27.7.2011 | 11:55
"Hann var illmenni".
Að fornu var stundum ekkert verið að tvístíga í skilgreiningu og lýsingu á persónum. Nú er að vísu alllangt síðan ég las Njálu en mig minnir að ein mannlýsingin hafi verið afar skýr, hnitmiðuð og stutt, einhvern veginn svona í minni mínu: "Mörður hét maður Valgarðsson. Hann var illmenni." Punktur.
Þetta á við um Anders Behring Breivik.
Ekki geðveikur heldur illmenni" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af verkum sínum eru mennirnir dæmdir.
Sigríður Sigurðardóttir, 27.7.2011 kl. 12:08
Þetta leiðir að spurningunni: En guð hans, guð Abrahams; Er hann ill"menni"?; Samkvæmt bókinni þá er þessi norski brjálæðingur bara lamb við hlið hans.
Hvernig er hægt að sneiða framhjá þessu.. Við gætum þá allt eins sagt að Hitler hafi verið góðmenni því hann var víst mjög góður við hundinn sinn....
Hvað segið þið um það, einhverjar afsakanir á reiðum höndum? Er þetta eitthvað annað en mútuþægni, horfir framhjá hrylling vegna loforðs um eitthvað flott
DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 12:15
DoctorE, ef þú gerðir smá tilraun og reyndir að hætta að tengja allar færslur við trúmál og Guð, gæti verið að þú næðir anda og meiningu færslunar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2011 kl. 12:24
Þau gátu sér son er Mörður hét og er sá lengi við þessa sögu. Þá er hann var fullkominn að aldri var hann illa til frænda sinna og einna verst til Gunnars. Hann var slægur í skapferðum og illgjarn í ráðum.
Þú fórst nærri þessu Ómar.
Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 12:32
Tek undir þessa lýsingu. Það eru nefnilega til hreinræktuð illmenni og illmennska hefur ekkert með geðveiki að gera. Geðveikur maður leynir ekki geiðveiki árum saman. Algjörlega útilokað og hreint nonsens. Það er bara tilhneiging að nota einhverjar sálfræðilegar skýringar á allt og alla þegar eitthvað hroðalegt skeður sem er því miður oft bara tóm tjara...illmennska er mikið líklegra...
Óskar Arnórsson, 27.7.2011 kl. 12:48
En Axel, þetta mál er tengt inn í trúmal; Var maðurinn ekki að berjast á móti einu trúarbragði.
Að auki hentar þetta ágætlega til að benda á hræsnina sem hrjáir mannkyn.
DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 12:49
DoctorE, einu trúarbragði?
Guðrún Jóhannesdóttir, 27.7.2011 kl. 13:04
Mörður hét maður er kallaður var gígja. Hann var sonur Sighvats hins rauða. Hann bjó á Velli á Rangárvöllum. Hann var ríkur höfðingi og málafylgjumaður mikill og svo mikill lögmaður að engir þóttu löglegir dómar dæmdir nema hann væri við. Hann átti dóttur eina er Unnur hét. Hún var væn kona og kurteis og vel að sér og þótti sá bestur kostur á Rangárvöllum.
Var þetta ekki svona?
Jón Logi (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 13:08
Já Guðrún, þetta eru brögð, brellibrögð; reykur og speglar; Pólitík ruglukolla.
Trúarbrögð Abrahams eru bara ættbálkastríðstól(Gyðingdómur,kristni,íslam) Augljóst algerlega.
DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 13:19
Í fréttinni sem þessi færsla tengist virðist Janne Kristiansen yfirlögreglustjórinn ekki gera sér grein fyrir því að hægt er að vera bæði illur og geðveikur. Sum geðveiki getur gefið af sér illsku, og sum geðveiki getur sprottið út frá illsku. Það kæmi mér ekki á óvart ef að Anders Breivik verði útskurðaður geðveikur þótt að ég þori ekki að veðja á það. Hins vegar er það algjörlega öruggt að út frá almennum samfélagsreglum er hann illmenni.
Jóhannes Gunnar Þorsteinsson (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 15:53
"Nú er að segja frá Hallgerði að hún sendi mann vestur til Bjarnarfjarðar eftir Brynjólfi rósta frænda sínum. Hann var sonur Svans laungetinn. Hann var hið mesta illmenni."
Stutt, hnitmidad og segir tad sem segja tarf.
Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.