekki í FRA? Eru íslensk yfirvöld að spila rússneska rúlettu? Ekki ditti mér til hugar að fljúga með þessum vélum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 17:09

4 identicon

(.þessa mánuðar-fyrir rúmri viku komu dóttir mín og afadætur til okkar hér til noregs.Vélin átti að lenda 14.20 .Áður en vélin fór í loftið var farþegum tilkynnt að smávægileg bilun væri í vélinni en samt var farið af stað.Á miðri leið var tilkynnt að bilunin væri meiri en talið var og var henni snúið við til keflavíkur.Fengin var flugvél frá Noregi til að flytja farþegana til Ósló.Gekk seint og hún lenti loks í Ósló 3.40 næstu nótt eða rúmum 13 tímum eftir áætlun.Ég reyndi að koma til skila í fjölmiðla heima en það gekk ekki sem skyldi og ég heyrði engan minnast á þetta í fjölmiðlum.Það sem mér finnst verst í þessu að það var farið í loftið þrátt fyrir að vitað var að vélin var biluð.Þau fara til baka til Íslands á morgun og mér er ekki rótt.Myndi vilja að flugmálayfirvöld tæu í taumana og svipti félagið flugrekstrarleyfi strax áður en eitthvað gerist.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 18:00

5 identicon

 The only thing that saves us from the bureaucracy is inefficiency. An efficient bureaucracy is the greatest threat to liberty.

Eugene McCarthy, Time magazine, Feb. 12, 1979
US politician (1916 - 2005)

EHJ (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband