30.7.2011 | 10:29
Óbyggðirnar kalla.
Ég man eftir þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrir tæpri hálfri öld þegar hún og Sjómannadagurinn voru fyrst og fremst hátíð Vestmannaeyinga.
Nú er hún orðin að einhvers konar Hróarskelduhátíð og fyrir flesta gesti drukknar menning Eyjamanna og fréttir af hátíðinni í því sem er svo áberandi, fyllerí og fréttnæmar árásir og jafnvel nauðganir.
Broslegt var að heyra í gær þegar mótshaldarar þar og á nokkrum öðrum stöðum töluðu um "nokkra dropa" þegar raunveruleikinn var mikil rigning.
Við hjónin fórum seint í gær eftir að búið var að afhenda nýja stjórnarskrá og ókum rakleiðis að Aðalbóli í Hrafnkelsdal, sem er, ásamt Möðrudal, næsti bær við óbyggðirnar á norðausturhálendinu.
Síðan förum við inn á Brúaröræfi allt inn undir Brúarjökul og dyttum að Sauðárflugvelli, en ég skilgreini mig sem eins konar flugvallarbónda þar inn frá með næsta nágranna í Grágæsadal, Völund Jóhannesson.
"Óbyggðirnar kalla og ég verð að hlýða þeim". Ljóðlínur og lag Magnúsar Eiríksonar svífa hér yfir vötnum.
Bálið brennur í Herjólfsdal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég var á þjóðhátíð í Eyjum fyrir um 53. árum og það var skemmtilegt. Það var líka skemmtilegt fyrir austan nú um daginn undir öruggri leiðsögn Austurlands Goðans en hann er fæddur og uppalin að Aðalbóli á Hrafnkelsdal.
Það sem mér finnst ekki eins skemmtilegt er að það lítur svo út sem einhver hafi tekið sig til og hent okkar gömlu stjórnarskrá og þú hafir þess vegna af þinni alkunnu náð fært forseta alþingis nýja.
Hefur þú kannað hvort við íslendingar aðrir en þið sem sitjið í þessu stjórnlaga ráði Jóhönnu Sigurðardóttur viljum yfirleit eitthvað með þetta peninga sníkju og fjórðaríkis stjórnlagaráð hafa.
Hrólfur Þ Hraundal, 30.7.2011 kl. 15:24
Ég hef nú aldrei orðið svo frægur að fara á þjóðhátiíð og býst ekki við að fara úr þessu en mikið öfunda ég þig að hlýða kalli óbyggðanna, en hvað er betra en að vera einn með sjálfum sér út í óspilltri íslenskri náttúru óbyggðanna.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 20:26
Ég segi nú bara "ditto" við það sem Rafn skrifar hér að ofan.
Landfari, 1.8.2011 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.