18.7.2011 | 22:34
"Símafrekjan".
Langt er í land að komnir séu á eðlileg samskipti fólks varðandi notkun á farsímum. Svo virðist sem flestir láti símann hafa forgang yfir fólk, sem það er í viðræðum við augliti til auglitis.
Það er í raun hin argasti dónaskapur gagnvart þeim, sem hafa haft fyrir því að hitta viðkomandi símaeiganda.
Maður er kannski að ræða við manneskju og allt í einu hringir farsíminn og viðmælandi manns svarar og sekkur sér niður í samræður við þann sem hringdi, jafnvel í langan tíma.
Þetta er ekki aðeins röng forgangsröðun heldur líka alger óþarfi eftir að símar urðu þannig útbúnir að hægt er að sjá á birti þeirra eftir að hinu persónulega viðtali var lokið, hver var að hringja.
Ég kýs að kalla þessa áráttu og það hve frekur síminn er til fjörsins, "símafrekju".
Hún er bæði hvimleið, uppáþrengjandi, tillitslaus og óþolandi.
Ekki skylda að svara í síma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En þær eru fleiri en ein Símafrekjurnar Ómar. Af einhverjum ástæðum er mitt GSM númmer oft valið af misgá. Ég tek síminn og segi; Haukur. "Ha, hvað, hver er þetta", heyri ég sagt. Ég heitir Haukur, en hver ert þú, segi ég. "Skiptir ekki máli, rangt númmer" fæ ég að heyra og lagt er á. Argasti dónaskapur!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 12:42
Þú átt náttúrulega ekki að svara símanum, Haukur, þegar einhver hringir í þig af misgá :)
Davíð Oddsson, 19.7.2011 kl. 13:14
það má einnig segja að það sé helvítis frekja að hafa símasamband um allt land, vegna þess að við vitum ekki enn hvaða áhrif gsm sendar hafa á lýfriki jarðar.
gull (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.