21.7.2011 | 09:36
Nei. En við brugðumst þeim fyrir stríð.
Það er afar langsótt að Íslendingar hati Gyðinga þótt við styðjum ekki allt sem þeir eru að gera. Það er eins og það megi ekki anda á þá án þess að þeir fari af hjörunum og saki okkur um hroka og hatur.
Varla ber það vott um hatur að fulltrúi Íslands bar upp tillöguna um viðurkenningu á Ísraelsríki hjá Sameinuðu þjóðunum árið 1948.
Varla bar það vott um hatur á Gyðingum hvernig við buðum snemma Ben Gurion forsætisráðherra þeirra hingað til lands og veittum honum fyllsta sóma.
Margskonar önnur samskipti má nefna sem dæmi um velvild Íslendinga við Ísraelsmenn.
Afar langsótt er að núa núlifandi Íslendingum það um nasir að skáld orti sálma fyrir 350 árum um krossfestingu Krists og nefndi þá sem að henni stóðu.
Skoðanir Bobby Fishers komu máli hans ekkert við. Við veittum honum landvist á sömu forsendum og hefðu átt að gilda þegar Gyðingar reyndu að komast til Íslands undan oki nasista.
Þá brugðumst við hælisleitendum, sem margir voru hámenntað fólk sem sárlega vantaði í íslenskt þjóðlíf.
Í staðinn fengu norskir skógarhöggmenn forgang!
Þessi framkoma okkar var okkur til skammar en benda má á að við vorum ekki eina þjóðin sem brást Gyðingum þótt það sé svo sem engin afsökun.
Hata Íslendingar gyðinga? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enginn hefur brugðist þeim eins mikið og Guddi ;)
Annars eru flestir orðnir mjög leiðir á þessum fórnarlambatöktum í þeim
doctore (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 10:01
Voru íslendingar ekki neyddir til ad vidurkenna Ísraelsriki á sínum tíma til ad fá Marshall hjálpina?
Persónulega hef ég fengid mig fullsaddan af gydingum og theirra sjónarmidum til lífsbaráttunnar.
Jón Póll Gardarsson (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 10:24
Góð grein Ómar. Það er rétt hjá þér að Íslendingar hafa sýnt Ísrael velvild í gegnum tíðina. Það er hins vegar liðin tíð og Gyðingahatur er orðinn hér langlægur ósómi. Það fréttist auðvitað til Ísrael. Þótt þessi grein Gerstenfeld sé á stundum uppfull af fordómum og alhæfingur eru þar sannleikskorn að finna eins og þú nefnir sjálfur. Íslenskir diplomatar gengu t.d. ekki úr sal eins og flestir fulltrúar siðaðra þjóða (utan Noregs) gerðu þegar Íransforseti hélt rasistaræðu gegn Ísrael. Það er opinber afstaða hans að útrýma beri Gyðingum. Íslendingar fordæmdu ekki manninn. Segir það ekki eitthvað? Íslendingar eru hins vegar duglegir að fordæma mannréttindabrot Ísraela á Palestínumönnum og það réttilega en láta alveg vera að fordæma sama athæfi hjá Palestínumönnum (en viðurkenna skæruliðasamtökin Hamas). Segir þetta ekki eitthvað Ómar?
Guðmundur St Ragnarsson, 21.7.2011 kl. 11:00
Sjaldan veldur einn þá tveir deila en það er löngu tímabært að ljúka þessum skærum á milli Ísrael og Palestínu. Með Guðs hjálp og góðra manna hlýtur það að vera hægt eins og það tókst að lægja öldurnar í Írlandi.
Annars verð ég að taka undir með doktornum hér að ofan að svolítið er maður orðin þreittur á þessum fórnarlambatöktum þeirra. Í þessum hernaði er það almenningur í báðum ríkjunum sem eru fórnarlömb, ja má ég segja stjórmálanna?
Hvort aðrir eru meiri fórnarlömb en hinir er erfitt að segja. Hvoru megin hafa fleiri almennir borgarar fallið? Gæti það svarað spurningunni?
Ertu svona góður í sögunni Ómar eða fettirðu þessu upp? Mér finnst alveg með ólíkindum hvað þú ert vel að þér á mörgum sviðum, minnir helst á Sigurð G. Tómasson.
Landfari, 21.7.2011 kl. 12:05
Þetta er leiðinda-blaðagrein, þótt að eitthvað kunni að vera satt í henni.
Össur ætti líka að sleppa þessum hvalablæstri fyrir "hönd þjóðarinnar". Staða Ísraelsmanna er nefnilega flóknari en flesta grunar, og þar með staða Palestínumanna.
Palestínumenn viðurkenna t.a.m. ekki tilvist Ísraelsríkis. Palestínumenn flykktust fagnandi út á götur og brenndu bandaríska fánann þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana. Hvorugt er sérstaklega hagkvæmt fyrir almennar vinsældir.
Ísraelsmenn hafa borið af sér hernaðarinnrásir nágrannaríkjanna, og það stundum með naumindur, t.d. 1973. Ríki þeirra er í raun umkringt fjandskap og allslags plotti, og lái ég þeim það ekki að vera svolítið á tánum þegar einhver rostungur norðan úr ballarhafi byrjar að básúna speki sína um Palestínumálið "fyrir hönd" þjóðar sinnar.
Jón Logi (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 12:45
Þetta eru eins og 2 hópar af geðsjúkum
HArryPotter aðdáendum; Einn hópurinn er með Móses Potter bókina, hinn er með Muhammad Potter. Og svo eru Móses Potter fanboys studdir dyggilega af Jesús Potter fanboys.Þettta er púra geggjun, það sjá allir að það verður að taka bækurnar af þeim :)
doctore (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 13:08
Þá skaltu átta þig á því doctore, að ef Muhammad Potter skrækir "Jíhad" erum við réttdræpir í þeirra augum. Það gildir þvert á vegabréf, konur, börn og nágranna. Það varð heldur ekki til mikilla vinsælda þegar múslímar í Reykjavík svöruðu því samviskusamlega að ef að jíhad yrði, þá litu þeir á nágranna sína sem réttdræpa.
Þetta er hins vegar daglegur veruleiki í Ísraelsríki.
Jón Logi (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 15:10
Jón Logi, biblían og kóran eru keimlíkar bækur; Kóran tekur mikið úr biblíu, þar með talið hroðaverk, óréttlæti, misrétti. Þeir eru með sama guð, sama bull er á bakvið þetta ættbálkarugl.
Skoðaðu nú biblíu og sjáðu hvað trú þín boðar, berja höfðum ungabarna við stein, skera óléttar konur óvinarins á kvið og rífa út börnin,.
Því meira sem menn dissa þessar bækur, því meira batnar heimurinn; Hver sá sem virðir trúarbrögð vanvirðir manneskjur og mannréttindi.
Þetta eru handbækur þrælahaldara, það sjá allir sem eru ekki blindaðir af extra lífi í eillífum lúxus.
DoctorE (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 16:35
Að auki tel ég það nokkuð víst að gyðingum var plantað þarna niður til þess að uppfylla fáránlegan spádóm/bull í biblíu; Við sjáum kristna ruglukolla þvæla um þetta lon og don; Sjáið nú rættist þetta í galdrabókinni, magic is real bla bla.
DoctorE (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 16:54
Mér var hent út af mbl vegna skoðana minna á Ísrael hvers vegna !!! Jú Þeir eru að reina stækka sit land með því að drepa fólk ? hvað finnst ykkur eiga þeir meyri rétt Kristnir eða Múslímar Djöfulli hata ég þetta trúbragða bull....
Guðmundur Friðrik Matthíasson, 22.7.2011 kl. 00:57
DoktorE, - Þetta segir þú:
" Að auki tel ég það nokkuð víst að gyðingum var plantað þarna niður til þess að uppfylla fáránlegan spádóm/bull í biblíu; Við sjáum kristna ruglukolla þvæla um þetta lon og don; Sjáið nú rættist þetta í galdrabókinni, magic is real bla bla."
...0g hefur ekkert í hendi. Asnabull og ekkert annað.
Gyðingar voru lengi á flótta, og ofsóttir misjafnlega eftir því hvar þeir bjuggu. Það var t.a.m. ekkert "gyðingavandamál" í Bretlandi fyrir stríð, en meistaraskepnnunni Hitler tókst það að kenna þeim um allt illt, og smíðaði vandlega heilt heljarinnar móverk sem myndi eftir sigurgöngu þriðja ríkisins mylja niður alla gyðinga. 11 milljónir var áætlunin, en náðist ekki.
Eftir stríð var vandamálinu velt yfirá fornar slóðir Gyðinga, hvar þeir voru nokk snöggir að smíða upp ríki á stærð við Árnes-og Rangárvallasýslu og rúmlega það og með ca 6 milljón íbúa í dag, sem er eins og í Danmörku.
Það hefur þó reynst erfið nábúðin við grannana, sem ítrekað hafa reynt að rúlla yfir með hervaldi enda ekki yfir miklar vegalengdir að fara, svona eins og að skreppa úr bænum autur í Vík. En Ísraelar hafa reynst harðir, og hafa herst með árunum. Skiljanlegt þegar þeir búa við þann veruleika að mörg nágrannaríki þeirra viðurkenna ekki þeirra tilvist, þ.m.t. Palestínumenn.
Þar fór það. Svona er það.
Ég er ekki sérstaklega mikill biblíustaglari, og man nú ekki ýkja vel eftir barsmíðum á ungbörnum sem aðalprinsippi. Held mig frekar við lögmál Móses sem eru í raun lagagrunnur siðmenntaðra ríkja í dag, með mottó eins og "þú skalt ekki stela", og "þú skalt ekki mann deyða", svo og kenningar Krists sem eru velferðarlykill mikill, þar sem boðaður er nágungakærleikur fyrst og fremst. Komdu fram við alla eins og jafningja þinn og þar fram efir götunum. Dæmisögur á borð við miskunarsama samverjann.
Ég held að heimurinn batni lítt við það að dissa þessi prinsipp, og ég held líka að það sé sem flestum hollast að sjá í gegn um það hvernig fornir textar úr frum-trúarbrögðum eru teknir úr samhengi til að búa til einfalt ofstæki.
Jón Logi (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 14:27
Jón Logi... Sorry ég sé ekki að þú hafir hrakið eitt né neitt; Enn er líklegt að gyðingum hafi verið plantað þarna til að uppfylla bull úr biblíu.
Þegar þú tekur þessi boðorð.. þau eru ekki afrakstur biblíu, þau voru til áður, í öðrum samfélögum.
Eina sem þið getið sagst eiga í boðorðunum er það að það sé bara einn guð, guðinn ykkar.. og að allir eigi að tilbiðja hann.,
DoctorE (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 17:28
Doktor, þú átt ekki neitt í þínum sarpi.
Byrjum á stofnun Ísraelsríkis. Það var ákvörðun vesturvelda eftir stríð. Bretar voru þar í forsvari. Gyðingar voru á hrakningi, meiripartur þeirra hafði verið myrtur af nasista hálfu, og það fór í gegn hjá samfélagi þjóðanna að þeir fengu spildu þar sem þeir eru, og reyndar hvaðan þeir komu. Þetta hrekur enginn.
Boðorðin eru þekktust úr mósebók, þótt að gagnleg minni þeirra sé víða að finna. Það hrekur enginn.
Eingyðingstrú er sameiginleg mörgum trúarbrögðum, bæði hjá Gyðingum, Kristnum, og Múslímum. Mismunur þeirra á milli er aðallega varðandi "spámanninn", - Kristur, Múhameð, eða enn á biðlista. Múhameðstrúin viðurkennir Krist sem spámann, bara ekki hinn eina. Múhameðstrúin er svo yngst í þessu mengi, en gyðingdómur elstur.
Ekki hrekur þú þetta.
Nú ávarpar þú mig sem hluta af mengi, - "þið". Það væri gaman að vita hvaða mengi manni er ætlað að tilheyra. Skal þó upplýsa um það, að ég tilheyri þeim hópi sem grúskar í sögunni og pirrast oft pent yfir básúnugangi fáfræðinnar.
Jón Logi (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 18:12
Menn þurfa að vera ofureinfaldir til að sjá ekki samhengi biblíu og að gyðingum var plantað þarna á meðal "úlfa".. obvious.
Ég þekki vel þetta með gyðingdóm/kristni og svo íslam, þetta er púra ættbálkarugl í þessum trúarbrögðum og ekkert annað.
Ég veit vel að múslímar viðurkenna Jesú sem spámann en ekki guð; Ég veit líka að það voru örfáir klerkar sem tóku sig saman og ákváðu að Jesú væri guð; Ég veit líka að mjög líklega notaði Constantine kristni til þess að klekkja á gyðingum.. það má eiginlega séga að Constantine sé upphaf kristni... þú þekkir þetta örugglega
Ekki reyna að segja að biblían hafi átt upphafið að siðmenningu, að það hafi ekki þekkst að það ætti ekki að stela/myrða blah, fyrr en biblían kom; það er fjarstæða
Trúarbrögð Abrahams eru líkast til versta uppfinning mannkyns; Það er ekkert sem hefur drepið fleiri, ekkert sem hefur kostað mannkyn meira.
DoctorE (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 18:22
Doktor, þú þarft alvarlega að læra að skrifa stíl svo að það skiljist hvað þú vilt segja.
Svo þarft þú að lesa á sama hátt, því að örðugt er að sjá skýra merkingu upp úr "púra" texta þínum og sletteríi öðu.
Svaraðu færslu #13 á skiljanlegu máli, lið fyrir lið ef geta er fyrir hendi.
Jón Logi (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.