Hamfarir geta skapað tekjur.

Fyrstu viðbrögð okkar allra þegar náttúruhamfarir dynja yfir og valda miklu tjón og erfiðleikum fyrir fjölda fólks er að hugur okkar er hjá þeim, sem eiga um sárt að binda og að skylda okkar sé að veita þeim alla þá hjálp og samúð sem okkur er unnt.

En síðan er bráðnauðsynlegt að reyna að sjá sólarglætuna á bak við hin dimmu ský og átta okkur á þeim möguleikum, sem hamfarirnar færa okkur þrátt fyrir allt.

Fyrir rúmu ári kom það fram á bloggpistlunum mínum að þegar upp yrði staðið mynd hamfarirnar skila þjóðinni tekjuauka og það hefur komið á daginn.

Fyrir austan Skeiðarárbrú er afar mögnuð uppsetning á brúarbitum og öðrum leifum brúnna, sem flóðið mikla 1996 eyðilagði. Þetta dregur að ferðamenn.

Nú hefur gamla brúin yfir Múlakvísl bæst við. Þetta sýnir að vinna má úr áföllum þannig að allt fari vel að lokum.


mbl.is Gamla brúin áningarstaður ferðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband