Stalín: "Einn er morð, milljón er tala".

Haft er Jósef Stalín þegar tal barst að múgmorðum: "Að drepa einn mann er morð, - að drepa milljón er tala."

Kannski var eitthvað þessu líkt í huga Breiviks þegar hann þyrmdi einstaklingum, sem báðu sér griða en sallaði niður fjölda fólks með köldu blóði.  

Þetta rímar við það að á fyrstu áratugunum eftir síðari heimsstyrjöldina voru sýndar margar heimildarmyndir um Helförina þar sem birtar voru tölur um milljónir fórnarlamba og sýndir haugar af líkum.

Engin þeirra hafði þó viðlíka áhrif og framhaldsmyndaflokkurinn um Helförina þar sem fylgst var með gyðingafjölskyldu.  Það höfðaði betur til fólks og var sterkara.

Ég tel að Geysisslysið á sínum tíma hafi haft jafn gríðarleg áhrif á alla þálifandi og raun bar vitni vegna þess að þeir sem týndir voru, voru "hæfilega fáir".

Strax á fyrsta degi þekkti öll þjóðin hina týndu með nafni og í fámennu landi kunningsskapar og vensla orkuðu örlög hvers flugliða um borð í Geysi enn sterkar á fólk.


mbl.is Sá 11 ára dreng biðja sér griða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband