Fær í raun að halda áfram.

Eitt af því versta við mál norska fjöldamorðingjans er það að hann svo gersamleta firrtur og siðblindur að hann ætlar augljóslega að nota réttarhöldin til hins ítrasta til að beina athyglinni að sér og boðskap sínum.

Því meira sem fjallað er um skrif hans og skoðanir, því betra finnst honum.

Réttarhöldin verða því ekki nein refsing fyrir hann heldur þvert á móti, - hann ætlar að baða sig hinn ánægðasti í sviðsljósinu! Þess vegna heimtar hann að fá að vera í einkennisbúningi og mun leggja sig fram um að vekja sem allra mesta athygli og umtal.

Af þessum sökum gerði hann ekki það sem margir fjöldamorðingjar gera, að farga sjálfum sér í lokin, heldur ætlar hann þvert á móti að færast í aukana sem aldrei fyrr.

Ef hann þar á ofan verður aðeins dæmdur í 21. árs fangelsi og fær kannski að fara út einhverjum árum fyrr, verður hann aðeins um eða innan við fimmtugt og mun þykja allir áróðursvegir færir.

Hitler skrifaði Mein Kamph í fangelsi og Breivik mun áreiðanlega ekki sitja auðum höndum þar.

Norðmenn munu líklega ekki eiga eftir að eiga sjö dagana sæla hvað snertir þennan viðbjóðslega vitfirring.


mbl.is Ætlaði að sprengja fleiri hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla rétt að vona að hann nái ekki að gera farsa úr þessu.  Dómararnir í Haag hafa staðið sig vel og ég vona að þeir norsku verði eins.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 23:03

2 Smámynd: Gísli Birgir Ómarsson

Henda honum inn í sameiginlegt fangarými í stærsta fangelsi Noregs og loka hurðinni vel á eftir... Auga fyrir auga - Tönn fyrir tönn.

Gísli Birgir Ómarsson, 24.7.2011 kl. 23:07

3 identicon

Blessaður Ómar..Ég sem er búsettur í Norge og hef verið það i langan tíma og er að fá allar fréttirnar hérna beint í æð hvort sem það er úr sjónvarpinu eða blöðum eða þá á netinu..fynst mér það afra ólíklegt að þessari ósk verði framfylgt...Miðað við hvernig Norðmönnum fynst þá er skoðun flestra ef ekki allra hérna að skella hurðini í dómshúsinu og láta dýrið svara til saka bara með dómaranum og rétti..eingar camerur og fréttamenn inni.meðan þetta fer framm...vona innilega að það verði gert. hér er mikill þjóðarsorg og verð að segja að ég hef aldrei a minu lífi fundið svona mikid til og tekid hluti svona inná mig eins og þessa hræðilegu atburði..þetta er svo nálægt eithvað.

Hörður (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 23:11

4 Smámynd: Óli minn

Þessi maður, ef mann skyldi kalla, á ekki að fá að lifa og því síður á að leyfa honum að koma "boðskap" sínum frekar á framfæri. Því fyrr sem hann er tekinn af lífi því betra fyrir alla. Verði niðurstaðan fangelsisdómur þá vona ég að hann verði vistaður í klefa án nokkurs möguleika á að hafa nokkur samskipti við aðra. Hann hefur algjörlega fyrirgert mannréttindum sínum.

Óli minn, 24.7.2011 kl. 23:49

5 identicon

Þó hámarksrefsing sé 21 ár þá eru Norðmenn með annað hugtak í lögunum(man ekki nafnið í augnablikinu) sem tekur á "mjög alvarlegum" glæpum og þó svo væri ekki þá fengi hann aldrei að fara heim fyrr en eftir 21 ár í fyrsta lagi.

Hef þó grun um að hann verði innilokaður til æviloka, væntanlega í einangrun frá öðrum föngum, ella verður stutt fangelsisdvölin!

Karl J. (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 02:05

6 identicon

Þessi maður mun aldrei ganga laus aftur. Held að það sé engin hætta á því. Líka að réttarhöldin verða lokuð þannig að hann fær ekki að bera út boðskapinn þaðan. Við skulum hafa aðeins meiri trú á Norðmönnum en þetta. Það eru allir ennþá í sjokki.

elísa (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 09:01

7 identicon

Hvað myndi hann endast lengi í "opnu" fangelsi? Hann fær sjálfsagt einangrun fyrir sitt eigið öryggi. Annars veit maður aldrei, er ekki Charles Manson vinsæll meðal jafningja?

Og Mein Kampf, - altso, Hitler var ekki dæmdur barnamorðingi, heldur þvert á móti, orðuhafi úr fyrra stríði. Og Breivík er búinn að gefa út stefnuskrána sína.

En frekjan í helvítinu að vilja mæta í einkennisbúningi. Einkenningsbúningi hvers? Norska hernum, hverjum hann sór hollustu sína til verndar borgurum Noregs sem hann er nýbúinn að strádrepa með köldu blóði. Hann á bara að fá röndóttan galla og ekkert betra.

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 14:00

8 identicon

Reyndar hef eg ekki heyrt um hvort það er til í lögum í Noregi svokallaður forvaringsdom eins og  hérna í Dannmörk.

Sá sem er dæmdur slíkum dómi fær aldrei að koma út aftur sá frægasti hérna er Peder lundin hann fær aldrei frelsi aftur  

otto (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband