24.7.2011 | 22:54
300 Íslendingar á dauðalista Breiviks ?
Nú hefur verið upplýst að samkvæmt skilgreiningu Anders Behrings Breiviks á fjölda "föðurlandssvikara í hverju Evrópu landi séu 322 Íslendinga á "dauðalista" hans og félaganna í samtökunum, sem hann segist vera í, það er, fólk sem þarf að útrýma.
Einhverjir kunna að segja að þetta séu aðeins órar geðsjúklings en þá ber á það að líta að órar vitfirringanna, sem komu seinni heimsstyrjöldinni af stað reyndust vera dauðans alvara og að þeir, sem aðhylltust þessa villimennsku voru fleiri en nokkurn hafði órað fyrir.
Á dauðalista þeirra voru allir Gyðingar Evrópu og þeim tókst að myrða sex milljónir.
Nýnasista nútímans má ekki vanmeta. Þá dreymir um að klára það verk, sem Hitler tókst ekki að klára.
Kallaði sig Sigurð Jórsalafara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann er illa ruglaður þessi maður og vonar maður að hann fái makaleg málagjöld þessi andskoti
Guðborg Eyjólfsdóttir, 24.7.2011 kl. 23:10
Málið snýst ekki um það Guðbjörg ,heldur hvert i raun að þessi felagsskapur se til i alvöru og hvað þeir aðrir munu gera i framhaldinu ?....það er alvara málsins ,og mikil alvara ,eins og Ómar hefur útskyrt her á undan .
Ransy (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 23:21
Eg er alveg viss um að Steingrímur J er númer 1 á þessum lista
jon (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 23:37
Hvort er Andrés Breiðvík nýnasisti eða hægri-öfgamaður? Mönnum ber ekki saman um það og virðast heldur ekki allir vera með skilgreininguna á hugtökunum á hreinu. Sumir fjölmiðlar hafa jafnvel nota bæði í sömu frétt og ruglað fólk þannig í ríminu. Hið rétta er auðvitað að nasismi er ákveðið form jafnaðarstefnu.
Hvað svo sem það kallast þá eru öfgar oftast af hinu illa.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.7.2011 kl. 23:43
Vil bara benda á að það eru ekki 322 Íslendingar á neinum lista. 322 er einfaldlega samsvarandi hlutfall 319.180 Íslendinga miðað við þessa 1010 "svikara" í hverri milljón íbúa. Þetta er bara mjög léleg fréttamennska hjá mbl, senseinsjonalismi.
Bjarni G. (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 00:09
Guðmundur ... hvaða máli finnst þér það skipta hvernig flokka skal eða skilgreina pólitískt þessa skepnu?
Óli minn, 25.7.2011 kl. 00:15
Guðmundur Ásgeirsson það ber flestum fræðimönnum um að nasismi er ekki jafnaðarmennska, og tilraunir hægri öfgamanna til að reyna að klína nasisma á jafnaðarmennsku er orðin heldur þreytt.
Það er ekki endilega andstæða að vera hægri öfgamaður og nasisti, maðurinn getur verið hvorutveggja... Ekki láta AMX mata þig af þessu rugli.
Björn (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 00:19
Dómadags rugl er þetta í þér Ómar. Það er ekkert rasjónelt við þennan mann, heldur stefnulaust þvaður vitstola einstaklings, sem aktaði ekki í nafni eða með fulltyngi neins hóps, sannfæringar eða samtaka. Taktu þér tak maður. Ef hann er nýnasisti, af hverju er helsta átrúnaðargoð hans þá Max Manus, sem var kröftugasti andspyrnumaður Norðmanna á styrjaldarárunum. Maður sem jú myrti hundruðir þjóðverja, en lengra nær samanburðurinn ekki. Andnasisti.
Áður en menn fara svo að henda hina og þessa hugmyndafræðina á lofti í tengslum við þetta, þá mættu þeir lesa sig til um national socialisma t.d.
Það er annars fádæma smekkleysa að vera að míga á minningu fórnarlambanna með því að tengja þetta hverskonar pólitískum spuna. Þeir sem stunda það eru í litlu frábrugðnir umræddum vitfirringi.
Hér hefði verið betra að þegja Ómar minn. Það hefur engin þörf fyrir þína útlistun á þessu eins og stendur.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.7.2011 kl. 00:37
Hér eru ákveðnir aðilar á harða hlaupum frá sjálfum sér, kallla nasista jafnaðarmenn og láta hafa eftir sér annað eins rugl. Þessi grey eru í tilvistarkreppu og hamast í bloggheimum við að afneita þeirri staðreynd að morðinginn hataði jafnaðarmenn, vinstrimenn, múslima - og segja svo, já hann var jafnaðarmaður en ekki öfga hægri maður eins og við! Þetta lið á bara bágt.
Óskar, 25.7.2011 kl. 01:53
Max Manus var þjóðernissinni eins og Breivik, Jón Steinar..
Óskar Þorkelsson, 25.7.2011 kl. 03:25
Breivik er á móti fjölmenningarsamfélaginu, pólítískum rétttrúnaði og 'Menningarlegum Marxixma' o.f.l. Hann telur að það sé markvisst verið að brjóta niður menningareinkenni evrópu og að Islam sé að reyna að leggja undir sig álfuna. Hann setti inn 12 mínútna myndband þar sem hann útskýrir þessar skoðanir og það er hægt að horfa á það með því að smella á linkinn hérna fyrir neðan.
http://www.youtube.com/watch?v=SUuqhbTukmw
maggi220 (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 03:31
Það er fullt af svona vitleysingum um allan heim, USA er að springa það eru svo margir svona ruglukollar þar. Ruglukollar sem tala nákvæmlega eins og þessi morðhundur; Sumir þeirra hafa verið með þætti á Fox news um árabil, td Glenn Beck, hann gæti allt eins hafað gert þetta video sem þessi fjöldamorðingi setti á youtube.. nákvæmlega sömu samsæriskenningar og alles
En þetta eru ekki nýnasistar, flestir eru ofurkrissar.
DoctorE (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 07:47
Tek algjorlega undir thad sem Jon Steinar segir i athugasemd #8
Eg er hins vegar ekki algjorlega sammala wikipediu um skilgreininguna a nasismanum, en thad er i sjalfu ser aukaatridi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.7.2011 kl. 08:01
Fjölmiðlmenn og fólk með forrssjárhyggju er efft á listanum held...
óli (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 08:24
Thad er enginn listi... og thessi riddarasamtok eru hugarburdur veiks manns
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.7.2011 kl. 08:34
Ég var eitt sinn á svona aftökulista íslenskra öfgamanna. Sá listi var raunverulega til og var á heimasíðu þeirra.
XXX (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 09:06
Alltaf er maður jafnhissa (og þó ekki....) á orðbragðinu hjá hægri öfgaliðinu....."Dómadags rugl er þetta í þér Ómar. Það er ekkert rasjónelt við þennan mann, heldur stefnulaust þvaður vitstola einstaklings, sem aktaði ekki í nafni eða með fulltyngi neins hóps, sannfæringar eða samtaka. Taktu þér tak maður."........"Hér hefði verið betra að þegja Ómar minn. Það hefur engin þörf fyrir þína útlistun á þessu eins og stendur".....þetta er ekki mönnum bjóðandi svona gengdarlaus dónaskapur fyrir utan fullyrðingar um að hann hafi aktað einn, sem Jón Steinar veit ekkert um. Ykkur öfga hægrinu er mjög umhugað, að því er virðist, að sannfæra fólk um að hann hafi verið einn að verki. Sérstakt. Annars er Jón Steinar alveg sér á báti með einstakan ruddaskap í skoðunum. Það er allt í lagi að vera með sterkar skoðanir, en óþarfi að telja alla þá, sem ekki hafa þessar sömu skoðanir, fávita. Reyndar ekki bara óþarfi heldur einstaklega bjánalegt eins og Jón Steinar gerir sig sekan um trekk í trekk. Svo er maðurinn alltaf afar geðstirður, eiginlega "constipated" í skoðunum, hefur einhverja sérkennilega þörf til að hrauna yfir fólk sí og æ.
Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 09:09
....og samtökin eru vissulega til. Þau eru alþjóðleg og reyna að fá sig samþykkt sem "trúfélag". Ekki er ólíklegt að "stjórnlagaráð" hafi með tillögu sinni um að "lífsskoðunarfélög" geti fallið undir trúfrelsisvernd stjórnarskrárinnar opnað fyrir að svona félög geti krafist verndar sem trúfélag/lífsskoðunarfélag.
Hér á landi hafa þessir aðilar verið í viðtölum við fjölmiðla, t.d. í Spjallið með Sölva og í DV var viðtal við mann sem sagðist vera meðlimur og hérlendur leiðtogi Íslandsdeildar erlends trúfélags sem hefur "varnarstyrjöld hvíta kynstofnsins" í boðun sinni. Þetta eru sömu aðilarnir og gáfu út aftökulistann en á honum voru landsþekktir stjórnmálamenn, forsetafrúin og svo lítt þekkt "nóboddý" eins og ég.
XXX (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 09:13
Við erum fljót að hengja "merkimiða" á orðræðuna. Það er margt í prófíl glæpamanns sem er sameiginlegur fjölda fólks án þess að það eitt eða tvö atriði geti réttlætt samlíkinguna.
Það er augljóst að þessi maður greip hugmyndir sínar ekki úr lausu lofti frekar en að líkami hans hafi komið úr annari vídd. Bæði er holdgerfi mannsins og hugmyndir eiga sér stoð í orðræðunni. Það er hins vegar samhengið við níðingslegt ofbeldi sem er einstakt. Þetta er einstakt og maðurinn var einn í sínum heimi og verknaði og fráleitt að gera aðra ábyrga á þessum verknaði.
Nasistar hafa ekkert með þetta að gera þó að á sínum tíma hafið þeir einmitt verið fullfærir um að framkvæma hliðstæðar aðgerðir og gert það. Nasisminn er dauður.
Það að ég sé hvítur norrænn, karl og þar með 80% líklegur til að kalla mig kristinn, elska þjóð mína og arfleiflð hennar og hef efasemdir um að samruni mismunandi þjóða og réttarfars innan þjóðríkja sé framkvæmanlegt en vil þó gjarnan að það ýtrasta sé reynt til að sem flestir fái að njóta sín þá er ég líka alger andstæðingur hvers konar ofbeldis og vil einmitt opna og frjálsa umræðu um allt sem er uppi á borðinu hverju sinni.
Sannfæring mín er ekkert betri en sannfæring annara og mitt fólk ekkert betra enn annað. Við megum ekki láta umræðuna lokast inni í ákveðnum hópum sem bara tala við sjálfan sig einsog maður sér í bloggum ESB andstæðinga sem hafa bara sem markmið að ófrægja skoðanir andstæðar sínum.
Ofbeldi í nafni hugmynda er hægt að framkvæma á margvíslegan hátt. Hitler var grænmetisæta. Líklega skáphommi. Hann var unnandi fagurra lista. Hann lét skipuleggja mestu ofbeldisverk á samlöndum sínum og annara sem þekktust fram að þeim tíma. Hann var samt ekki fyrirmynd skrímslisins á Utøya.
Gísli Ingvarsson, 25.7.2011 kl. 10:25
Nasisminn er ekki dauður enn, og eimir eftir af eitri þriðja ríkisins enn þann dag í dag.
Ég er búinn að lenda í orðaskaki við fullt af þessum bullukollum á netinu, og þetta er alls konar fólk. En það vantar alltaf eitthvað samhengi í kollinn á þeim, - kenningar þeirra og staðhæfingar ganga aldrei upp nema að stunduð sé söguleg afneitun/endurskrift sögu (eða nasískur revisjónismi) ásamt ákveðnu formi af mannhatri og siðblindu.
Ég var einu sinni á póstlista hjá Íslenskum nösum, þetta var alveg sama kæfan upp úr þeim, og þótt þeir í fyrstu þrættu fyrir hitlers-aðdáun, þá var nú eitt fréttaritið með forsíðu af þeim andskota með afmælistertu, skreytta hakakrossi, og það í tilefni afmælis hans. Maður vissi hreinlega ekki hvort hlæja skyldi eða gráta. En sorglegast fannst mér hvað ég fann marga einstaklingaum allt með þessar grunnskoðanir.
Þessi Breivíks manndrusla sér til dæmis ekkert að því að skjóta börn til bana alveg hægri og vinstri. Dálítil andhverfa við andspyrnumenn, og áminning á við þeirra kvöl (skotmörk þeirra voru einkum öflugir nasistar, en afleiðingar dráps (hefndaraðgerð nasista) voru fjöldaaftökur á óbreyttum borgurum). Hans átrúnaðargoð barðist á kláran hátt við hans fyrirmyndir þó, - þá sem stunduðu hreinsanir á ákveðnum þjóðfélagshópum með köldu blóði frá fyrstu mögulegu tækifærum. Vafalaust hefði hann verið afar fínn fyrir SS einsatztruppen, og kannski sagt "sieg heil" í snörunn. Reyndar stílbrot að gefast upp án mótspyrnu....og þó ekki, SS einsatztruppen fóru nefnilega um í kjölfrar framsveita og myrtu vopnlaust fólk. Aumingjar og illmenni og ekkert annað. Og Breivík núna mest hataði Norðmaður allra tíma, frægur af endemum fyrir fjöldamorð á norskum ungmennum. NORSKUM. Hann var ekki að bomba innflytjendahverfi eða svoleiðis.
Oh, og Jón Steinar, - skilgreiningin á þjóðernissósialisma, fasisma, og kommúnisma, þ.e.a.s. hugmyndafræðinni á bak við, er nokkuð fjarri því sem við þekkjum það og skiljum fyrir, og svo hvernig afleiðingar þeirra stefnu urðu.
Og Gísli, - ég myndi fara varlega í að túlka hug kóna á borð við Breivíks til Hitlers. Það er alveg furða hve margir dást að hans "staðfestu"...
Jón Logi (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 13:51
Mér sýnist sumir hafa gleymt því hver var stefna Hitlers. Hún var sú að hinn aríski stofn (sem var bara bull) væri öðrum æðri og aðrir kynþættir væru óæðri, svo sem Slavar í Austur-Evrópu sem áttu að verða þrælar ofurmennanna.
Þar að auki væru Gyðingar úrþvætti sem þyrfti að útrýma eins og lús.
Breivik er á nákvæmlega sama róli og Hitler hvað varðar það að útrýma þurfi ákveðnum þjóðfélagshópi í Evrópu, sem í þessu tilfelli eru Múslimar og þeir innflytjendur sem ógna hreinleika Evrópubúa.
Hann ræðst líka þeim sem tala máli fjölmenningarsamfélags, annars hefði hann ekki ráðist á hugsanlega framtíðarleiðtoga Verkamannaflokksins.
Varla þarf að efast um að Breivik hefði ráðist gegn Gyðingum ef fjöldi þeirra hefði verið hinn sami og var 1941 fyrir réttum 70 árum, þegar Göring að fyrirlagi Hitlers skipaði Heydrich að vinna að lausn "Gyðingavandamálsins", sem þýddi í raun að útrýma öllum Gyðingum.
Ómar Ragnarsson, 25.7.2011 kl. 14:20
Sammála Ómari hérna.Hann hefði líka ráðist á gyðinga!
Golda Meir (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 14:39
ég efast ekki um að þessi riddarafélagsskapur sem var stofnaður 2002 er til....sbr "
Anders Behring Breivik segir í stefnuskrá sinni, sem hann birti á netinu á föstudag áður en hann gerði hryðjuverkaárásir í Noregi, að hann sé hluti af endurvöktum samtökum musterisriddara, sem stofnuð voru í Lundúnum árið 2002.
Segir Breivik, að markmið samtakanna sé að ná pólitískum og hernaðarlegum völdum í Vestur-Evrópu. Hann segir að félagarnir séu vopnaðir og að það sé hafin krossferð gegn herferð múslima.
Í stefnuskránni segir hann að stofnendurnir séu níu: Tveir Englendingar, Frakki, Þjóðverji, Hollendingu, Grikki, Rússi, Norðmaður og Serbi. Þá hafi þrír félagar, Sví, Belgi og Bandaríkjamaður, búsettur í Evrópu, ekki getað sótt stofnfundinn.
„Allir nota dulnefni, mitt er Sigurður (Jórsalafari) en lærimeistari minn er kallaður Ríkarður ljónshjarta. Ég held að ég sé sá yngsti hér," skrifar hann." (mbl.is)
Anna Benkovic Mikaelsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 15:20
Breivik er vist ekki nasisti, heldur norskur framsoknarmadur
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.7.2011 kl. 15:32
Ég hefði nú haldið að Össur væri íslendingur no: 1 á þessum lista. En hvað svo sem menn vilja kalla þennan andskota, er alveg ljóst á því hvernig hann aktaði og því sem eftir hann stendur á netinu, að þetta er pjúra HÆGRI-vitfirringur. Það er ágæt regla að horfa í kringum sig, bæði til vinstri og hægri. En hættann kemur ávalt frá HÆGRI.
Dexter Morgan, 25.7.2011 kl. 18:06
Þessi Anders Behrings Breiviks var ekki Nazisti heldur hægri sinnaður Zíonisti
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 01:27
Hann passar ekki inn í pólítiskt litróf.
Samrýndur er hann nasistum með ákveðið mannhatur og algeran skort á samúð. Norski verkamannaflokkurinn var skotmarkið vegna skoðanna sinna á öðrum kynþáttum og vandamálum innflytjenda.
Skotmörkin og öll sú útvinnsla minnir algerlega á aðferir SS einsatztruppen í umboði Hitlers, - að fylgja nánt eftir víglínu/glundroða og stunda þar í rólegheitum fjöldamorð á almennum borgurum. Breivík er í dag líkast til heimsmeistari í drápi á ungmennum á gelgjualdri, en óskráður meistari gæti leynst í Rúanda eða á elliheimili í Þýskalandi.
Ég held að Zíonistar hafi fáa slíka.
Jón Logi (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 17:19
Sæll Jón Logi
Nei þeir eiga fleiri, fleiri Zíonista eins og td. þá frá Irgun, Stern, Hagana , og hvar hefur þú verið? Auk þess sem Anders Behrings Breiviks hefur viðurkennt að hann sé Zíonisti, anti- Islam og anti - Arab?
"When we have settled the land, all the Arabs will be able to do about it will be to scurry around like drugged cockroaches in a bottle."--- Raphael Eitan, Chief of Staff of the Israeli Defence Forces, New York Times, 14 April 1983
"The Palestinians" would be crushed like grasshoppers ...heads smashed against the boulders and walls."--- Isreali Prime Minister in a speech to Jewish settlers New York Times April 1, 1988
"We must expel Arabs and take their places." David Ben Gurion, 1937, Ben Gurion and the Palestine Arabs, Oxford University Press, 1985.
"We have to kill all the Palestinians unless they are resigned to live here as slaves." Chairman Heilbrun of the Committee for the Re-election of General Shlomo Lahat, the mayor of Tel Aviv, October 1983.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 21:41
Irgun, Stern og Hagana klingja engum bjöllum í kollinum á mér.
Ég fæ heldur engar minningar um Síonista sem fretar niður gelgjur allt upp í 3ja stafa tölu
Jón Logi (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 10:47
Óli minn, það skiptir mig akkúrat engu máli hvort þetta illmenni sé flokkað til vinstri eða hægri. Slík skilgreining er að mínu mati merkingarlaus í nútímanum.
Björn: Ekki AMX heldur orðabókin. Eru "flestir fræðimenn" ósammála henni?
Á þýzku: nationalsozialismusÁ norsku: nasjonalsosialisme
Á íslensku: þjóðernisjafnaðarstefna
Nú síðast í hádegisfréttum RÚV í dag féllu þeir í þá gildru að segja orðrétt "nýnasista og aðra hægri-öfgamenn". Ég hringdi í fréttastofuna og benti á staðreyndir málsins, fréttamaðurinn sem svaraði þakkaði mér fyrir ábendinguna og baðst velvirðingar á mistökunum, ekki reyndi hann að þræta við orðabókina.
Aðrir fjölmiðlar hafa líka fallið í sömu gildru, en eftir að hafa lesið mér til um þetta virðist sem Breivik eigi fátt sameiginlegt með nasistum, því auk þess að vera útlendinga- og kynþáttahatari er hann harður Zíonisti, eins þversagakennt og það kann að virðast. Hann er sem sagt fylgjandi hagsmunum þeirra sem nasistar vildu útrýma. Norskur prófessor í heimspeki sem var beðinn um að greina þetta vildi kalla hann öfgasinnaðan þjóðernisíhaldsmann. Ég get alveg fallist á þá skilgreiningu ef því er að skipta.
En að sjálfsögðu breytir það engu um þau voðaverk sem hann ber ábyrgð á. Ég kann ekki að útskýra þau með pólitík og tilraunir til slíks gera ekkert nema að ljá verknaðinum lögmæti. Síðast þegar ég vissi eru fjöldamorð ennþá ólögleg og breytir þar engu þó þau séu framin undir (fölskum?) merkjum einhverrar hugmyndafræði.
Jón Logi: "heimsmeistari í drápi á ungmennum á gelgjualdri"
Bull og vitleysa. Andrés drap innan við 100. Rumsfeld ber ábyrgð á þúsundum!
Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2011 kl. 04:22
McDonalds ber abyrgd a miljonum....
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.7.2011 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.