Hræðileg staðreynd.

Í frétt á mbl.is um það þegar 16 ára stúlka hringdi á fimm mínútna fresti í móður sína úr helvítinu á Útey kemur fram að hún og fleiri sem földu sig undir kletti við ströndina héldu að þyrlur, sem sveimuðu yfir eyjunni, væru lögregluþyrlur, en það var rangt, þetta voru þyrlur með fjölmiðlamenn.

Þetta er hræðileg staðreynd sem hlýtur að verða til umhugsunar fyrir það, hvernig viðbúnaður lögreglu verður í framtíðinni.


mbl.is „Mamma segðu lögreglunni að flýta sér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Svo er líka umhugsunarefni hvernig maður býr sig undir atburði sem taldir eru óhugsandi.  Fyrir 11. september hafði manni ekki komið til hugar að hópar manna tækju nokkrar fullhlaðnar farþegaþotur traustataki til þess að fljúga þeim inn í byggingar fullar af fólki. Á sama tíma og öllu lögregluliðinu var stefnt inn í Osló að staðnum sem orðið hafði fyrir hryðjuverkaárás, var hryðjuverkamaðurinn á hraðferð í hina áttina til að halda áfram illverkum sínum. Er hægt að bregðast við svo djöfullegum klækjum?

Flosi Kristjánsson, 27.7.2011 kl. 14:42

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hefur engin spurt af hverju þessar þyrlur gerðu ekki tilraun til að bjarga fólki. Var fréttagildið metið ofar mannslífum, var meira vert að mynda morðin en hindra þau?

Þyrlurnar hefðu hæglega getað lent á öndverðri hlið eyjunnar miðað við staðsetningu morðingjans, fréttamenn vissu hvar hann var staðsettur eftir að hafa myndað hann.

Ekki hefur verið legið á gagnrýni á lögregluna, sem hafði fengið meira í fangið en nokkurn tíma áður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2011 kl. 14:46

3 identicon

Einhvern veginn hélt ég að þetta væri refsivert athæfi. Að horfa fullvitandi á nauðstadda og gera ekkert til bjargar  þegar hægt væri.

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 15:27

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég held að fæstir geri sér sér grein fyrir því hvernig það er að vera í svona hrikalegri aðstöðu. Enn það er alltaf hægt að skoða hlutina eftirá. Ég held að öll umræða um þetta mál þar sem vitnað er beint í hans hugarheim, sé aftur á móti af hinu vonda.

Fjölmiðlar eiga stóran þátt í því að halda geggjuninni lifandi og eru sk "skólaskothríð" ´nærtækasta dæmið. Ef það er eitthvað sem ætti að reyna að þegja í hel, þá er það þessi beina útsending av sjúkri fílósófíu fjöldamorðingjans. Enn sú geggjun er lögvarin...

Óskar Arnórsson, 27.7.2011 kl. 15:34

5 identicon

Fjölmiðlafólk fór til að sækja fréttir í eyna, í þeim tilangi að afla sér og vinnustað sínum tekna. Þetta gerði pressan í nafni frjálsrar fjölmiðlunar og er í fullum rétti og verður ekki sótt til saka fyrir að lenda ekki þyrlunum til að taka farþega upp í. Við getum í leiðinni reiknað með að þetta hafi verið 4 sæta þyrlur, og hvert rúm skipað. Jú, kannski hefði verið hægt að troða einum og einum inn, en sú hætta sem skapast af því að lenda í nálægð við skjótandi brjálæðing - heitir á mannamáli að auka hættu í stað þess að koma í veg fyrir hana.

OG JAFNVEL þótt fjölmiðlafólkið hafi verið reiðubúið að fara í einhverjar björgunarstellingar og skipa flugmanninum að lenda, þá myndi enginn flugmaður með ábyrgðartilfinningu hlýða svoleiðis skipunum. Honum ber að passa upp á sína farþega og sjálfan sig.

Ef það er einhver að skjóta út í loftið í Engey á Kollafirði, og þú sveimar í nágrenninu á þyrlu, þá ferðu ekkert að lenda á eynni.

Kobbi (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 16:07

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Rétt hjá þér Ómar og takk fyrir þetta.

Um leið og maður er algerlega harmi sleginn yfir þessu hryllilega geðveikislega voðaverki í Noregi sem virðist hafa verið skipulagt í þaula af einum mjög illa höldnum og geðveikum einstaklingi, þá eru nú þegar farnar að vakna margar mjög ásæknar spurningar.

Fyrst vil ég þó byrja á að votta Norsku þjóðinni allri, frændum okkar og sönnum vinum enn og aftur mína dýpstu samúð, sérstaklega þeim fjölskyldum og vinum fórnarlambana sem nú eiga um sárt að binda !

En nú þegar eru ýmsar mjög áleitnar og erfiðar spurningar teknar að vakna meðal Norðmanna og þeirra sem þarna misstu ástvini sína.

Neyðarlínan, lögreglan og herinn og almannavarnarkerfið virðast algerlega hafa brugðist.

Nú reyna þeir samt að klóra í bakkann og að klappa hvor öðrum og segja þetta allt hafa verið eðlilegt og eru búnir að stytta tímann sem tók að koma á vettvang úr 90 mínútum niður í 60 mínútur sem er alls ekki satt ?

Hvernig gat það gerst að þessi geðveiki og byssuóði brjálæðingur og fjöldamorðingi hafði allan þann tíma sem hann fékk eða alls ca 90 mínútur til þess að athafna sig og labba um þennan smá hólma og myrða skipulega í rólegheitunum og salla niður með köldu blóði hátt í 80 ungmenni án þess að lögreglan eða herinn væri tafarlaust sendur á vetvang.

Að bera síðan við þyrluleysi í sjálfri höfuðborginni hjá einni ríkustu og mest tæknivæddustu þjóð veraldar er ekki boðlegt.

Norska Sjónvarpið og margir fleiri fjölmiðlar voru löngu komnir á þyrlum með frétta- og myndatökumenn sveimandi yfir eyjuna og ódæðiskvikindinu eða allt að heilum 30 til 45 mínútum mínútum á undan sjálfri lögreglunni ! Hvernig er þetta eiginlega hægt ?

Sýnir aðeins skömm og niðurlæginu lögreglunnar enn betur og skýrar og segir að gagnrýninn á yfirvöld lögreglu- og öryggismála á meira en fullan rétt á sér !

Síðan hafa þeir líka í afsökunarferlinu borið við bátaleysi, þvílíkt skipulagsleysi og skortur á skilningi á alvarleika þessa máls er hrikalegur !

Það sem bjargaði tugum mannslífa sem betur fer var að almenningur á fasta landinu tók ráðin í sínar hendur og fór á bátum sínum í átt til Eyjarinnar og björguðu þar á eigin spítur tugum mannslífa þrátt fyrir að skjálfandi hrædd Norska lögreglan í landi sem beið á bakkanum á fasta landinu og beið í a.m.k. í heilan klukkutíma þar eftir sérsveitinni sem var víst "á puttanum" og þorðu því ekkert að gera neitt vegna fyrirskipana að ofan, nema jú að þeir harðbönnuðu öllum almennum bátseigendum að sigla í átt til Úteyjar.

Þeir höfðu flestir fyrirskipanir lögreglunnar sem betur fer að engu, því að annars væri tala látinna a.m.k. tugum fleiri !

Sannað er að flest ungmennanna ca 600 sem þarna voru stödd voru öll meira og minna með GSM síma á sér og fjölda mörg þeirra létu vini og ættingja og líka lögregluna og neyðarlínuna Norsku vita hvað væri þarna virkilega að gerast strax á fyrstu 5 mínútunum sem ódæðið byrjaði !

Hvers vegna var ekki vopnuð sérsveit lögreglunnar eða Norska hersins send með þyrlu samstundis á vetvang til eyjarinnar til þess að stöðva þennan voðalega harmleik ?

Kannski hefði mátt stöðva þetta strax á fyrsta korterinu og bjarga þar með jafnvel tugum mannslífa ? Eyjan litla fagra, Útey sem breyttist á svipstundu í "helvíti á jörð" í eina og hálfa klukkustund er í mesta lagi í aðeins 7 mínútna beinu þyrluflugi frá Osló !

Ég held að fara þurfi í gegnum þetta og eflaust þurfa einhverjir embættismenn og yfirmenn hers og lögreglu að sæta ábyrgð vegna þessara hryllilegu mistaka. Ekki það að þeir hafi gert þetta viljandi !

Engu er líkara en að lögreglan hafi verið algerlega skipulagslaus og hreinlega farið "á puttanum" bæði á landi og sjó til þess að reyna að stöðva morðin og því hafi þetta að þeirra sögn tekið svona óralangan tíma.

Slíkar afsakanir sem reyndar hafa verið mjög misvísandi eins og hafa heyrst því miður, eru ekki boðlegar og algerlega fyrir neðan allar hellur !

En þetta er auðvitað ekki aðal málið núna, en verður það bráðlega og verður að skoðast mjög alvarlega þegar frá líður.

Því þessi afdrifaríku mistök varða ekki aðeins Norðmenn, þó þeir blæði svona hörmulega fyrir þau í þetta skiptið.

Allir, aðrar þjóðir verða líka að læra af þessum mistökum og þetta verður að rannsaka ofan í kjölinn og þar er lögreglan sjálf ekki rétti rannsóknaraðilinn, það þarf að skipa sérstaka óháða rannsóknarnefnd sem kortleggur þetta í smá atriðum lið fyrir lið !

Ég bæti þessu við hér því að nýjustu fréttir eru þær að Stoltenberg forsætisráðherra hafi nú skipað sérstaka óháða rannsóknarnefnd til þess að fara í smáatriðum yfir alla þætti málsins.

Því ber að fagna því að mjög hörð gagnrýni er nú í þessum anda sem ég skrifa hér á störf Norsku lögreglunnar og fer mjög vaxandi í Noregi.

Auðvitað munu Norðmenn með allri sinni ítrustu nákvæmni rannsaka þetta ofan í kjölinn og þar verður vonandi ekkert dregið undan !

En að lokum:

" Tankerne gaar til alle paarörende og omkomne " Tragisk !

Gunnlaugur I., 27.7.2011 kl. 17:36

7 Smámynd: Flosi Kristjánsson

... eða eins og hann Friðmundur Engiljón sagði: "Það er gott að vera prestur á páskum og engill í ofviðri"

Flosi Kristjánsson, 27.7.2011 kl. 20:42

8 identicon

Ég horfði á flugslys um daginn. Ég hefði getað rölt að því með myndavél, en tók þann kostinn að hendast á staðinn á fullu spítti og slökkvitækið með. Á meðan hringdi konan mín í 112.

En....ég er ekki blaðamaður. Þeir eru reyndar jafnir mér fyrir lögum.

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband